Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 98

Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 98
98 Valsblaðið 2015 Upphaflega voru Fálkar eingöngu skip- aður feðrum krakka í yngri flokkum Vals en undanfarin ár hafa fleiri bæst í hóp- inn. Allir karlar áhugasamir um barna- og unglingastarfið og framgang þess eru hvattir til að sækja um og starfa með okkur. Fálkar funda reglulega yfir vetur- inn og starfa að ýmsum verkefnum til að safna fé til styrktar barna- og unglinga- starfi og einnig við ýmis verkefni fyrir félagið beint. Hefð hefur myndast fyrir því að á þessum vettvangi sé gerð stutt- lega grein fyrir starfi liðins árs. Virkni sjálfboðaliða mikilvæg Fyrsti fundur ársins 2015 hjá Fálkum var haldinn 8. janúar. Á þeim fundi voru óvenjumargir nýir Fálkar teknir inn í fé- lagsskapinn sem var gleðilegt. Á fundinn mætti formaður Valkyrja sem segja má að sé systurfélag Fálka og kynnti starfsemi þeirra og hugmyndafræði. Valkyrjur leggja megin áherslu á að gera konur sýnilegri í starfsemi Vals en þær sinna einnig margvíslegum sjálfboðaliðastörf- um fyrir félagið. Á sama fundi kom Ósk- ar Dýrmundur hverfisstjóri Breiðholts og kynnti fyrir okkur verkefni sem hefur það að markmið að samhæfa stofnanir og fé- lög í hverfum borgarinnar. Að mati Ósk- ars er stærsta verkefnið í dag, að fást við það að virkni barna er að minnka. Til að vinna gegn því er hafið samstarf ýmissa stofnana og íþróttafélaga eins og ÍR og Leiknis. Lykilhugtök eru heilsueflandi samfélag, virkni sjálfboðaliða og að færa valdið til fólksins. Miklar umræður sköp- uðust um erindi Óskars, allt frá gagnrýni á að íþróttafélög fá ekki lengur að kynna starf sitt í skólum yfir í ýmsar hugleiðing- ar um hvernig Hlíðarendi getur orðið miðpunktur og miðstöð fyrir sitt hverfi. Gríðarlega vel heppnuð flösku- og dósasöfnun Helgina eftir þennan fyrsta fund ársins brast á með einu stærsta verkefni Fálka ár hvert en það er utanumhald með risa flösku- og jólatrjásöfnun krakkanna í Val. Skipulagning hafði staðið yfir síðan fyrir jól og heppnaðist því sjálfur söfnun- ardagurinn gríðarlega vel. Á aðra milljón safnaðist og dreifðist á þátttakendur að frádregnum smávægilegum kostnaði. Fálkar eru gríðarlega stoltir af þessu verkefni sem hefur tekist svo vel nú mörg ár í röð. Gámaþjónustan tekur á móti jólatrjám krökkunum að kostnaðar- lausu, Hlaðbær-Colas hefur séð um að flytja þau og GG-lagnir hafa lagt til mannskap, tíma og bíla við að sækja búnað og flytja flöskur í endurvinnslu. Þessum fyrirtækjum þökkum við stuðn- inginn. Þorrablót og aðalfundur og styrkveitingar til verkefna hjá Val Þann 6. febrúar var haldið þorrablót Fálka ásamt því að aðalfundur félagsins var haldinn samhliða samkvæmt venju. Á fundinum kom fram að Fálkar ráðstöf- uðu 3 milljónum kr. á árinu 2014 til verkefna hjá Val og beint til iðkenda til að styrkja keppnisferðir. Þetta er fé úr söfnunum og vinnu Fálka ásamt því sem krakkarnir safna dósum og jólatrjám og Fálkar ráðstafa til þeirra. Stjórn félagsins var endurkjörin óbreytt á þessum fundi og skipað í vinnuhópa. Á marsfundi var brugðið út af vanan- um og haldið í vísindaferð að þessu sinni Félagsstarf Fjölbreytt Fálkaár 2015 Fálkar eru stuðningsmenn Vals sem starfa fyrir Val með áherslu á barna- og unglingastarfið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.