Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Qupperneq 104
Með rannsókn þessari á meintum ökrum hefur verið aflað mikilvægra
upplýsinga um þá staði sem rannsakaðir voru, en þó er enn langt í land
að skýr mynd fáist af því hve víðtæk kornrækt hefur verið til forna.
Vandasamt er að færa sönnur á hvort korn hafi í raun verið ræktað á til-
teknum stað.Til að geta metið hversu stór þáttur kornyrkja var í íslensk-
um landbúnaði til forna er nauðsynlegt að geta greint forna akra í
landslaginu, tímasett þá og metið umfang þeirra. Ástæður þess að korn-
rækt lagðist af á Íslandi virðast tengjast þróun landbúnaðar á annan hátt
en áður var talið. En mikið vantar upp á að við skiljum til hlítar hvernig
þetta gerðist, og sá skilningur fæst ekki nema með víðtækari athugunum,
en hingað til hafa verið gerðar.
Margir eiga þakkir skildar fyrir velvild og hjálpsemi við rannsakendur.
Fyrst ber að nefna eigendur og ábúendur jarða þar sem grafið var: Aðal-
björn Jónsson á Hólavöllum, Þórhildi Jónsdóttur og Sæmund Salómons-
son á Ketilsstöðum II, Jónas Erlendsson í Fagradal og Reykjavíkurborg,
eiganda Akureyjar. Einnig ber að þakka Magnúsi Gíslasyni í Garðinum,
Þórði Tómassyni í Skógum, Oddgeiri Guðjónssyni frá Tungu, Tómasi
Ísleifssyni í Sólheimum, Sverri Magnússyni í Skógum og Karli Gunnars-
syni, sjávarlíffræðingi í Reykjavík.
Tilvísanir
1. Björn M. Ólsen, 1910.
2. Sigurður Þórarinsson, 1944.
3. Steindór Steindórsson, 1950.
4. Þorleifur Einarsson, 1961.
5. Margrét Hallsdóttir, 1987.
6. Margrét Hallsdóttir, 2001.
7. Ian Simpson, 2002.
8. Magnús Á. Sigurgeirsson, 1999.
9. Íslenzkt fornbréfasafn III, 1896, bls. 339-340.
10. Íslenzkt fornbréfasafn IV, 1897, bls. 109.
11. Árni Magnússon og Páll Vídalín, 3. bindi, 1923-24, bls. 239-40.
12. Jón Böðvarsson munnl. uppl. 1992.
13. Björn M. Ólsen, 1910.
14. Steindór Steindórsson, 1950.
15. Karl Gunnarsson munnl. uppl. 1999.
16. Karl Gunnarsson munnl. uppl. 1999.
17. Sigurður Sívertsen, 1937-39.
18. Magnús Grímsson, 1936-40, bls. 244-45.
19. Brynjólfur Jónsson, 1903, bls. 36.
20. Íslenzkt fornbréfasafn II, 1893, bls. 733-4.
21. Árni Magnússon og Páll Vídalín, 1923-24, 3. bindi, bls. 80.
FORNIR AKRAR Á ÍSLANDI 103