Valsblaðið - 01.05.2015, Side 22

Valsblaðið - 01.05.2015, Side 22
22 Valsblaðið 2015 Félagsstarf kynnti starfið þar og urðu þar líflegar umræður um það sem betur má fara hjá okkar annars góða félagi. Síðast en ekki síst var það sjálft konu- kvöld Vals í mars – ótrúlega skemmtilegt og vel sótt. Og fréttir herma að það hafi þurft að ýta þeim þrautseigustu út úr hús- inu því skipuleggjendur gerðu ekki ráð fyrir úthaldi kvennanna (!) – og að drjúg- ur peningur hafi safnast fyrir meistara- flokka karla og kvenna i handbolta. Við héldum haustfagnað í október og jólafund í nóvember þar sem við lærðum m.a. að gera jólakrans hjá Ragnhildi Fjeldsted og bókmenntafræðingur fræddi okkur um barnabækur og hvað það skipt- ir miklu máli að gefa börnum tækifæri á því að upplifa bækur á jákvæðan hátt. Að jafnaði komu um 15 konur á fé- lagsfundi. Það er mikið til sami kjarninn sem mætir og stemningin er góð. Það er mjög mikilvægt að við gefum okkur tíma til að kynnast og spjalla saman og mynda góð tengsl. Okkur langar að fá fleiri virk- ar Valkyrjur í hópinn og sérstaklega mæður ungra iðkenda. Valkyrjur vinna í Lollastúku á heimaleikjum í handbolta Handboltastjórnin endurnýjaði á haust- dögum beiðni sína um að Valkyrjur tækju að sér vinnu í Lollastúku á heima- leikjum meistaraflokkanna. Við sjáum um veitingar í Lollastúku í hléi og eftir leiki þar sem tekið er á móti leikmönn- Við tökum vel á móti nýjum Valkyrjum og hvetjum allar sem hafa áhuga á starfinu okkar að kíkja á facebok síðuna og skrá sig. Það er einstaklega gefandi og skemmtilegt að vera Valkyrja enda frábær félagskapur Það fer ekki á milli mála að Valkyrjur hafa fest sig í sessi sem afl innan Knatt- spyrnufélagsins Vals. Um það vitna þær beiðnir sem félaginu hafa borist um að- stoð og aðkomu að ólíkum verkum. Jafn- réttið er í forgangi hjá okkur Valkyrjum og þar megum við ekki sofna á verðin- um. Valur er frábært félag en við getum gert það enn betra m.a. með því að auka sýnileika kvenna og fjölga konum í stjórnum, nefndum og ráðum. Fjölbreytt starf hjá Valkyrjum Síðastliðið ár hefur verið mjög skemmti- legt.Við byrjuðum vetrarstarfið í septem- ber 2014 á frábærri gönguferð um Öskju- hlíðina þar sem Stefán Pálsson sagnfræð- ingur jós úr djúpum viskubrunni sínum. Það er óhætt að segja að honum hafi tek- ist að sýna okkur algerlega nýjar hliðar á Öskjuhlíðinni. Í október skemmtum við okkur svo saman á Valkyrjukvöldi með tilheyrandi pub-quiz-i í bland við hugljúfan söng Mörtu Kristínar handboltastúlku. Allt fór skikkanlega fram þótt gleðin væri tölu- verð. Í nóvember sagði Magga Lilja okkur frá forvarnargildi íþrótta en hún hefur lengi tekið þátt í rannsóknum á högum og líðan ungs fólks á Íslandi á vegum Rannsóknar og greiningar. Í stuttu máli sýndi hún fram á ótrúlegar tölur um ótví- rætt forvarnargildi íþrótta. Á tvískiptum félagsfundi í febrúar sagði annars vegar Benóný formaður Fálka frá starfi þeirra – og hins vegar fræddi Hólmfríður Sigþórsdóttir okkur um starf í stjórn barna- og unglingasviðs. Það var fróðlegt að heyra um Fálkana og þeirra hugmyndafræði. Hólmfríður, sem er ritari stjórnar barna- og unglingasviðs, Skemmtilegt ár hjá Valkyrjum með jafnrétti í forgangi Svala og Linda í Lollastúku á handboltaleikjum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.