Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 75

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 75
73 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 viðmælenda eða þátttakenda í rannsókn. Með það að leiðarljósi nálgaðist ég gögnin með opnum huga, hlustaði eftir skilgreiningum orða og hvaða merkingu hver einstaklingur lagði í hugtök sem viðmælendur þekkja allir. Beitt var sífelldum samanburði, gögnin lykluð og með öxulkóðun (e. axial coding) náðu hinar smærri einingar lyklunar að mynda heild þar til skýr þemu mynduðust. Þemun voru síðan tengd rannsóknarspurningunum og þá voru aðferðir og markmið viðmælendanna skoðuð sérstak- lega með tilliti til hlutverka- og fagvitundar þeirra. Meðan á sumum viðtölunum stóð kviknuðu nýjar spurningar og vangaveltur sem fengu svigrúm í umfjölluninni á staðnum og styrktu enn frekar hið persónulega sjónarhorn sem kemur fram í viðtölunum. Þar sem ég studdist við hugmyndir Bouij (1998, 2004) voru þau gögn er snúa að sýn kennaranna á sjálfa sig spegluð í líkani hans um hlutverkavitund. niðurstöður Lykilþemu í viðtölunum voru: líðan og starfs- úthald, mótun og menntun, starfshugmyndir, viðhorf til tónlistar og tónlistarkennslu og hlutverka- og fagvitund. Hér á eftir er fjallað um hvert þessara þema. Líðan og starfsúthald - Ytri þættir Viðmælendur voru sammála um að stuðningur skólastjóra við fagið skipti mjög miklu máli og hefði mest að segja um líðan og starf- súthald tónmenntakennarans. Hugsanlega skýrist það af því hversu opinn tímaramminn fyrir listgreinar er í Aðalnámskrá grunnskóla (Menntamálaráðuneytið, 1999, 2007) en einnig því hversu óbundin námskráin er. Það gefur skólastjóra ákveðið frelsi til að nýta tímamagn skólans innan listgreina á mismunandi hátt. Þátttakendur eiga það sameiginlegt að starfa við skóla þar sem mjög vel er búið að þeim. Vinnuaðstaða þeirra er vissulega misjöfn en mótuð eftir þeirra eigin hugmyndum og þörf- um. Jafnframt telja þeir allir að eigið vinnuframlag tengist viðhorfi til greinarinnar innan og utan skólans og ytri aðbúnaði sem þeim býðst. Ásta sagði: „Ég skrifa aldrei á mig aukatíma eða neitt svoleiðis en ég fæ líka ýmislegt annað í staðinn. Það er mikill skilningur og það er aldrei sagt nei ef mig vantar hljóðfæri. Ég gæti ekki hugsað mér að fara að vinna í einhverjum öðrum skóla.“ Þarna kemur greinilega fram að afstaða hennar og vinnusemi gerir það að verkum að henni er skapað það starfsumhverfi sem hún telur sig þurfa. Þetta kom einnig mjög skýrt fram hjá Einari, sem vinnur mikið með unglingum að þeirra eigin útsetningum í tölvum. Hann taldi að skilningur á því að hann fengi að kaupa tækin sem þurfti hefði skipt sköpum fyrir vinnu hans. Markmið og vilji til að vinna eftir ákveðnum aðferðum eða hugmyndafræði í tónmennt nægðu ekki ein og sér heldur réði allur aðbúnaður og skipulag skólans miklu um það hvort og hvernig honum tækist að skila vinnu sinni. Þrátt fyrir stuðning innan skólanna töldu kennararnir sig hins vegar verða vara við nei- kvæð viðhorf og skilningsleysi samfélagsins, jafnvel úr nánasta umhverfi. Hanna, sem er nýkomin aftur til starfa í grunnskóla eftir framhaldsnám erlendis, sagði m.a.: „Fólk hefur spurt mig, af því ég var að koma úr framhaldsnámi, hvurn fjandann ég sé að gera, að lítillækka mig með því að fara inn í grunnskólann, og það er sorglegt.“ Ásta hafði svipaða reynslu af skólastjóra í sínu bæjarfélagi sem gerði það að umræðuefni hversu fáir grunnskólakennarar væru með framhaldsmenntun. Þegar Ásta benti honum á að hún væri einn af þeim var svarið: „Ja, þú ert nú bara þar af því þú fékkst ekki vinnu annars staðar.“ Hún tók fram að þetta hefði verið grín af skólastjórans hálfu og alls ekki í neinu samhengi við störf hennar. Hins vegar er umhugsunarefni hvaða áhrif slíkt „grín“ hefur á sjálfsmynd grunnskólakennara. Áberandi er hversu jákvæðan þátttakendur í rannsókninni telja þann sveigjanleika sem er í leiðbeinandi námskrá í tónmennt og hversu óhræddir og hugmyndaríkir þeir eru við að feta sínar eigin slóðir í skipulagi sínu og kennslu. Þeir vinna allir út frá frumþáttum tónlistar sem skilgreindir eru í aðalnámskrá, en aðferðir Hlutverkavitund og starfsumhverfi farsælla tónmenntakennara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.