Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 58

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 58
56 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 hafa eina bók í hverri grein eða fleiri. Magnús Jónsson nefndi andlega einokun og taldi að afturhaldssamir menn myndu nota stöðu sína til að koma í veg fyrir að bækur með nýjum og djörfum hugsunum yrðu notaðar. Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi fræðslumálastjóri, sagði (Alþingistíðindi C, 1934) að auðvelt væri að segja um það, þar sem tvær eða fleiri bækur væru í einni og sömu námsgrein, hver þeirra væri best. Foreldrar þyldu það illa að þurfa ár eftir ár að kaupa nýjar og nýjar bækur eftir því sem kennarar hefðu vanið sig á að nota. Þeir vildu miklu heldur að notuð væri ein bók í hverju fagi, sem valin væri eins vel og hægt væri, og væri auk þess ódýrari en bækur hefðu verið. Útgáfan var kostuð af námsbókagjaldi á hvert heimili með börn. Heimilt var innan ramma laganna (nr. 82/1936) að bjóða upp á fleiri en eina kennslubók í hverri kennslugrein. Svo var þó sjaldnast, enda var stofnunin lengst af í fjársvelti. Verðbólga fór illa með námsbókagjaldið. Um 1950 nægði það ekki fyrir kostnaði og þá voru einungis endurprentaðar gamlar bækur. Í stærðfræði urðu Reikningsbækur Steingríms Arasonar frá 1928 og Elíasar Bjarnasonar (1927, 1929) fyrir valinu (Loftur Guttormsson, 2008) og náði bók Elíasar Bjarnasonar yfirhöndinni um síðir. Margt gott má um bók Elíasar segja. Hann taldi að hagfelldast væri að kenna börnum eina aðferð við hvert atriði og kenna hana vel. Hér ber að nefna að fjöldi nemenda í bekkjum var miklu meiri en síðar varð og kennsla eflaust þung við þær aðstæður. Sumar aðferðir Elíasar voru teknar upp óskýrðar frá Ólafi Daníelssyni. Engin áhersla var lögð á hugarreikning. Slík stefna hefur vart ýtt undir frumkvæði eða skapandi hugsun kennara og nemenda. Höfuðatriðið var að enginn námsbókahöfundur gat keppt við ókeypis bækur Ríkisútgáfunnar. Hagur Ríkisútgáfunnar var að nokkru bættur með lögum nr. 51/1956 en þau urðu þó ekki til þess að nýjar kennslubækur í reikningi yrðu samdar. Reikningsbók Elíasar Bjarnasonar var eina kennslubókin fyrir 10–13 ára börn sem var í notkun í barnaskólum fram til ársins 1969 er nokkrir bekkir í Reykjavík fengu kennslubækur, kenndar við nýstærðfræði, í tilraunaskyni. Notkun Reikningsbókar Elíasar Bjarnasonar lagðist af um 1980. Ný fræðslulög 1946 og landspróf miðskóla Inntökuprófin í menntaskólana leiddu til þess að dýr einkakennsla blómstraði. Brynjólfur Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, sagði í ræðu 1. desember árið 1944 um skólamálatillögur sem leiddu til fræðslulaganna 1946: „ ... margir unglingar, sem mesta ítroðslu hafa hlotið [eftir aukakennslu, námsskeið, einkatíma og stúderingu í því hvernig eigi að taka próf], hafa að lokum mestar líkur til þess að komast inn fyrir [mennta] skólans dyr. ... margur gáfaður unglingur hefur útilokazt frá framhaldsnámi, sökum aðstöðumunar, sem einkum hefur skapazt af tvennu: fjárskorti og fjarlægð frá skólum. ... Upp af athugunum á þessu hafa sprottið þær skólamálatillögur, sem nú eru fram komnar.“ (Gunnar M. Magnúss, 1946, bls. 12). Fræðslulögunum 1946 var stefnt gegn valdi menntaskólanna til að velja sér nemendur. Það var gert með því að setja upp samræmt landspróf miðskóla sem haldið var um land allt en stytta menntaskólana um tvö ár. Tilgangur landsprófsins var að jafna aðstöðu nemenda og meginmarkmið laganna var að skapa sam- felldan skóla frá upphafi barnafræðslunnar upp í háskóla. Það tókst þótt margt væri smátt í sniðum á nútímamælikvarða. Lögin voru margir bálkar, samþykktir í apríl og maí 1946; lög um menntun kennara raunar 1947. Þegar í upphafi skólaársins 1945–1946, áður en lögin voru samþykkt, virðist hafa verið ákveðið að halda landspróf miðskóla sem inntökupróf í menntaskólana. Hinn 22. janúar 1946, tæpum fjórum mánuðum fyrir próf, var gefin út bráðabirgðareglugerð um landsprófið þar sem sagði að prófað yrði úr námsefni annars bekkjar Menntaskólans í Reykjavík skv. reglugerð frá 1937. Gefnar voru upp blaðsíður í tilteknum námsbókum, í Kristín Bjarnadóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.