Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 7

Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 7
Valsblaðið 2015 7 Eftir Hafrúnu Kristjánsdóttur Það var Valsmaðurinn Ingólfur Sigurðsson sem opnaði umfjöll- unina um geðheilbrigði íþróttamanna þegar hann steig fram í opinskáu viðtali við Morgunblaðið þar sem hann sagði alþjóð frá því að hann hefði lengi glímt við kvíðaröskun, röskun sem líklega hefur háð honum meira í fótboltanum en nokkur líkam- leg meiðsl. Það þarf hugrekki til að stíga fram ef þú ert afreks- íþróttamaður og opinbera veikleika þína, sérstaklega þegar veikleikarnir eru á sálinni. Sem betur fer hafði Ingólfur þetta hugrekki því í kjölfarið stigu aðrir íþróttamenn fram og sögðu frá baráttu sinni við lyndis- og kvíðaraskanir og þar með opnað- ist umræðan, umræða sem var fyrir löngu orðin tímabær. Þegar rannsóknir á heilbrigði íþróttamanna eru skoðaðar er hægt að finna fleiri hundruð ef ekki þúsundir rannsókna um tognun aftan á læri, krossbandaslit og fleiri álíka meiðsli. Rann- sóknir á geðheilbrigði íþróttamanna er hins vegar hægt að telja á fingrum annarar handar. Þær rannsóknir sem hafa þó verið gerðar benda til þess að algengi þunglyndis og kvíða hjá afreks- íþróttamönnum sé síst minni en hjá almenningi. Í ástralski rann- sókn sem birt var árið 2014 þá kom í ljós 46,4% þarlendra af- reksíþróttamanna náðu greiningarskilmerkjum fyrir a.m.k. eina geðröskun. Alþjóðulegu leikmannasamtökin – FIFApro létu framvkæma rannsókn þar sem skoðuð var tíðni geðrænna vandamála hjá núverandi og fyrrverandi atvinnumönnum í knattspyrnu. Niðurstöður leiddu í ljós að einn af hverjum fjór- um leikmönnum glímdi við kvíða eða þunglyndi og 39% þeirra sem höfðu lagt skóna á hilluna. Það má því ætla að í 11 manna byrjunarliði séu 2–3 leikmenn sem þjást af þunglyndi og/eða kvíða á hverjum tíma. Af líkum má því láta að þunglyndi séu al- gengustu „meiðsli” í hverju liði en þó meiðsli sem sjaldan eða aldrei er talað um eða gert eitthvað í jafnvel þótt víst megi telja að þau geti haft töluverð áhrif á frammistöðu. Á vormánuðum gerði Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals og landsliðsins, rannsókn á þunglyndis- og kvíðaeinkenn- um íslenskra atvinnumanna í boltaíþróttum undir leiðsögn und- irritaðrar en rannsóknin var hluti af BSc ritgerð Margrétar Láru við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík. Margrét sendi við- urkennda þunglyndis- og kvíðalista til allra íslenskra atvinnu- manna í handbolta, fótbolta og körfubolta sem voru orðnir 18 ára. Atvinumennirnir okkar tóku vel í rannsókn Margrétar því 90% þeirra svöruðu þeim listum sem lagðir voru fyrir. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru þær að 23% atvinnumann- anna skoruðu það hátt á kvíðalistanum og 6,5% á þunglyndis- listanum að ástæða er til að hefja einhvers konar meðferð. Það sem meira er að atvinnumennirnir okkar skoruðu töluvert hærra, bæði á þunglyndis- og kvíðakvörðum en jafnaldrar þeirra sem stunda háskólanám hérlendis. Ingólfur Sigurðsson hóf umræðuna um geðheilbrigði íþrótta- manna fyrir alvöru hérlendis og Margrét Lára lagði sitt lóð á vogarskálarnar í þeirri umræðu með því að auka á þekkingu á geðrænum vanda íslenskra íþróttamanna. Það er vonandi að sú umræða sem hefur skapast og sú þekking sem þó er til verði til þess að íþróttamenn, þjálfarar og forsvarsmenn íþróttafélaga átti sig á því að í heilbrigðum líkama býr ekkert endilega heilbrigð sál. Það er einnig vonandi að geðrænn vandi verði ekki lengur tabú í heimi íþróttanna heldur verði litið á slíkt á nákvæmlega sama hátt og hvers konar líkamlegan vanda. Það er líka hægt að togna á sálinni Síðustu misseri hefur geðheilbrigði íþróttamanna verið töluvert til umfjöllunar hér á landi. Slík umfjöllun hafði, þar til á síðasta ári, nánast verið óþekkt. Það hefur lengi verið litið svo á sem heilagan sannleik að í hraustum líkama búi ávallt heilbrigð sál Ingólfur Sigurðsson í leik með Víkingi Ólafsvík í sumar, en Ingólfur vakti mikla athygli fyrir umræðu um andlega líðan og baráttu sína við geðsjúkdóma. Mynd Þorsteinn Ólafs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.