Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 117

Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 117
Valsblaðið 2015 117 Framtíðarfólk Sveinn hefur æft fótbolta síðan hann var 4 ára og hefur því æft fótbolta í 12 ár og alltaf verið í Val. Hann var á leikskóla í Valshverfinu og telur að það hafi ekki komið annað til greina hjá sér en að fara í Val með vinunum og svo einnig var frændi hans að æfa körfu í Val. Hvers vegna fótbolti? „Fótbolti er bara skemmtilegasta íþrótt sem til er en ætli pabbi hafi ekki haft mikil áhrif á það að ég byrjaði í fótbolta, mikill áhugi á fót- bolta hjá föður mínum. Ég æfði hand- bolta, fyrst reyndar í öðru félagi en svo auðvitað með Val.“ Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hafa fengið Friðriksbikarinn? „Þetta er mér mikil heiður, þetta er bikar sem er aðeins afhentur þeim sem hafa sýnt mestan andlegan þroska og verið til fyrir myndar innan vallar sem utan og að vera metinn með þessa eiginleika er mik- ill heiður sem ég er mjög þakklátur fyrir. Tilfinningin er góð, þetta er stór farand- bikar sem maður fær að vera með í eitt ár og það er bara gaman.“ Hvernig gekk ykkur á þessu ári? „Okkur í 3. flokki gekk bara ágætlega á þessu ári, tókum þátt í Reykjavíkur- mótinu sem reyndar fór illa en var lær- dómsríkt svo þegar Íslandsmótið byrjaði þá fór okkur að ganga betur og vorum við að berjast um það að komast upp um deild og réðst það ekki fyrr en á loka- sprettinum og því miður tókst okkur ekki að komast upp. Flokkurinn tók einnig þátt á Rey Cup en ég var ekki með á því móti þar sem ég var að keppa með 2. flokki á sama tíma. Hópurinn núna í 2. flokki er bara góður og stemningin líka bara góð.“ Hvernig eru þjálfarar þínir? „Þjálfar- arnir mínir eru góðir, hafa mikinn metn- að fyrir flokknum og vilja að við bætum okkur sem fótboltarmenn. Það sem ein- kennir góðan þjáflara að mínu mati er að hann hafi metnað fyrir verkefninu og áhuga, sé tilbúinn að hlusta á leikmenn og tala við þá um allt sem tengist íþrótt- inni, séu með aga og komi með góðar æfingar sem hjálpa leikmönnunum að bæta sig.“ Hverjar eru fyrirmyndir þínar í fót­ boltanum? „Frank Lampard er maður- inn, super Frank hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og er mikil fyr- irmynd. Frábær miðjumaður og mikill leiðtogi innan sem utan vallar akkúrat leikmaðurinn sem mig hefur alltaf lang- að að vera. Og svo skaðar ekki að hann skoraði og skoraði með Chelsea sem ég að sjálfsögðu held með, Chelsea gæti al- veg notað markahæsta mann liðsins frá upphafi núna, Super Frankie Lampard.“ Hvað þarf til að ná langt í fótbolta eða íþróttum almennt? „Til að ná langt í hverju sem er í lífinu þarf maður að hafa áhuga, metnað og jákvætt hugafar fyrir því sme maður tekur sér fyrir hendur það sama á við um íþróttir. Og í íþróttum þarf líka að hugsa um matarræði og að halda sér í formi og einfaldlega gefa 100% á hverri æfingu og í hverjum leik, einnig gildir mottóið að aukaæfingin skapi meistarann. Hjá mér þarf ég mögu- lega að bæta mataræðið hef alltaf verið frekar mikill matargikkur og matvondur. Þarf að taka mig á í þeim efnum.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar í fótbolta og lífinu almennt? „Framtíðar- draumar mínir eru að komast sem lengst í atvinnumennsku í fótbolta og draumur að spila með landsliðinu og í ensku úr- valsdeildinni. Ég sé mig í atvinnu- mennsku vonandi í ensku úrvalsdeildinni eftir tíu ár að lifa góðu lífi.“ Hver er frægasti Valsarinn í fjölskyld­ unni þinni? „Ætli frægasti Valsarinn sé ekki Sólrún Ástvaldsdóttir frænka mín sem ég þekki samt eiginlega ekki neitt, spilaði og varð Íslandsmeistari með meistaraflokki kvenna í fótbolta. Besti íþróttamaðurinn er líklegast Jón Sigurðs- son sem var valinn körfuboltamaður árs- ins í kringum 1970 og landsliðsmaður til margra ára en ég þekki hann heldur eigin lega ekki neitt því miður.“ Aukaæfingin skapar meistarann Sveinn Jónsson er 16 ára og leikur knatt- spyrnu með 2. flokki og fékk Friðrksbikarinn á uppskeruhátíðinni í haust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.