Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 20

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 20
18 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 föður, stjúpmóður, stjúpföður eða besta vin um það sem ylli þeim áhyggjum (1: Mjög auðvelt; 4: Mjög erfitt). niðurstöður Í 1. töflu er sýnt algengi eineltis í úrtakinu, sem flokkað er eftir kyni og aldri. Af 11.565 sem tóku afstöðu til spurninga um einelti sögðust 1.020 (8,8%) vera þolendur, gerendur eða hvorutveggja samkvæmt skilgreiningu Solberg og Olweus (2003). Alls tengjast 10,4% drengja einelti en 5,7% stúlkna. Strákar eru líka mun oftar gerendur en stúlkur; 4,4% á móti 1,7%. Sjá má greinilega breytingu á formi eineltisins með hækkuðum aldri. Þannig fækkar þolendum hlutfallslega frá 6. upp í 10. bekk, en gerendum fjölgar. Þegar horft er til þeirra einstaklinga sem oftast verða fyrir einelti kemur í ljós að 139 nemendur (1,2%) segjast vera lagðir í einelti um það bil einu sinni í viku hverri. Strákar eru fleiri í þessum hóp en stelpur; 1,6% (89) á móti 0,9% (50). Sömuleiðis er þetta algengara meðal yngri hópsins, þar sem 1,6% (60) sjöttu bekkinga verða fyrir einelti einu sinni í viku, en 0,6% (23) tíundu bekkinga. Í þeim hóp sem verður fyrir einelti nokkrum sinnum í viku eru 176 einstaklingar (1,6%). Aftur eru strákarnir fleiri, eða 1,9% (108) á móti 1,2% (67) stelpna. Svo títt einelti er tvöfalt algengara meðal sjöttu bekkinga (2,0%, n=74) en tíundu bekkinga (1,0%, n=39). Í 2. töflu er sýnt hlutfall þeirra nemenda sem eiga ekki eða hitta ekki foreldra eða besta vin. Nokkuð afgerandi munur er á þeim sem eru bæði gerendur og þolendur og öðrum þegar horft er til þess hverjir eiga engin samskipti við móður eða föður. Þannig eru 11% þessara barna ekki í neinu sambandi við föður sinn samanborið við 3−5% hinna. Munurinn er ekki síðri þegar horft er til hlutfalls þeirra sem eiga ekki nein samskipti við móður, en það á við um tæp 9% þeirra sem eru bæði þolendur og gerendur eineltis en 1−2% annarra nemenda. Þegar hlutfall þeirra nemenda sem ekki telja sig eiga besta vin er skoðað í 2. töflu kemur einnig fram nokkuð afgerandi munur milli hópanna. Þeir sem verða fyrir einelti eiga mun síður besta vin, hvort heldur sem þeir eru einungis þolendur eða líka gerendur. Þá er ekki síður athyglivert að gerendur eineltis eru í raun líklegastir til að eiga besta vin. Í 3. töflu eru sýnd tengsl eineltis við það hversu auðvelt nemendurnir telja sig eiga með að tala við fjölskyldu og vini. Hafi nemendur á annað borð samskipti við föður virðast þau samskipti lakari meðal nemenda sem eru annaðhvort einungis þolendur eða einungis gerendur eineltis. Það kemur hins vegar nokkuð á óvart að þeir sem bæði eru þolendur og gerendur virðast eiga auðveldustu samskiptin við feður ef þeir eru á annað borð til staðar. Stúlkur mátu samskipti sín við feður almennt lakari en strákar, en það mynstur var jafnt dreift yfir alla eineltishópana. Af 3. töflu má sjá að samskipti við stjúpfeður eru almennt talsvert lakari en samskipti við feður. Meðal þeirra nemenda sem eiga stjúpfeður er gæðum samskipta við þá nokkuð jafnt skipt. Um helmingur þeirra nemenda telur sig eiga mjög erfið eða erfið samskipti við stjúpföður og helmingur á auðveld eða mjög auðveld samskipti. Hins vegar er áhugavert að sjá að þolendur eineltis eru eini hópurinn 2. tafla. Tengsl eineltis við hlutfall nemenda sem eiga ekki eða hitta ekki foreldra eða besta vin Ekkert einelti Þolendur Gerendur Bæði % (n) % (n) % (n) % (n) Á ekki/Hittir ekki Föður 3,2 (268) 3,4 (14) 4,6 (11) 11,0 (9) Móður 1,2 (101) 2,2 (9) 2,1 (5) 8,6 (7) Besta vin 2,4 (196) 12,0 (46) 1,3 (3) 9,3 (7) Ársæll M. Arnarsson og Þóroddur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-5548
Tungumál:
Árgangar:
11
Fjöldi tölublaða/hefta:
11
Skráðar greinar:
73
Gefið út:
2004-2014
Myndað til:
2014
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Júlíus K. Björnsson (2004-2004)
Ragnar F. Ólafsson (2005-2007)
Grétar L. Marinósson (2008-2012)
Sigurlína Davíðsdóttir (2013-2014)
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit um menntarannsóknir (TUM) var gefið út af Félagi um menntarannsóknir (FUM). Það hefur nú verið sameinað Uppeldi og menntun undir nýju heiti Tímaritið uppeldi og menntun.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað: 6. árgangur 2009 (01.01.2009)
https://timarit.is/issue/384733

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. árgangur 2009 (01.01.2009)

Aðgerðir: