Valsblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 102
102 Valsblaðið 2015
Starfið er margt
Árið sem er að líða hefur að venju verið
viðburðaríkt hjá handknattleiksdeild
Vals. Yngri flokka starf deildarinnar er
með miklum blóma og margir titlar skil-
uðu sér í hús á árinu á þeim vettvangi.
Meistaraflokkslið félagsins stóðu sig
með miklum sóma en þó fór það svo að í
fyrsta skipti frá árinu 2006 skilaði sér
enginn Íslands- eða bikarmeistaratitill á
Hlíðarenda. Það er hins vegar öllum ljóst
sem þekkja til starfsemi deildarinnar að
staðan er góð og framtíðin björt.
Meistaraflokkur kvenna
Tímabilið 2014–2015 markaði ákveðin
tímamót hjá meistaraflokki kvenna. Eftir
ótrúlega fimm ára sigurgöngu þar sem 7
stórir titlar unnust urðu miklar breytingar
á liðinu. Leggja þurfti í mikla vinnu við
að brúa það bil sem myndaðist við brott-
hvarf margra af bestu kvennaleikmönn-
um Íslands hin síðari ár. Óskar Bjarni
Óskarsson tók að sér þjálfun liðsins og
fékk með sér Kristínu Guðmundsdóttur,
sem auk þess að draga vagninn inni á
vellinum tók að sér hlutverk aðstoðar-
þjálfara. Sigurlaug Rúnarsdóttir, Berg-
lind Íris Hansdóttir og Íris Ásta Péturs-
dóttir mynduðu ásamt Kristínu kjarna
reyndari leikmanna. Fengnir voru tveir
leikmenn frá Svartfjallalandi sem spiluðu
fyrri hluta tímabilsins auk þess sem Að-
alheiður Hreinsdóttir sneri aftur í liðið
um áramót. Þar fyrir utan fengu yngri
leikmenn tækifæri á stóru hlutverki í
meistaraflokki.
Þannig fór að liðið efldist þegar leið á
tímabilið og náði í raun mun lengra en
nokkur þorði að vona fyrir tímabilið. Í
Coca cola bikarnum unnu stelpurnar
Staðan góð í
handboltanum hjá Val
og framtíðin björt
Ársskýrsla handknattleiksdeildar 2015
Meistaraflokkur karla í handknattleik 2015–2016. Efri röð frá vinstri: Stefán Karlsson formaður, Óskar Bjarni Óskarsson aðal-
þjálfari, Vignir Stefánsson, Alexander Örn Júlíusson, Gunnar Harðarson, Orri Freyr Gíslason, Bjarni Ó Valdimarsson, Daníel Þór
Ingason, Ýmir Örn Gíslason, Guðmundur Hólmar Helgason, Atli Már Báruson, Markús Björnsson, Rökkvi Steinn Finnsson, Heimir
Ríkarðsson aðstoðarþjálfari, Maksim Akbachev aðstoðarþjálfari. Neðri röð frá vinstri: Sturla Magnússon, Geir Guðmundsson,
Hlynur Morthens, Ingvar Ingvarsson, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Sveinn Aron Sveinsson, Helgi Karl Guðjónsson. Á myndina vantar
Elvar Friðriksson, Ólaf Stefánsson, Ómar Inga Magnússon, Sigurvin Jarl Ármannsson, Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfara og Guðna
Jónsson liðsstjóra