Valsblaðið - 01.05.2015, Side 28

Valsblaðið - 01.05.2015, Side 28
28 Valsblaðið 2015 og líka fjölmarga landsleiki og var mjög góð að eigin mati og eflaust eru margir sammála henni en ég hef aldrei séð hana spila fótbolta. Besti íþróttamaðurinn í fjölskyldunni í dag er líklega stóra systir mín sem heitir Málfríður og er leikmaður 2. og meistaraflokks í Val.“ Stuðningur foreldra: „Ég hef fengið al- veg gríðarlega mikinn og góðan stuðning frá foreldrum og systkinum. Mamma og pabbi hafa alltaf verið mjög dugleg að mæta á leiki og fylgjast vel með. Þau hvetja mig líka áfram og mamma er allt- af að segja mer allskonar sálfræðitrix sem hún notaði í boltanum í gamla daga. Að mínu mati er viðhorf og áhugi for- eldra algjört lykilatriði og þau hafa hjálp- að mér mikið í öllu sem að ég tek mér fyrir hendur, hvort sem það er fótboltinn, skólinn eða eitthvað annað.“ Hvað finnst þér mikilvægtast að gera hjá Val til að efla starfið í yngri flokk­ um félagsins? „Mér finnst mikilvægt að Valur leggi metnað sinn í að ráða góða þjálfara og sýni yngri iðkendum áhuga til dæmis með því að setja meistaraflokkana ekki alltaf í forgang.“ Hvernig er aðstaðan á Hlíðarenda til að æfa fótbolta? „Aðstaðan er núna orð- in góð eftir að nýja gervigrasið kom til sögunnar. Knattspyrnuhúshús væri það helsta sem að væri hægt að gera til þess að bæta aðstöðuna, en miðað við hvað framkvæmdirnar sem nú standa yfir hafa dregist held ég að það sé fjarlægur draumur.“ Hvað finnst þér að Valur geti gert til að vinna gegn einelti í íþróttum? „Reyna að blanda krökkunum meira þannig að allir kynnist öllum og að vera bara vel vakandi og bregðast við þeim vanda- málum sem koma upp. Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik Friðriksson stofnaði Val þann 11. maí árið 1911.“ Hver eru þín einkunnarorð? „Þeir skora sem þora.“ Hlín hefur æft fótbolta með Val í um það bil 8 ár og er í Val vegna þess að hún kemur úr mikilli Valsfjölskyldu og af því að Valur er besta liðið. Hvers vegna fótbolti? „Ég elti bara Möllu stóru systur mína, en það eru nú reyndar margir aðrir fótboltamenn í kringum mig. Ég hef æft ýmsar íþróttir, aðallega frjálsar en ég hef líka prófað að æfa gönguskíði, fimleika og fleira.“ Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hafa fengið Lollabikarinn? „Mér finnst bara mjög ánægjulegt að hafa fengið Lollabikarinn. Verðlaunin gefa mér aukið sjálfstraust og svo eru nöfn nokkurra af mínum fyrirmyndum á bikarnum sem er mjög gaman og hvetur mig til þess að reyna að feta í fótspor þeirra áfram.“ Hvernig gekk ykkur á tímabilinu? „Seinasta tímabil gekk mjög vel hjá okk- ur enda var liðsheildin góð og metnaður- inn hjá leikmönnum og þjálfaranum mik- ill. Stemningin innan hópsins var yfirleitt mjög góð þó svo að æfingarnar hafi stundum farið í háaloft vegna keppnis- skapsins hjá leikmönnum. Við tókum þátt í Reykjavíkurmótinu, Íslandsmótinu, bikarkeppni KSÍ og Rey Cup og unnum öll þessi mót nokkuð sannfærandi fyrir utan bikarkeppnina sem var mikil von- brigði.“ Hvernig eru þjálfarar þínir? „Þjálfar- arnir mínir hafa mjög mikinn metnað og eru líka klárir í fótbolta og þjálfun. Góð- ur þjálfari er góður í samskiptum, óhræddur við að gera breytingar á liði og þorir að hrósa og skamma þegar að það á við.“ Skemmtileg atvik úr boltanum: „Margar af mínum skemmtilegustu minningum úr boltanum urðu til þegar við vorum að keppa á Gothia Cup í fyrra. Þar á meðal þegar að við plötuðum Rósu í flokknum okkar í stærsta rússíbanann í Liseberg og eftir á héldum við að hún væri að deyja, hún var svo hrædd. Það var líka mjög gaman þegar við fórum út fyrir skólann sem við vorum að gista í og drápum nokkra froska og jörðuðum þá svo. Einnig er mjög eftirminnilegt þegar Magga þjáfari sendi mig og Ólöfu vin- konu mína út úr hugleiðslu á pæjumótinu í Vestmannaeyjum vegna þess að við vorum svo óþekkar, svo skoraði Ólöf sigurmarkið í leiknum daginn eftir og Magga var alls ekki kát þegar við sögð- um henni að þetta hafi verið allt út af því að við slepptum hugleiðslunni. Mín skemmtilegasta minning inni á fótbolta- vellinum er þegar við sigruðum Rey Cup í vítaspyrnukeppni árið 2013 eftir að ein stelpa í okkar liði fékk rautt spjald á seinustu mínútu og hitt liðið klúðraði vitaspyrnu sem hefði getað tryggt þeim sigurinn.“ Fyrirmyndir í fótboltanum: „Fyrir- myndir mínar eru fyrst og fremst þeir leikmenn sem að leggja sig fram fyrir liðið og sýna góðan karakter innan vallar sem utan. Sá leikmaður í karlaboltanum sem ég held mest uppá er hollenski kant- maðurinn Arjen Robben en í kvennabolt- anum er það Glódís Perla Viggósdóttir sem leikur með íslenska landsliðinu og Eskilstuna í Svíþjóð. Hverjir eru þínir framtíðardraumar í fótbolta og lífinu almennt? „Mig langar að mennta mig vel og stofna fjölskyldu. Eftir 10 ár ætla ég að vera að spila fót- bolta í góðu liði og hafa gaman af því og svo vona ég að sjálfsögðu að ég muni vera spilandi í „bláu treyjunni“ reglu- lega.“ Hver er frægasti Valsarinn í fjölskyld­ unni þinni? „Frægasti Valsarinn í fjöl- skyldunni minni er mamma mín sem heitir Guðrún Sæmundsdóttir, hún spil- aði marga leiki með meistarflokki í Val Ungir Valsarar Nýi gervigrasvöllurinn bætir aðstöðuna mikið Hlín Eiríksdóttir er 15 ára gömul og leikur knatt- spyrnu með 3. flokki og hlaut Lollabikarinn eftirsótta á uppskeruhátíðinni í haust
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.