Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 50
50 Valsblaðið 2015
Breytingar á stjórn Valsmanna hf
Stjórn Valsmanna hf. var lengst af skipuð
eftirtöldum aðilum, Grími Sæmundsen,
sem jafnframt er stjórnarformaður, Karli
Jónssyni, Theódóri Halldórssyni, Lárusi
Hólm og Karli Axelssyni, sem tók á
árinu sæti í Hæstarétti Íslands og varð af
þeim sökum að segja sig úr stjórninni. Á
aðalfundi þann 30. nóvember sl. tók
Jakob Sigurðsson sæti hans í stórninni.
Við þökkum Karli fyrir vel unnin störf
síðustu 10 árin sem stjórnarmaður.
Stjórn Valsmanna hf. væntir þess að
komandi ár verði enn viðburðarríkara en
liðið ár með raunverulegri uppbyggingu
á mörgum reitum á Hlíðarendareit. Við
væntum þess einnig að þegar fram-
kvæmdir verða komnar á fullt skrið verði
hafist handa við skipulag og endanlega
hönnun knattshúss og annarra verkefna á
uppbyggingarsvæði Knattspyrnfélagsins
Vals, þar sem Hlíðarendi ses. fer með
eignarréttindin. Stjórn félagsins telur því
að það séu bjartir og spennandi tímar
framundan í starfsemi Valsmanna hf., en
ekki síður í uppbyggingu íþróttasvæðis
Vals og styrkingu á innviðum félagsins.
Brynjar Harðarson fram-
kvæmdastjóri Valsmanna hf.
mæddi mikið á honum í samstarfi við
framkvæmdastjóra félagsins við þessa
breytingu. Stjórn Valsmanna hf. vill
þakka Guðmundi fyrir örugga umsjón
hluthafaskrárinnar öll þessi 16 ár og fyrir
mikla og óeigingjarna vinnu við þetta
verkefni.
og er Hlíðarendi ses. langstærsti hluthafi
félagsins með rúmlega 40% hlut í fé-
laginu. Skráningin var stórt og umfangs-
mikið verkefni, enda hluthafar mjög
margir og lítil viðskipti átt sér stað með
hlutafé frá stofnun félagsins. Guðmundur
Frímannsson hefur frá stofnun félagsins
borið ábyrgð á hluthafaskránni og því
Frá Valdreshöllinni í Noregi sem var í byggingu þegar Valsmenn skoðuðu hana.
Stór höll þar sem takmörkuðu dagsljósi er veitt inn á gólf um litla glugga á
göflum. Á myndinni eru þeir Jóhann, Jónas, Brynjar og Guðni að hlusta á Torger
Juel Fosse verkefnisstjóra framkvæmdarinnar lýsa aðstæðum. Minnir eilítið á
vöruskemmu á hafnarbakka.
Gervigras á aðalleikvangi vígt árið 2015
Óskum ykkur gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári með þökk fyrir
samstarfið á árinu sem er að líða.
jólin 2015
Óskum öllum Valsmönnum nær og fjær
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári,
með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Gervigras á aðalleikvangi vígt árið 2015
ALARK
arkitektar ehf.