Valsblaðið - 01.05.2015, Page 127

Valsblaðið - 01.05.2015, Page 127
Valsblaðið 2015 127 Starfið er margtUngir Valsarar Nám: Eðlisfræðibraut í Verzló. Kærasti: Nei. Hvað ætlar þú að verða: Góð amma. Af hverju Valur? Ég og Snædís, vin- kona mín, byrjuðum að leika okkur úti í fótbolta þegar við vorum mjög ungar að árum, svo vorum sendar á æfingu hjá Val þegar við vorum líklega 5 og 6 ára. Ég kem líka úr mikilli Valsfjölskyldu. Uppeldisfélag í fótbolta: Valur. Frægur Valsari í fjölskyldunni: Flestir alvöru Valsarar kannast við móður mína, Guðrúnu Sæmundsdóttur. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í fótboltanum: Ég hef fengið ótrúlegan stuðning frá foreldrum mínum í gegnum tíðina. Þau skutla mér á æfingar og mæta á flest alla leiki, segja mér hvað ég get gert betur í leikjum og svo styðja þau mig eins og klettur þegar ég lendi í mót- læti. Mér finnst mjög mikilvægt að fá góðan stuðning frá foreldrum, sérstak- lega þegar illa gengur. Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl­ skyldunni: Ég. Af hverju fótbolti: Ég hef æft fjölmarg- ar íþróttir og hefði alveg getað hugsað mér að leggja eitthvað annað fyrir mig. Fyrir tvemur árum síðan þurfti ég eigin- lega að velja á milli íþróttagreina og mér fannst fótbolti einfaldlega lang skemmti- legastur, og líka besti félagsskapurinn. Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum: Nokkrir sigrar á Andrésar andarleikunum á gönguskíðum, verðlaun í frjálsum íþróttum og 2. sæti í B-flokki á Íslands- mótinu í badminton. Eftirminnilegast úr boltanum: Þegar ég var í 5. flokki unnum við hæfileika- keppnina á Pæjumótinu í Vestmannaeyj- um, með frábærum rödduðum flutningi á maístjörnunni og brakedans. Ég myndi segja að þetta sé hápunkturinn á mínu ferli, þar sem ég hef nú ekki unnnið marga titla. Ein setning eftir síðasta tímabil: Mjög erfitt en lærdómsríkt. Markmið fyrir næsta tímabil: Að gera mitt besta. Besti stuðningsmaðurinn: Ég á þrjár yngri systur sem eru frekar góðir stuðn- ingsmenn. Þær mæta á flest alla leiki og láta oft í sér heyra. Mig dreymir um að spila með þeim öllum einn daginn í meistaraflokki Vals. Erfiðustu mótherjarnir: Kormákur á Hvammstanga. Eftirminnilegasti þjálfarinn: Þór Hin- riks. Athyglisverðasti leikmaður í meistara­ flokki kvenna hjá Val: Margrét Lára. Athyglisverðasti leikmaður í meistara­ flokki karla hjá Val: Ingvar Kale. Fleygustu orð: Skaltu það muna, vesæll maður, meðan þú lifir að kona hefur bar- ið þig (Laxdæla). Mottó: Það sem drepur þig ekki styrkir þig. Við hvaða aðstæður líður þér best: Lengst uppi í fjöllum í útlöndum með fjölskyldunni á skíðum, það er bara ekkert sem getur toppar það. Svo skemmir ekki fyrir ef að sólin lætur sjá sig og maður kemur heltanaður heim um miðjan vetur. Fyrirmynd þín í fótbolta: Ég hef alltaf litið mjög mikið upp til móður minnar. Hún afrekaði mjög margt á sínum ferli. Mér er sagt að hún hafi verið grjótharður leikmaður sem vældi ekki yfir neinu og lét ekkert stoppa sig. Hún spilaði með meistaraflokki Vals í mörg ár, og vann fjöldan allan af titlum, m.a. hefur enginn unnið fleiri bikarmeistaratitla en hún. Ég lít upp til allra leikmanna sem gefast aldrei upp og sýna auðmýkt utan vallar en eru grjótharðir inni á vellinum. Ég hef alltaf litið upp til Katrínar Jóns, Mar- grétar Láru, Dóru Maríu og hinnar jap- önsku Homare Sawa. Draumur um atvinnumennsku í fót­ bolta: Þegar ég var ung og vitlaus þá dreymdi mig alltaf um að verða atvinnu- maður í fótbolta og lifa bara á því. Núna er ég hins vegar komin með örlítið meira vit í kollinn og veit það að konur verða líka að mennta sig og vinna. En mig dreymir ennþá um að spila fyrir eitthvað gott lið úti í heimi. Landsliðsdraumar þínir: Þeir eru svo sannarlega til staðar og hafa alltaf verið. Það er ástæðan fyrir því að ég er í þessu. Hvað einkennir góðan þjálfara: Skemmtilegur, hreinskilinn, raunsær og tengist leikmönnum vel. Besti söngvari: Adele. Besta hljómsveit: Írafár. Besta bíómynd: Bend it like Beckham. Besta bók: Korkusaga og loforðið. Besta lag: We are young með Janelle Monáe. Uppáhaldsvefsíðan: Valur.is Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Arsenal. Uppáhalds erlenda fótboltafélagið: Ba- yern München. Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd­ ir þú gera: Byggja þrjár gervigrashallir, setja spa og sundlaug inn í Valsheimilið og fara árlega í mánuð í æfingarferð til Spánar með öllum iðkendum. Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar­ enda: Ég er einhvern vegin þannig að mér líður alltaf vel á Hlíðarenda alveg sama hvernig aðstaðan er. Aðstaðan hef- ur batnað mikið með nýjum gervigras- velli, en það má enn gera betur. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu árum: Ég vil sjá menn horfa meira á heildarmyndina, ekki bara það sem er að gerast á þessari stundu. Svo vil ég sjá titla í öllum þremur íþróttagreinunum. Hvernig finnst þér að Valur gæti unnið gegn einelti? Fylgjast með, vera vel vak- andi og taka strax á málum ef grunur er um einelti. Hvernig finnst þér að hægt sé að auka jafnrétti hjá Val milli kynja: Veita báð- um kynjum jafnmikla athygli, vegna þess að bæði stelpurnar og strákarnir leggja sig 100% fram í sinni íþrótt allt árið og eiga skilið að fá jafnmikla athygli. Veita báðum kynjum jafnmikla athygli Málfríður Anna Eiríksdóttir er 18 ára og leikur knattspyrnu með 2. flokki og meistaraflokki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.