Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 154
ur í kassa, kistur eða tunnur. Þá notuðu menn gamla ísskápa, gáma og
margt fleira.
Víða var það ekki fyrr en gömlu hlóðaeldhúsin voru ónýt að kofarnir
sem kofareyking er nú kennd við koma til sögu. Sums staðar byggðu
menn þá hreinlega ný „eldhús“, „reykeldhús“ eða „reykhús“ sem voru
þá fyrst og fremst til matvælareykingar en verk sem unnin voru í þeim
gömlu (t.d. slátursuða, þvottar, pottbrauðsbakstur) voru þar sums staðar
áfram um tíma. Kofar, sem fyrir voru á bæjum, voru þó venjulega teknir
til þessa brúks, gamlir geitakofar í Þingeyjarsýslum, hesthús, hænsnahús,
hrútakofar, smiðjur, súrheysgryfjur eða turnar og jafnvel voru dæmi um
að menn reyktu í skepnuhúsum á haustin áður en tekið var á gjöf.
Þegar leið á öldina varð algengara að menn byggðu sérstök reykhús og
jafnframt að bændur hefðu félag um slíkt. Þá voru sveitamenn á mölinni
oft með „rollukallafélög“ og samvinnu um ýmislegt sem laut að sauðfjár-
rækt, þar á meðal reykingar. Á Dalvík var t.d. skipulögð sérstök reykhúsa-
byggð, enda kunna ekki allir jafn vel að meta nábýlið við þann ilmandi
hangikjötsreyk.
Kostir og gallar
Menn hafa ýmsar skoðanir á því hvaða kosti reykhús eigi að hafa. Nokk-
uð almenn er sú skoðun að best sé að reykja í torfhúsum og jafnvel ný
reykhús sem verið er að byggja nú nálægt aldamótum eru að einhverju
leyti úr torfi og grjóti.5 Það er einkum í reykhús og grænmetisgeymslur
sem menn brúka slíkt efni nú á dögum. Bárujárnsþök með torfi yfir eru
HANGIKJÖT Í RÓT UPP RÍS 153
1. mynd. Reykhús og búr rétt við Reykhóla í Reykhólasveit, 2002. Höfundur tók allar
ljósmyndir með greininni.