Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 170
kyrkian so standande med 5 stafg- / olfum, alþiliud fyrer framann og
bakþil j kornum sumu / lósnu yfer sialfu alltarenu.Alltare Predikun-
arstoll / halfþil mille kors og kyrckiu, dyraummbuningur fyrer /
framan þilid med snickverke ad ofanverdu, kuenn / sæte j kyrkiune
fast, Sud A allre kyrkiune med sex / sperrumm, hurd A jarnum med
litlum koparhrÿng og / godre skrä, husid sterkt og stædelegt ad
vidum og veggjum / utan huad vidvijkur funumm wnderstock
sunnannframm. / Grindin sialf ad nedanverdu vtlendsk af eik.19
Næst var kirkja og staður afhent 1703 og er kirkjan þá talin vera í hálfu
sjötta stafgólfi
alþiliud utar / i gegn, med standþile og biorþile bak og fÿrer
kÿrkiu; / becker födrader bæde i kör og framkÿrkiu; kvenn- /
sæte, alltarj velsæmelegt med gradu j predikunarstóll /mäladur
halfþil ä mille kors og kÿrkiu med pilar- / um ofanslär; hurd ä
Jarnum med skra likle og / vænum koparhring med fæti [!] sem
gefed hefur lög- / madurinn Monsr Sigurdur Biornsson Vind-
skeid er fÿr- / er framan kirkiuna: Hüsed vel stædelegt bædj ad
vegg- / ium og vidum, fyrer utan eina fiól i südinni ad / sunnan
verdu i fremsta stafgolfe, hvad erfingiar / Sal Sr Arna lofa ad end-
urbæta ädur en kyrkian / afhendt er; glerglugge yfer predikunar-
stöl, annar / litilfiorlegur ÿfer alltarj og litel brik sem gefed hef /
ur Sal M. Þordur.20
Svo virðist sem kirkjunni hafi eitthvað verið breytt og hún prýdd, m.a.
með glerrúðum, en þó virðist þetta vera í grundvallaratriðum sama húsið
og lýst er 1644 og 1678. 1726 er kirkjan enn með sama móti, en er þá
talin „ad widum æred gomul, fuen og hláleg, fyrer utan weggena, sem
eru af griote nylega reparerader.“21 Þetta er í fyrsta skipti sem getið er
um grjótveggi um Þingvallakirkju en ekki er ástæða til að ætla annað en
að kirkja sú sem sr. Engilbrikt reisti um 1640 hafi verið með hlífðar-
veggjum úr torfi og grjóti að norðan og sunnan.
Sr. Markús Snæbjörnsson reisti nýja kirkju á Þingvöllum um 1740.
Hann tók við staðnum 1739 en í vísitasíu frá 1746 er kirkjan sögð „i 6
stafgolfum under Súd, alþiliud um hverfis i Chör og framkirkiu til
beggia hlida. … Þetta Guds hus, ad veggium og vidum athugad er ad
óllu leite vænt og vel á sig komed nilega uppbyggt og endurbætt af
hingad til verande Bene ficiario Sra Marcuse Snæbiornssyne.“22 Þessu
ÞINGVALLAKIRKJA 169