Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Síða 165

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Síða 165
til.3 Höfundur Hungurvöku hefur sennilega verið miðaldra er hann reit þessa sögu Skálholtsbiskupa og gæti því vel hafa hitt fólk sem mundi kirkjubrotið 1118. Hungurvaka verður því að teljast fremur áreiðanleg heimild um það atriði og vel má vera að einhver fótur hafi verið fyrir því að Haraldur konungur hafi sent kirkjuviðinn til Íslands. Í Hungurvöku er það orðað svo að Haraldur hafi „fengið viðinn til“ og má vera að að baki liggi sögn svipuð þeirri um kirkju sem Þorkell Eyjólfsson ætlaði að reisa á Helgafelli en Ólafur konungur helgi á að hafa gefið honum viðinn til hennar.4 Að minnsta kosti er ekki augljóst að túlka Hungurvöku sem svo að Þingvallakirkja hafi verið reist á vegum konungs. Í yngri heimildum en Hungurvöku fær Þingvallakirkja heldur lengri forsögu. Í Ólafs sögu helga eftir Styrmi ábóta frá um 1220 er sagt um dýrlinginn að hann hafi látið „kirkiu gera a Jslandi a Þinguelli þar sem nu er honum helgud kirkia.“5 Snorri Sturluson skrifaði aðra Ólafs sögu, byggða á sögu Styrmis og prjónaði aðeins við söguna um Þingvallakirkju: „Óláfr konungr hafði sent til Íslands kirkjuvið, ok var sú kirkja gor á Þingvelli, þar er alþingi er. Hann sendi með klukku mikla, þá er enn er þar.“6 Hér mætti geta þess til að þegar Þingvallakirkja var vígð Ólafi kon- ungi hafi verið búin til helgisögn þess efnis að dýrlingurinn hafi sjálfur gefið kirkjuvið og klukku til fyrstu kirkjunnar þar, og hefur ekki þurft að búa hana til úr engu, aðeins hnika til um einn konung. Uppruni klukku þeirrar sem í Þingvallakirkju var hélt þó áfram að vefjast fyrir sagnaritur- um og seinna í Heimskringlu, í sögu Haralds harðráða, segir Snorri sjálf- ur: „Haraldr konungr sendi klukku þangat [til Íslands] til kirkju þeirar, er enn helgi Óláfr konungr hafði sendan viðinn til ok sett er á Þingvelli.“7 Hér er helst að halda að misvísandi sögur hafi verið á kreiki, ekki aðeins um hvor konunganna sendi viðinn heldur einnig um klukku þá sem ver- ið hefur í kirkjunni á árunum 1220-30 þegar allar þessar sögur eru ritaðar. Bestu tilraun til heildarsamræmis er síðan að finna í sögu Magnúsar góða og Haraldar harðráða í Flateyjarbók og Morkinskinnu, einnig frá um 1220: „Haralldr konungr sende vt til Jslands klucku til kirkiu þeirrar er hinn heilage Olafr konungr sende uidin til og adra kluckuna. og su kirkia var sett aa þinguelle þar sem alþinge er sett.“8 Hér fá báðir konungarnir nokkurt hlutverk, Ólafur helgi kirkjuviðinn og klukku en Haraldur harðráði aðra klukku, og má sjá á þessu að í Þingvallakirkju hafa verið tvær klukkur á 13. öld, hvorug nýtilkomin.9 Auðvitað er ekki loku fyrir skotið að þessar sagnir eigi allar við nokkur rök að styðjast og Ólafur konungur hafi sent út við til að byggja kirkju á Þingvöllum á árunum 1015-1030 og Haraldur harðráði hafi gert það líka á sínum ríkisárum 164 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.