Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Qupperneq 171
til staðfestingar má nefna að Jón Ólafsson frá Grunnavík skýrir frá því
að Markús hafi fundið í veggjarundirstöðum kirkjunnar, þá er hann
byggði hana upp, annan þeirra steina með alinmáli, sem voru í kirkju-
kömpunum, og komið honum þannig fyrir í öðrum kirkjuveggnum að
hann sæist,23 og má af því ráða að hann hafi byggt kirkjuna algerlega frá
grunni. Þó að fjöldi stafgólfa sé ekki áreiðanleg vísbending um stærð
húsa má vera að þetta hús hafi verið ívið stærra en kirkja séra Engil-
brikts frá um 1640.
Nákvæmari lýsing á kirkju sr. Markúsar er til frá 1750:
kyrkian j siälfre sier, er j 6 stafgolfum, öll under Sud, alþiliud til
beggia hlida, Slagþil uppj giegn bæde fyrer framann og ad kör-
bake listad, med födrudum vindskeidum yfir. Upp af alltarinu er
glerglugge med 9 rudum, annar a frammstafni med 6, becker
hälffódrader j körnum med brikum ad framann, kördyr eru med
stöfum, under stock og pilärum upp yfer, þil [?] under þverslä ad
nordan … j framkyrkiune er langbeckur sunnanverdu, hurd ä
järnum med Skrä og vænum likle … kyrkiann er vel standandi
ad veggium og vidum.24
Ekki er getið um breytingar á þessari kirkju fyrr en um 1770 en 1772
hafði norðurveggur hennar verið hlaðinn upp. Um það hafði verið
kvartað þegar 1755 að hann væri lélegur og hefur eftir þessu að dæma
ekki verið mikið vandað til verks við byggingu þessarar kirkju. 1776 er
þess getið að langþiljur séu farnar að gisna og eina vanti og 1779 segir
prófastur að kirkjan sé farin að ganga á torfveggina og þurfi viðréttingu.
1783 er svo komið að prófastur telur í vísitasíu að kirkjan þurfi við
fyrstu hentugleika að reparerast. Það varð þó ekki fyrr en sumarið 1790
að sr. Páll Þorláksson lét byggja nýja kirkju á Þingvöllum.
Sú kirkja virðist hafa verið jafnstór forvera sínum, 6 stafgólf, og mjög
lík að öllu leyti, enda voru viðir gömlu kirkjunnar endurnýttir að veru-
legum hluta í hinu nýja húsi. Samkvæmt mælingu frá 1845 var þetta
hús 12x5 álnir að stærð eða 7,5x3,1 m, jafnlöng en heldur mjórri en
kirkja sú er reist var 1859 og enn stendur.
Í vísitasíum frá 19. öld er öðru hverju getið um galla og viðgerðir á
kirkjunni. 1803 er þilja þegar fallin úr framkirkjunni að sunnan og önn-
ur farin að gallast af fúa, en 1808 hafði verið gert við þær. 1818 er farið
að votta fyrir vatnsgangi á þilsperrur kórsins að innan og 1822 er kom-
inn torfgafl á kirkjuna að austan, en fram að því hafði verið timburþil
170 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS