Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 153

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 153
151 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Staða lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum kominn til sögu og mikilvægt að styðja hann frá upphafi. Eins og þetta lítur út virðast börnin fyrst læra að lesa og að því loknu fer þeim að leyfast að skilja. Þetta er sennilega ekki svo, og því mikilvægt efni að rannsaka í skólum. Niðurstaða fengist ef rannsókn á kennslu færi fram inni í kennslustundum. Um kennsluaðferðir Kafli um kennsluaðferðir er fremur rýr og nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir því að ótal aðferðir eru til. Margar þeirra byggjast á tengslum hljóðs og stafs. Þær eru oft kallaðar einu nafni hljóðaaðferð (phonics). Fjölmargar útfærslur eru til af henni, enda liggja rætur hennar aftur til 16. aldar í Evrópu. Í textanum eru ýmis heiti á aðferðum við lestrarkennslu, miskunnugleg. Þær hefði þurft að skýra mun betur. Hér er gerð athugasemd við þrjár aðferðir sem nefndar eru. Ein er kennd við Davis og er ætluð fólki með leshömlun en virðist ekki miðuð við almenna lestrarkennslu í bekk. Þá er talað um söguaðferð. Þar er á ferðinni kennsluaðferð eða öllu heldur ákveðin kennslufræði. Sú leið í kennslu hefur aldrei, frá því að hún kom fram á sjónarsviðið, verið flokkuð sem kennsluaðferð í lestri. Sú þriðja er svokölluð Vallaskólaleið sem er kennslukerfi sem einkennist einna helst af hlítarnámi. Hana er vart hægt að kalla lestrarkennsluaðferð, þó svo vissulega sé þar efni sem vel gæti nýst. Þetta, m.a., bendir til þess að þörf sé fyrir markvissa símenntun um lestur og lestrarkennslu. Námskrá Mismunandi afstaða til námskrár og gildis hennar er áhugaverð og efni til skoðunar. Svo virðist sem margir kennarar og skólastjórnendur telji hana veika og lítinn stuðning sé þar að fá. Þetta þyrfti menntamálaráðuneytið að taka til athugunar. Reyndar má sjá að nokkuð skortir á að þróun náms í lestri og ritun sé fylgt í námskránni. Norðurlandaþjóðirnar hafa verið að skoða þessi mál í sínum ranni og það hefur leitt til nýrra námskráa og efnis sem ætlað er kennurum og kennaranemum, auk breytinga á kennaramenntun (Guðmundur B. Kristmundsson, 2007). Nægir þar að nefna mikið verk sem unnið hefur verið í Noregi. Líklega vantar faglegt stuðningsefni við námskrá. Námsmat Í skýrslunni er fróðlegur kafli um námsmat. Þar má vel greina þann skort sem er á tækjum til að nota við mat hér á landi. Þetta er ekki nýtt vandamál og er oft til umræðu í kennaranámi og á símenntunarnámskeiðum. Reyndar hafa starfsmenn Kennaraháskólans, núverandi Menntavísindasviðs, tekið virkan þátt í að semja skimunarpróf handa ungum nemendum og haldið fjölda fræðslufunda þar um (Guðmundur B. Kristmundsson og Þóra Kristinsdóttir, 2001). Þá má nefna gott starf vegna mats á forsendum lestrarnáms hjá leikskólabörnum (Ingibjörg Símonardóttir, 2002). Lesskilningspróf eru vandfundnari en lestrarhluti samræmdra prófa, IEA - rannsóknin, PISA og PIRLS hafa haft óbein áhrif á mat að því er virðist. Nauðsynlegt er að semja matstæki til að meta lesskilning á öllum stigum skólans, en það dugir þó skammt ef þekking á lestrarkennslu á mið- og unglingastigi er í molum. Þróun lestrarnáms Þróun lestrarkennslu kemur skýrt fram í skýrslunni. Þegar lestrarkennslu byrjenda sleppir tekur fátt við. Lestur sem viðfangsefni hverfur smám saman og ekki er hugað að lestrarfærni þegar námsgreinum fjölgar, nema ef um lestrarvanda er að ræða. Þar er líklega einkum fengist við hugtakaforða greinarinnar og heiti hugtaka. Þetta þarf nauðsynlega að rannsaka. Það skal áréttað hér að vönduð kennsla bókmennta eflir skilning og hún ætti að geta nýst við lestur annarra texta. Það er þó afar brýnt að fást við skilning á sem flestum gerðum texta. Þegar lestrarfærni vex fara nemendur að lesa æ flóknari texta og þeim er ætlað að skilja þá. Þarna er komið að því sem skýrsluhöfundar benda réttilega á; að lestur (og ritun) er efni allra námsgreina. Ef til vill má skýra fleira með þessu rofi í þróuninni en gert er í skýrslunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.