Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 90
90 Valsblaðið 2015
Starfið er margt
eftir frækinn bikarsigur gegn KR, það
var að litlu nema stoltinu að keppa.
Lokaleikur Íslandsmótins hjá Val var
sögulegur, sá fyrsti á gervigrasi og
hreinn úrslitaleikur við Stjörnumenn um
lokasæti í Íslandsmótinu. Niðurstaðan
tap og fimmta sæti staðreynd 3. árið í
röð.
Knattspyrnusumarið 2015 var að mörgu
leyti mjög jákvætt fyrir Valsara. Stór titill
vannst, margir leikmenn bættu sinn leik
og spiluðu afbragðsvel. Almennt var gam-
an að mæta á leiki liðins. Ólafur og Sigur-
björn stjórna liðinu nú á sínu öðru tímabili
og verður afar fróðlegt að sjá hvernig lið-
ið byggir ofan á þann árangur sem náðist
á liðnu tímabili.
Valsmenn halda til Evrópu sumarið
2016 og það eftir átta ára fjarveru. Síðast
mætti liðið Bate Borisov 2008 og féll út
0-3 samanlagt. Fróðlegt verður að sjá
Evrópuævintýri á Valsvellinum á kom-
andi sumri.
4. nóvember 2015
Ragnar Vignir
Það voru sannarlega háar hæðir, og lágar
lægðir hjá meistarflokki karla þetta sum-
arið. Sem betur fer kom „sjokkið“ strax í
fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þegar
Leiknismenn léku Valsara afar grátt, væg-
ast sagt. Toppurinn, Valur vinnur KR afar
sannfærandi í fjölsóttasta bikarúrslitaleik
seinni ára, frekari lýsing óþörf … Valsarar
muna þennan dag mjög vel.
Danskur varnarmaður, Thomas
Christiansen kom eftir Leiknisleikinn,
áhrif þess danska á Valsliðið og stuðn-
ingsmenn eru eftirminnileg, Thomas
breytti leik liðsins til hins betra enda
einn besti erlendi leikmaður Íslandsmóts-
ins þetta árið.
Valsmenn glöddu stuðningsmenn á
heimavelli með góðum sigrum gegn FH,
KR og ekki síst Stjörnunni fyrri hluta
sumarsins og voru í toppbaráttu deildar-
innar vel frameftir mótinu. Eftir fyrri
hluta mótsins voru margir leikmanna
liðsins ofarlega í einkunnagjöfum fjöl-
miðla og liðið vakti athygli fyrir
skemmtilega spilamennsku. Það hafði
sjaldan verið jafn skemmtilegt að fara á
Valsleiki. Valsmenn fluttu sig af Voda-
fonevellinum og niður á Laugardalsvöll
um miðjan ágúst vegna sögulegra fram-
kvæmda. Valur skyldi spila á gervigrasi
frá og með lokaleik Íslandsmótsins 2015.
Bikarmeistarar
Borgunarbikarinn fór vel í Valsara, góður
sigur úti gegn Víkingum tryggði sæti í
undanúrslitum þar sem fornir fjendur frá
Akureyri biðu. Það þurfti dramatíska
vítaspyrnukeppni til að tryggja sæti í úr-
slitaleiknum gegn KR sem seint gleym-
ist …
Valsmenn bikarmeistarar í knattspyrnu
– sæti í Evrópukeppninni tryggt og þar
með eitt aðalmarkmið sumarsins.
Sumarið að mörgu leyti jákvætt
Thomas Christiansen yfirgaf liðið og það
sást bersýnilega síðasta þriðjungi móts-
ins að hans var saknað í vörn liðsins. Það
sást óneitanlega á spilamennsku liðsins
að mikilli pressu var létt af Valsliðinu
Bikarsigurinn gegn
KR toppaði allt
Pistill af samskiptamiðlum Vals