Valsblaðið - 01.05.2015, Side 126

Valsblaðið - 01.05.2015, Side 126
126 Valsblaðið 2015 vegar nánast eingöngu byggt upp á leik- mönnum sem spila með erlendum liðum og að mínu mati er KSÍ að mörgu leyti í öðrum heimi en meðlimir þess, knatt- spyrnufélögin. En á þessum málum er einnig önnur og enn viðkvæmari hlið og það er hvern- ig nýtast þessir fjármunir íþróttamönnun- um sjálfum? Eru þeir orðnir atvinnu- menn og eða hálfatvinnumenn og knatt- spyrnuiðkunin því einfaldlega þeirra atvinna? Í langflestum tilvikum er það ekki raunin. Þegar á heildina er litið má líkja þessu við skammvinn uppgrip þar sem geta og hæfileiki skapa tekjumögu- leika í skamman tíma. Hluti leikmanna vinnur að markmiðum sínum að komast í atvinnumennsku og annar hópur eru leik- menn sem hafa snúið heim úr atvinnu- mennsku, annaðhvort vel heppnaðri og langvinnri eða misheppnaðri og skamm- vinnri. Knattspyrnuferillinn fer að stærstu leyti saman við mikilvægasta mótunar- og menntunartímabil ævinnar. Á þessu æviskeiði ræðst menntunarstig einstak- lingsins, hann mótast sem sjálfstæður einstaklingur og byggir grunnstoðir undir framtíð sína. Stöðugt auknar peninga- greiðslur hafa haft mikil áhrif á þetta ferli. Fjölmörg dæmi sanna að ungir og efnilegir knattspyrnumenn lifa að stóru leyti á þeim peningum sem knattspyrnu- iðkunin skapar þeim og huga í mun minna mæli en jafningjar þeirra að menntun og starfsframa. Tek þó skýrt fram að á þessu eru margar undantekn- ingar. Stóra spurningin er því hvort þess- ir peningar eru til heilla eða hvort þeir geri einstaklinginn værukæran fyrir þeirri framtíð sem tekur við eftir að knattspyrnuferli líkur? Mörg dæmi eru einnig um annað en hér er nefnt, þ.e. leikmenn sem stunda nám eða hafa eign- ast fjölskyldu og nýta launin til almennr- ar framfærslu. Launagreiðslur í íslenskri knattspyrnu og í fleiri íþróttargreinum eru komnar til að vera enda fylgir sú þró- un alþjóðlegu umhverfi okkar og hefur gert um langa hríð. Það hlýtur hins vegar að vera umhugsunarvert fyrir félag eins og Val og íþróttahreyfinguna í heild að skoða á gagnrýninn hátt þetta umhverfi. Eitt af meginmarkmiðunum í uppeldis- og æskulýðsstarfsemi okkar er að byggja upp og þroska ungt æskufólk. Það hlýtur því að skjóta skökku við að bjóða ungum knattspyrnumönnum upp á þá freistingu að gefa eftir í undirbúningi fyrir lífið fyr- ir þá von að verða einn af örfáum sem ná raunverulega alla leið. kerfi sem KSÍ hefur innleitt að fyrirmynd UFEA Club Licensing sýni og sanni mikilvægi reglna og skipulags í kringum íþróttafélögin. En skýtur þá ekki skökku við að raunverulegt starfsumhverfi félag- anna sé með þeim hætti sem hér er lýst? Þurfa félögin með milligöngu KSÍ ekki að koma saman og ræða fjármálalega umgjörð sína af hreinskilni og á opinská- an hátt? Svör við þessum spurningum eru ekki einföld og örugglega töluverður ágreiningur um hvort og þá hvernig skuli bregðast við. Að stinga höfðinu í sandinn og afneita vandamálinu er hins vegar örugglega versta leiðin. Vondir peningar Umfjöllun um launagreiðslur í íslenskri knattspyrnu er viðkvæmt málefni og má líkja við heita kartöflu sem enginn vill halda á. Á meðan launagreiðslur í lönd- unum umhverfis okkur verða stöðugt gegnsærri er leyndin enn jafn mikil og viðkvæm hér á landi. Ég tel eina megin ástæðuna vera hversu veikur fjárhagslegi grundvöllurinn á bak við þær er. Á með- an tekjugrundvöllurinn er jafn veikur og hér er lýst að framan er ekki von til þess að knattspyrnufélögin vaxi og dafni á sama hátt og knattspyrnan er að gera í heild sinni. Nú spyr kannski einhver; en hvað með landsliðið, er það er ekki að gera frábæra hluti? Jú vissulega og af því erum við öll stolt. Landsliðið er hins komst í 3ju umferð í fyrstu þátttöku liðs- ins í Evrópukeppni og árangur Víkings sem á sama ári komust í Evrópukeppni og seldi uppalinn leikmann fyrir álitlega fjárhæð. Árangur sem þessi skapar veru- legar tekjur en oft vill gleymast að hann kallar einnig á stóraukin útgjöld í formi ferðakostnaðar, bónusgreiðslna til leik- manna og þjálfara og loks launaþrýstings því allir vilja hluta í gullkálfinum. Stóru erfiðleikarnir eru aftur á móti þeir að hér er ekki á vísan að róa og allir þeir sem þekkja til reksturs vita að það kann ekki góðri lukku að stýra að byggja á jafn ótryggum tekjum og hér er augljóslega um að tefla. Hvorki Vikingur né Stjarnan tryggðu sér þátttökurétt í Evrópukeppni á sl. tímabili. En hvað er til ráða eða þarf ekki að grípa til neinna aðgerða? Starfa knatt- spyrnufélögin á frjálsum markaði og eiga að vera ábyrg fyrir rekstri sínum og um- gjörð? Ég tel að umfangsmikið leyfis- Tekjuhæstu leikmenn í ensku úrvalsdeildinni 1. Wayne Rooney – Man. United 250.000 sterlingspund á viku (47 millj. kr.) 2,5 millj- arðar kr. á ári. 2. YaYa Toure – Man. City 240.000 sterlingspund á viku (45 millj. kr.) 2,36 milljarðar kr. á ári. 3. Sergio Aguero – Man. City 225.000 sterlingspund á viku (42 millj. kr.) 2,22 milljarð- ar kr. á ári. 4. Robin Van Persie – Man. United 225.000 sterlingspund á viku (42 millj. kr.) 2,22 milljarðar kr. á ári. 5. Luis Suarez – Liverpool 220.000 sterlingspund á viku (41,5 millj. kr.) 2,15 milljarð- ar kr. á ári. 6. Eden Hazard – Chelsea 185.000 sterlingspund á viku (35 millj. kr.) 1,82 milljarðar kr. á ári. 7. Mesut Özil – Arsenal 180.000 sterlingspund á viku (34 millj. kr.) 1,77 milljarðar kr. á ári. 8. Fernardo Torres – Chelsea 175.000 sterlingspund á viku (33 millj. kr.) 1,7 milljarðar kr. á ári. 9. John Terry – Chelsea 175.000 sterlingspund á viku (33 millj. kr.) 1,7 milljarðar kr. á ári. 10. David Silva – Man. City 160.000 sterlingspund á viku (30 millj. kr.) 1,56 milljarðar kr. á ári. Þurfa félögin með milligöngu KSÍ ekki að koma saman og ræða fjármálalega umgjörð sína af hreinskilni og á opinskáan hátt?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.