Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 13

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 13
11 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 þess að samfélagið fái að hafa áhrif á það sem fram fer innan háskólanna en þau áhrif verða að vera innan ákveðinna marka. Háskólakennarar geta þurft að glíma við tvo óvini akademísks frelsis: yfirgangssamt ríkisvald sem vill ráða sem flestu í eigin stofnunum annars vegar og aðgangsfrekt atvinnulíf sem vill fá sem mest út úr háskólunum hins vegar. Báðir þessir óvinir geta sem hægast eyðilagt háskólana með því að þvinga vilja sínum upp á þá. Mikilvægast af öllu er þó að varðveita háskólana sem gagnrýnið afl í samfélaginu. En hvað er svona merkilegt við það að háskólarnir séu gagnrýnið afl og hvað þýðir það að þeir séu gagnrýnið afl? Í fyrsta lagi er það innbyggt í rannsóknir að þær verða að sæta skoðun jafningja, mati þeirra og gagnrýni. Engin niðurstaða er viðurkennd í vísindum fyrr en aðrir hafa um hana fjallað, grandskoðað hana og reynt hana. Gagnrýni er því nauðsynlegur hluti af rannsóknastarfsemi háskóla. Hið sama á við um kennslu. Í henni eru nemendum kynntar nýjustu kenningar og niðurstöður um viðfangsefnið hverju sinni. Þegar háskóla- kennsla heppnast vel gefst nemendum kostur á að spyrja út í forsendur og rök fyrir því sem kennari setur fram og það er mikilvægt að kennarar leitist við að haga kennslu sinni með þeim hætti að þetta sé mögulegt. Það eru í raun engin vísindi svo afdráttarlaus og örugg að ekki sé ástæða til að vekja athygli nemenda á því að mögulegt kunni að vera að draga sumar forsendur og niðurstöður í efa. Háskólar geta verið gagnrýnið afl með tvennum hætti: þeir geta alið nemendur upp í gagnrýnum hugsunarhætti, leitast við að láta þá temja sér það að fallast ekki á skoðanir fyrr en ljóst sé hver rökin eru fyrir þeim; þeir geta líka verið gagnrýnið afl þegar háskólakennarar leitast við að hafa áhrif á þróun eigin þjóðfélags með því að vekja athygli á öðrum viðhorfum og skoðunum en þeim sem hæst ber hverju sinni. Gagnrýni er ekki trygging fyrir eilífum framförum en hún er sennilega skásta leiðin til að tryggja þokkalegt samfélag og að vitneskja og þekking þróist með eðlilegum hætti. Háskólar eru í raun þær stofnanir sem eiga að efla vitsmunaleg gildi í þjóðfélaginu og leitast við að temja sér „þekkingarfræðilegar dygðir“ eins og Páll Skúlason orðar það (2007:398-399). Gagnrýnin hugsun er uppistaða fræðilegrar hugsunar og hún fellst ekki á neina skoðun eða fullyrðingu „fyrr en hún hefur skilið hvað í henni felst og fundið viðeigandi rök fyrir því að telja hana sanna“ (Páll Skúlason, 2007:403). Gagnrýnin hugsun er dygð og háskólar, og aðrir skólar, eru þeir staðir sem eiga að rækta hana hjá nemendum sínum. Gagnrýnin hugsun er mikilvægari dygð hjá Íslendingum en mörgum öðrum vegna þess að það er nokkuð útbreidd skoðun að við Íslendingar skiljum eigið þjóðfélag, vitum nóg um það og þurfum því ekki rannsóknir á því til að vita hvaða breytingar skynsamlegt er að gera. Kannski er það óhjákvæmilegt að menn trúi þessu um lítil samfélög eins og hið íslenska, það virðist svo freistandi að trúa því að samfélagið sé gegnsætt, auðvelt sé að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar tilteknar aðgerðir hafa. En þetta er því miður ekki svo. Allar aðgerðir hafa beinar og óbeinar afleiðingar. Þær beinu eru ásetningur með aðgerðinni en þær óbeinu eru stundum fyrirsjáanlegar, stundum ekki. Rannsóknir á íslensku samfélagi hafa eflst á síðustu tuttugu árum eða svo en þær eru enn ekki svo öflugar að við getum vonast til að skilja það til einhverrar hlítar á næstu árum. Dæmi um þetta eru rannsóknir á menntakerfinu. Þær hafa eflst en ná samt svo ótrúlega skammt ennþá. Einfaldir hlutir eins og þeir að vita hvað kennarar gera í kennslustofu við kennslu eru af skornum skammti. Ég hef sjálfur rekist á það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að jafnvel hinir upplýstustu menn líta svo á að námskrá veiti upplýsingar um hvað gert sé í skólastofu. Námskrá veitir kannski upplýsingar um hvað á að gera í kennslustofu en hún veitir enga vitneskju um hvað gert er. Ég hef grun um að svipað sé ástatt um vitneskju um aðra þætti íslensks samfélags. Rannsóknir og hlutur þeirra í stefnumótun samfélags okkar þarf að aukast verulega um leið og vandað er til undirbúnings stærstu mála. Háskólar, kreppa og vísindi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.