Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 93
þessum stað, hið svonefnda landnámslag frá 871 ± 228 og lag sem talið er
frá 934. Líkur eru á að þessi lög hafi blandast og samlagast jarðveginum
við jarðrask á staðnum, væntanlega vegna jarðræktar. Glögglega má sjá að
stungið eða skorið hefur verið niður í jarðvegsblandað, forsögulegt
gjóskulag á um það bil 0,90 m dýpi.
Greinilegt er að þegar gjóskulagið frá 1357 féll, hefur yfirborð verið
með gárum og dældum, þannig að gjóskulagið settist í dældirnar. Má
álykta að „ekran“ hafi nýlega verið pæld eða stungin upp þegar ösku-
fallið varð. Ef til vill er hinn jarðvegsblandaði efri hluti gjóskulagsins
einnig til vitnis um að jarðvegur hafi verið hreyfður eftir 1357.
Einnig má sjá að snemma hefur verið grafið niður sunnarlega í snið-
inu, þó að tímasetning verði ekki ákvörðuð með vissu. Ekki verður sagt
um tilgang með því verki, ef til vill tengist framkvæmdin á einhvern hátt
því þegar ekrur þessar voru gerðar. Dæld sú, er myndaðist við þann gröft,
hefur fyllst eða verið fyllt af hreyfðu moldarlagi, en ofan á því var
gjóskulag, sem ekki var hægt að bera kennsl á. Afstaða þess til annarra
laga bendir þó til að það hafi fallið á þeim tíma sem jarðrask, og
væntanlega ræktun, stóð yfir, og fyrir 1357. Framhald þessa ógreinda lags
vestast lá nánast beint upp í sniðinu, og gæti það bent til að jarðvegur
ofan til í hallanum hafi skriðið lítillega fram.
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
10. mynd. Norðurhluti könnunarskurðar í Ekrum á Ketilsstöðum. Ljósmyndari Garðar
Guðmundsson.