Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 95

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 95
Jarðraskið hefur farið nógu djúpt til að skera niður í og raska forsögulegu gjóskulagi. Aldur þess lags er ekki þekktur, og ekki hægt að vita hve djúpt það hefur verið undir yfirborði er jarðraskið hófst. Því segir þetta ekkert um það hve djúpt var pælt. Þykkt hins hreyfða lags undir gjóskulaginu frá 1357 er nú 15-20 cm. Því má hugsa sér eftirfarandi atburðarás: Byrjað hefur verið að raska jarðvegi á þessum stað á ótilteknum tíma en þó nokkru fyrir 1341, lík- lega vegna jarðræktar. Þetta rask verður til þess að tvö gjóskulög, sem annars mætti búast við á staðnum (landnámslagið og lag frá 934), finnast þar ekki og lag sem talið er frá 1341 er mikið raskað. Ekki er hægt að fullyrða hvort þessi ræktun stendur óslitið eða með hléum, en hún stendur enn yfir árið 1357. Ekki verður annað séð en hún haldi áfram eftir það ár, hvort sem eitthvert hlé hefur orðið eða ekki, en þó hefur hún hætt alllöngu fyrir 1755. Nokkuð heillegar línur af ógreinanlegri Kötlugjósku í jarðlaginu yfir 1357-gjóskunni gætu bent til þess að þegar þau lög féllu hafi ekki lengur verið jarðrask á svæðinu.Af útliti hins rask- aða yfirborðs einu saman eins og það sést í sniði verður ekki fullyrt á hvern hátt jarðvegi hefur verið umbylt. Raskið náði niður í forsögulegt lag, en vegna þess að ekki er vitað hvenær það hófst verður ekki ályktað um hve djúpt var farið. Fagridalur í Mýrdal Fagridalur er í litlu dalverpi suðaustan í Fagradalsheiði. Norðan bæjar- húsanna er allbrött öxl og sunnan í henni brekkur er nefnast Króktúns- brekkur. Austast og neðst í þeim eru þrír stallar sem sagðir eru leifar gamalla akra (12.-13.mynd).29 Fagridalur er landnámsjörð og munnmæli herma að Eysteinn land- námsmaður, sonur Þorsteins drangakarls, sé heygður í Eysteinshaug sem er sunnan og vestan við akurstallana. Ekki er Fagradals getið í máldögum svo vitað sé og ekki hafa fundist heimildir er benda til kornyrkju á jörðinni. Ákveðið var að grafa könnunarskurð í miðstallinn í hinum meinta akri u.þ.b. miðja vegu milli austur- og vesturenda hans. Skurðurinn var 3,5 m langur og 1 m breiður, 1,25-2,10 m á dýpt. Teiknað var snið í norðurenda og vesturhlið. Í sniðinu í Fagradal mátti sjá ummerki jarðrasks á töluverðu dýpi. Raskið hefur hreyft við landnámslaginu (871 ± 2), gjóskunni úr Kötlu ~920 og Kötlu 934. Á sama hátt og á Ketilsstöðum verður ekki ráðið frá hvaða yfirborði þetta rask hefur hafist. 94 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.