Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 18

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 18
16 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 tímann á skólagöngu sinni. Hvað veldur því að sum börn verði fyrir miklu og langvinnu einelti er hins vegar ekki ljóst. Smith, Shu og Madsen (2001) telja líklegt að þessi börn falli af einhverjum ástæðum í vítahring lakari bjarghátta (e. coping skills), lélegs sjálfsálits, veikari vinatengsla og aukinnar hættu á einelti. Bjarghættir fórnarlambanna eru háðir bæði ytri og innri þáttum. Til innri þátta teljast til dæmis greind, aldur, kyn og líkamsburðir. Innri þættir geta þannig tengst ýmsum persónueinkennum, en þeir eru oftast á einn eða annan hátt háðir fjölskyldunni, hvort heldur sem er í gegnum erfðir eða atlæti. Léleg samskipti við foreldra kunna að hafa neikvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu barna og auka líkurnar á því að barn verði fyrir einelti (Rigby, 2002). Ytri þættir sem tengjast bjargháttum eru til að mynda vinir og kennarar. Í nýlegri hollenskri rannsókn (Fekkes, Pijperr og Verloove-Vanhorick, 2005) kom í ljós að nær helmingur nemenda sem verður fyrir einelti segir ekki kennurum sínum frá því og í þeim tilfellum sem það var gert gerðu kennararnir í flestum tilfellum ekkert. Rannsóknir hafa sýnt að börn og unglingar sem verða fyrir einelti hafa gjarnan brotna sjálfsmynd og eru oft einangruð og einmana (Nansel, Overpeck, Pille, Ruan, Simons- Morton og Scheidt, 2001; Olweus, 1994). Þeim hættir til að þjást af þunglyndi, kvíða og öðrum andlegum erfiðleikum og eru líklegri en önnur börn til vímuefnaneyslu og sjálfsvígstilrauna (Craig, 1998; Due o.fl., 2005; Molcho, Harel og Lash, 2004; Olweus, 1991). Börnum sem verða fyrir endurteknu einelti líður verr í skóla, þau eru oftar fjarverandi (Rigby og Slee, 1993), skila lakari vinnu (Hugh-Jones og Smith, 1999) og eiga erfiðara með einbeitingu (Sharp, 1995). Í rannsókn Björkquist, Ekman og Lagerspetz (1982) kom fram að þolendur eineltis telja sig bæði heimskari og minna aðlaðandi en önnur börn. Þeim sem leggja aðra í einelti svipar að sumu leyti til fórnarlamba sinna, til dæmis hvað varðar léleg félagsleg tengsl, vanlíðan í skóla og aukna hættu á vímuefnaneyslu (Harel, 1999; Nansel o.fl., 2001; Volk, Craig, Boyce og King, og fél., 2006). Þó er mikilvægt að hafa í huga að hér er um þrjá mismunandi hópa að ræða. Í fyrsta lagi eru þeir sem verða fyrir einelti en beita því ekki. Í öðru lagi eru þeir sem leggja aðra í einelti en verða ekki fyrir slíku sjálfir. Í þriðja lagi er hópur skólanema sem bæði leggja aðra í einelti og verða fyrir slíku sjálfir. Gera þarf skýran greinarmun á félagslegum og sálfræðilegum þáttum sem hafa áhrif á einelti í þessum þremur hópum. Útbreiðsla eineltis meðal ellefu til fimmtán ára nemenda á Íslandi er með því minnsta sem gerist á Vesturlöndum (Currie o.fl., 2008). Af 39 löndum og svæðum sem tóku þátt í alþjóðlegu samanburðarrannsókninni Health Behaviours in School-Aged Children (HBSC, 2009) eru ellefu ára nemendur á Íslandi í 35. sæti en þrettán ára íslenskir nemendur í 37. sæti hvað varðar hlutfall þeirra sem orðið hafa fyrir einelti að minnsta kosti tvisvar á undanförnum mánuðum. Hér á landi verða 7% ellefu ára nemenda og 5% þrettán ára nemenda fyrir einelti en lægst er það hlutfall 4% í báðum aldurshópum í Svíþjóð. Meðal ellefu ára nemenda er hlutfallið hæst 34% í Tyrklandi en í hópi þrettán ára nemenda er Litháen með hæsta hlutfallið eða 29%. Einelti meðal 15 ára nemenda er fátíðast á Íslandi, 3%, en algengast í Búlgaríu, 24%. HBSC-rannsóknin gerir kleift að bera niðurstöður hérlendis saman við sambærilegar upplýsingar frá öðrum þátttökulöndum vegna þess að innihald, hönnun og fyrirlögn spurninga- listanna er staðlað. Markmið þessarar rann- sóknar var að nota gögnin frá HBSC til nákvæmrar greiningar á algengi eineltis meðal drengja og stúlkna í 6., 8. og 10. bekk á Íslandi og að skoða tengsl þess og samskipta við fjölskyldu og vini. Rannsóknir benda til þess að sterk tengsl við foreldra (Olweus, 1993b; Rigby, 1993, 2002) og vini (Boulton og Smith, 1994; Boulton, Trueman, Chau, Whitehand og Amatya, 1999; Hodges, Malone og Perry, 1997) geti dregið úr einelti og neikvæðum afleiðingum þess. Í þessari rannsókn er kafað dýpra í sambandið milli félagslegra tengsla og eineltis með því að taka tillit til þess hvort Ársæll M. Arnarsson og Þóroddur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.