Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Síða 140
„INGOUDA:“ eða „N·GOUDA·“. Þar fyrir neðan eru ýmist einn eða
fleiri hringir úr stimpluðum ferhyrningum. Nöfn þriggja pípufram-
leiðenda í Gouda koma fyrir. Á einu brotinu er nafnið „LUCAS DE
IONGE“, vitað er að sá stimpill var notaður milli 1730 til 1782. Brotið
fannst í brunalagi sem ætla má að sé frá eldsvoðanum 1764. Annað brot
úr pípulegg ber illlæsilega áletrun „F.VERSLU“ (ekki eru myndir hér af
tveimur síðasttöldu brotunum). Þessi pípa hefur trúlega komið úr verk-
stæði þekkts pípugerðarmeistara í Gouda, Franz Verzyl. Pípur með merki
hans voru framleiddar á tímabilinu frá 1729 til 1786. Á brotinu númer 5
í skránni er handgerð(?) áletrun sem myndar nafnið „WVVELSEN“. Sú
pípa var framleidd af pípugerðarmanni í Gouda,Willem van Velsen, sem
starfaði 1740-1769. Meðal fundinna gripa koma fyrir átta merki frá
Gouda. Mynd 3.1 sýnir brot með bókstöfunum „HH“, sem er hluti af
„HHH“. Hælmerkið segir okkur að gripurinn er frá því milli 1710 og
1816. Hann fannst í lögum frá eldra byggingarskeiði ullarverksmiðjanna
og er því frá því fyrir 1764. Tvö brot bera bókstafina D og G með
kórónu yfir (mynd 3.2 og 3.4). Bæði þessi merki voru notuð lengi,
krýnda D-ið var í notkun frá 1682 til 1897 (brotið fannst í brunalagi sem
ætla má frá eldsvoðanum 1764), krýnda G-ið var í notkun frá 1667 til
1870/1880. Pípubrotið með þrem krýndum tiglum (mynd 3.3) er frá
tímabilinu milli 1686 og 1839, hællinn með slöngunni (mynd 3.5) er frá
því milli 1733 og 1808. Myndin 3.6 sýnir hælmerki með svonefndri
gæsastúlku. Merkið var notað frá 1726 til 1768. Þetta brot fannst einnig í
einu af lögunum frá fyrra byggingarskeiði verksmiðjanna (1754-1764).
Árið 2003 fundust fleiri brot með merkjum á hæli. Greinilega
þekkjanleg eru merkin með lykli, sem notað var í Gouda 1730-1812, en
tvö dæmi eru um það. Þá fannst slanga eins og 2001 og upphafstafir
pípugerðarmanns VPB, en það merki var í notkun frá 1746 og fram á
fyrri hluta 19. aldar.32
Að minnsta kosti þrjú pípubrot eru ættuð úr dönskum verkstæðum.
Númer 4 í skránni hér á eftir er brot úr legg með áletruninni „KIØBI “.
Í línunni þar fyrir ofan má sjá bókstafinn „S“. Þessi pípa hefur verið
framleidd í Danmörku, í Stubbekøbing á Falstri. Þar voru gerðar krítar-
pípur frá því 1727 og þangað til 1798, eða þar um bil.33 Árið 1753 hafði
Alexander Ross, foringi í danska hernum, tekið við verksmiðju sem
stofnuð hafði verið af Englendingum í Kaupmannahöfn og þar fram-
leiddi hann pípur til 1764. Frá 1758 vann Ross með Severin nokkrum
Ferslew. Báðir notuðu þeir ýmsa stimpla til að merkja varning sinn.34
Tveir fundir verða raktir til þessarar verksmiðju í Kaupmannahöfn. Á
N
TÓBAK OG TÓBAKSPÍPUR Á ÍSLANDI Á 18. ÖLD 139