Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 143
Hollandi eða frá Norðurlöndum. Brotið númer 1 í skránni er með töl-
una „27“ neðan á löngum hæl og bendir sú áletrun til þess að gripurinn
sé einnig framleiddur í Hollandi eða á Norðurlöndum. 39
Pípurnar sem fundist hafa í Aðalstræti eru af svipuðum gerðum og þær
sem fundust við uppgröft í Viðey. Mest bar þar á hollenskum innflutn-
ingi, þar á meðal eru tvö leggbrot með áletruninni „VERZYL“. Einnig
hefur fundist pípubrot með áletruninni „WVVELS“, mjög áþekkt því
sem er nr. 5 í fundaskránni úr Aðalstræti. Á tveimur leggjum var áletrun-
in „STUBBEKØBING“ í kring um legginn og á einni er nafn dansks
pípuverkstæðis „ROSS“.40
Reykingar í Innréttingunum
Á 18. öld voru reykingar ekki lengur munaður á Íslandi. Þó að innflutn-
ingur á tóbaki væri mismikill milli ára barst þessi vara þó reglulega til
landsins (sjá 2. mynd). Pípubrot, sem fundist hafa við fornleifarannsóknir
á ýmsum stöðum, sýna hve útbreiddar reykingar voru á þessum tíma.
Tóbak kemur við þjóðsögur og sagnir sem vitna um hve algengt það var
og hluti af hinu daglega lífi manna.41 Bæði karlar og konur brúkuðu
tóbak og fólk reykti bæði við vinnu sína og í tómstundum. Þetta gerði
starfsfólkið í Zieumager Fabriqven í Reykjavík líka. Þegar pípuleggur
brotnaði mátti laga hann til og nota pípuna áfram með styttri legg. Sumir
leggir, sem styttir hafa verið áður en farið var að nota pípuna, bera merki
eftir tennur reykingamannanna við brotna endann. Ef pípa var of löng og
reykingamaðurinn þurfti að hafa báðar hendur lausar við vinnu sína,
braut hann einfaldlega af leggnum. Síðan mátti tálga endann til með hníf
og setja hann í munnstykki úr beini eða tré (AST 01-350, ekki sýndur á
mynd). Með svoleiðis pípustúf mátti bæði vinna og reykja í einu.
Eins og áður hefur verið nefnt kom upp kom eldur aðfararnótt 27.
mars 1764 í húsum Innréttinganna vegna þess að farið var óvarlega með
eld og eyðilögðust hús vefsmiðjunnar í eldinum. Þegar þetta gerðist hafði
Zieumager Fabriqven verið í notkun í um 9 ár. Fljótlega eftir eldsvoðann
var hús og búnaður endurnýjað og verksmiðjurekstur hélt áfram í aldar-
fjórðung eða meira. Þó að síðari vefsmiðjuhúsin væru lengur í notkun en
þau fyrri var greinilegt að reykingar höfðu verið minni eftir eldsvoðann.
112 af öllum krítarpípubrotum sem grafin voru upp í Aðalstræti 14-18
árið 2001 fundust í lögunum frá Innréttingunum. 89,3% af þeim eru úr
byggingarskeiðinu fyrir eldsvoðann eða úr lögum sem greinilega má
tímasetja til ársins 1764, annað hvort frá eldsvoðanum sjálfum eða endur-
142 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS