Valsblaðið - 01.05.2015, Side 57

Valsblaðið - 01.05.2015, Side 57
Valsblaðið 2015 57 Barna- og unglingasvið (BUS) „Við viljum skapa umhverfi fyrir iðkend- ur okkar sem veitir þeim tækifæri til að þroskast bæði sem íþróttamenn og ein- staklingar. Lykillinn að því felst í mínum huga í markvissri og faglegri íþrótta- þjálfun þar sem áhersla er lögð á að efla færni þjálfara með aukinni menntun og fræðslu. Þannig stuðlum við að framför- um og leggjum grunn að farvegi til að hámarka árangur þeirra sem stunda íþróttir hjá Val.“ Skilaboð til iðkenda og foreldra „Velkomin í Val. Það er gaman í Val og hér ríkir góður andi. Ég vil því hvetja krakka á öllum aldri til að heimsækja okkur að Hlíðarenda því flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi – Það er aldrei of seint að byrja að stunda íþróttir, hvort sem um ræðir handbolta, körfu- bolta eða fótbolta.“ Barna- og unglingasvið Vals (BUS) lagði nokkrar spurningar fyrir nýjan íþróttafulltrúa Vals, Gunnar Örn Arnarson, sem hóf störf hjá félaginu í haust. Markmiðið er að kynna lauslega nýjan íþróttafulltrúa félagsins og áherslur hans en starfið er ákaflega mikilvægt fyrir starfsemi yngri flokka. Valsblaðið býður Gunnar velkominn til starfa hjá félaginu og óskar honum góðs gengis í mikilvægu og erilsömu starfi. Hver er maðurinn, bakgrunnur, mennt­ un og fyrri störf? „Ég er fæddur og uppalinn á Hellissandi sem er einn af veðursælustu stöðum á landinu, þó víðar væri leitað (er þessu blaði ekki örugglega dreift í Ólafsvík?). Flutti suður rétt eftir aldamót til að ganga í menntaskóla og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 2004. Hóf síðan nám við Háskóla Íslands 2007 og lauk grunnnámi í stjórnmálafræði og framhaldsnámi í opinberri stjórnsýslu í kjölfarið. Samhliða námi hef ég tekið ýmsa hluti að mér og spannar ferilskráin vítt svið, allt frá því selja málningu í að vera að- stoðarmatsveinn á grænlenskum frysti- togara (ævintýraþráin – maður lifandi). Lengst af hef ég þó starfað innan íþrótta- hreyfingarinnar þar sem ég gegndi stöðu framkvæmdastjóra Ungmennafélags Vík- ings í Ólafsvík til fjölda ára, fyrst í sum- arvinnu en síðan í fullu starfi 2012– 2014. Samhliða því hafði ég yfirumsjón með Snæfellsnessamstarfinu í knatt- spyrnu sem er samstarf allra ungmenna- félaga á Snæfellsnesi.“ Hverjar eru helstu áskoranir í Val? „Tvímælalaust að viðhalda því öfluga starfi sem fyrir er hér á Hlíðarenda en jafnframt stuðla að framþróun í þeim greinum sem hér eru stundaðar. Við vilj- um að iðkendur okkar fái framúrskarandi þjálfun við bestu mögulegu aðstæður. Það hafa nú þegar verið tekin mikilvæg skref í því sambandi t.d. með lagningu nýs gervigrass á aðalvöll félagsins sem mun bæta vetraraðstöðuna til muna. Það er eins með Val og önnur íþrótta- félög að þau byggjast upp á fólkinu í kringum þau. Á þessum fyrstu vikum í starfi hefur mér fundist áberandi hversu sterkur félagsandi er hér á Hlíðarenda og augljóslega margir sem bera hag félags- ins fyrir brjósti. Það er því ekki síðri áskorun að fjölga iðkendum (Völsurum) og það sem meira er, viðhalda þeim.“ Hver er þín framtíðarsýn fyrir yngri flokka Vals? Það er gaman í Val og hér ríkir góður andi Gunnar Örn Arnarson nýráðinn íþróttafulltrúi Vals tekinn tali Gunnar Örn Arnarson nýr íþróttafulltrúi Vals á herrakvöldinu í haust ásamt Viðari Bjarnasyni fyrrverandi íþróttafulltrúa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.