Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 12

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 12
10 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 framlög til háskólastigsins myndu lækka á næstu árum vegna samdráttar í tekjum ríkisins (Menntamálaráðuneytið 2009b). Umfang háskólastigsins hefur vaxið mikið á síðustu tíu árum og nú verður að draga saman seglin. Það verður að telja líklegt að umfang þess aukist enn á næstu árum en framlög til þess minnki. Þetta er óheppilegt, svo ekki sé sterkar að orði komist, vegna þess að kostnaður á nemanda í íslenska háskólakerfinu er lægri en á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslunni er lögð áhersla á samvinnu við yfirvöld háskóla við úrvinnslu á þeim tillögum sem þar koma fram en ýmsar þeirra eru gagnlegar og líklegar til að bæta íslenska háskólastigið. Nefna má sem dæmi tillögu um doktorsnámsskóla og um einfaldari og skýrari verkaskiptingu á milli háskólanna. En til að koma þessum tillögum í framkvæmd, og öðrum sem líklegar eru til árangurs, þarf menntamálaráðuneytið að hafa vettvang til að ræða við háskólana og komast að sameiginlegum niðurstöðum sem leiða til aukins samstarfs. Á þessari stundu er ekki vitað hvað nákvæmlega verður gert á næstu mánuðum. Það má telja líklegt að háskólum fækki. Æskilegt er að háskólarnir sjálfir geti stýrt þeirri þróun en ólíklegt verður að telja að það verði af sameiningu nema menntamálaráðuneytið taki þátt í henni og taki af skarið þegar það er nauðsynlegt. Fjárhagsleg staða háskólanna er misjöfn og fyrir suma þeirra er eflaust skynsamlegast að sameinast öðrum háskóla, fyrir aðra horfa málin öðruvísi við. Þetta gæti haft í för með sér að fámennar námsgreinar hyrfu. En þær námsgreinar eru stundum þess eðlis að þekking á því sviði er mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Dæmi um þetta gætu verið íslensk fræði, jarðfræði, orkufræði, haffræði og sjávarlíffræði. Ef þessar námsgreinar, og hugsanlega aðrar sem taldar eru nauðsynlegar, eiga að vera í boði áfram þá verður að taka sérstakt tillit til þeirra í þeim samningum sem menntamálaráðuneytið gerir við háskólana (Börkur Hansen 2005:126-127). En hvað er það sem er mikilvægast að varðveita í starfsemi háskólanna í þeim breytingum sem munu eiga sér stað á næstu árum? Háskólar snúast einkum um tvennt: kennslu og rannsóknir. Lifandi rannsóknir tryggja yfirleitt góða kennslu, þótt ekki sé það einhlítt, og góð kennsla er mikilvægasti þátturinn í að stuðla að menntun þeirra nemenda sem sækja háskólana. Afburða starfsfólk er auðvitað besta tryggingin fyrir því að nemendur fái góða menntun. En það þurfa samt sem áður að vera ýmsir þættir í umgjörð háskólanna sem gera háskólakennurum fært að vinna starf sitt eins vel og kostur er. Það fyrsta sem er ástæða til að nefna er að viðhalda þeirri fjarlægð sem komst á með lögunum 1997 á milli háskóla og stjórnmála. Það þýðir ekki að yfirvöld háskóla og stjórnmálamenn eigi ekki að ræðast skipulega við um málefni háskóla heldur að stjórnmálamenn reyni ekki að þvinga þróun háskóla í áttir sem háskólamenn eru mótfallnir eða beita tilskipunum umfram brýna nauðsyn. Í þeim niðurskurði sem er fyrirsjáanlegur er líklegt að menntamálaráðuneytið verði að beita sér fyrir breytingum á háskólastiginu. Meginreglan í þeim breytingum ætti að vera sú að námskostir nemenda verði ekki þrengdir umfram nauðsyn og þeir háskólar sem eftir standa verði sterkari og lífvænlegri en áður og geti sinnt þörfum íslensks þjóðfélags í rannsóknum og kennslu. Þetta getur til dæmis þýtt að nám verði ekki í boði á jafnmörgum stöðum og áður. Rökin eru einfaldlega þau að fjármunir eru ekki fyrir hendi til að halda því áfram. Annað atriði sem nauðsynlegt er fyrir góða þróun háskólastigsins er akademískt frelsi. Það þýðir að háskólakennararnir sjálfir ákveða hvað þeir fást við í rannsóknum sínum og hvernig þeir byggja upp námskeið sín innan þeirra marka sem deildirnar setja. Það er mikilvægt að það séu deildirnar sem setja markmið námskeiðanna en ekki einhverjir aðrir, innan háskólanna eða utan þeirra. Þessi skoðun útilokar ekki að deildir ráðgist við aðila utan háskólanna um uppbyggingu náms eða að ríkisvaldið setji ákveðna forgangsröð á fé sem fer til rannsókna. Full ástæða getur verið til Pistillinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.