Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 73

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 73
71 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 stöðu kennarans hefur orðið óljós á köflum. Hargreaves (2000) bendir á að í árdaga almennrar menntunar á Vesturlöndum börðust kennarar einir í kennslustofum við að uppfræða nemendur sína með örfáar kennslubækur og aga að vopni. Auknar kröfur eru nú gerðar til kennara. Ásamt því að sinna fræðsluskyldu eiga þeir að kynna nemendum nýjustu tækni, svo sem tölvur og nýjan hugbúnað, auka sjálfstæði þeirra og beita fjölbreyttum kennslu- aðferðum. Þessi vinnubrögð eru í mörgum tilfellum langt frá þeim hugmyndum sem kennararnir höfðu um starf sitt í upphafi kennsluferils síns eða þeim hugmyndum sem þeir höfðu um kennslu frá eigin skólagöngu. Ef tekið er mið af skilgreiningu Ragnhildar velur tónmenntakennari sér frekar hlutverk tónlistarmanns en grunnskólakennara ef honum finnst hann kunna betur til verka á sviði tónlistar en kennslufræða. Hugsanlega setur hann fagið í forgang og telur sig þar geta nýtt starfshæfni sína best. Mótun sjálfsvitundar í gegnum tónlist (e. identities in music) fjallar um það hvernig ungt fólk skilgreinir sig eða mótast út frá menningarlegum og félagslegum þáttum sem tónlistarmenn og hverjir þeir mótunarþættir eru. Einnig er því lýst hvaða aðilar móta einstaklinginn, hvaða áhrif þeir hafa og hver séu hin mismunandi hlutverk eða andlit tónlistarmannsins (Hargreaves, Miell og MacDonald, 2002). Kanadamaðurinn Brian Roberts (2004) bendir á mikilvægi þess að tónlistarkennarar séu sáttir við sjálfsvitund sína sem kennara, að hún byggist á þeirra eigin hugmyndum. Þegar kemur út í grunnskólann eru tón- menntakennarar í senn grunnskólakennarar og tónlistarmenn. Gerðar eru kröfur til þeirra sem sérfræðinga á sviði tónlistar en einnig sem fagfólks í kennslu. Þetta getur valdið togstreitu eða erfiðleikum sumra kennara við að staðsetja sig og fóta sig í starfi. Á kennarinn sem fagmaður aðallega að sinna þeirri hlið tónlistarvitundar sinnar sem snýr að flytjandanum eða tón- skáldinu eða líta fyrst og fremst á sig sem skólamann eða listgreinakennara? Ferlið er vissulega flókið en þó geta þær stofnanir sem koma að menntun tónmenntakennara nýtt sér þær vísbendingar sem rannsóknir þessar veita og gert kennaranámið markvissara með tilliti til starfsumhverfis og fyrri mótunar kennaranemanna. Aðferð Þátttakendur Við val á þátttakendum notaði ég markmiðsúrtak (e. purposive sampling). Samkvæmt íslenskri málhefð er sá farsæll er vegnar vel. Hvað liggur að baki skilgreiningu á farsæld einstaklings er vissulega huglægt og háð sýn og áherslum þess sem metur en einnig því sem viðkomandi leggur til grundvallar mati sínu. Það getur því verið erfitt að nota slíka skilgreiningu ef hún byggist á mati eins einstaklings á öðrum. Ef álit fleiri fer hins vegar saman má segja að það verði nokkurs konar almenn niðurstaða eða skoðun að viðkomandi, í þessu tilviki kennari, standi sig vel í starfi. Viðmælendur í rannsókninni voru því valdir úr hópi tónmenntakennara sem samkennarar, skólastjórar, foreldrar eða nemendur mátu sem góða kennara. Það gátu verið mismunandi þættir sem lágu til grundvallar matinu út frá skilgreiningu þess sem mat enda kennararnir í þessu úrtaki ólíkir innbyrðis og með mismunandi áherslur í starfi, þótt fólk úr umhverfi þeirra sé sammála um að þeir sinni starfi sínu vel. Nöfnum þátttakenda hefur hér verið breytt. Til viðbótar mikilli menntun og góðu starfsgengi í grunnskóla höfðu viðmælendur fjölbreytilega reynslu sem kennarar á mismun- andi skólastigum, leiðbeinendur á námskeiðum og sem kórstjórar eða tónlistarstjórar í leikhúsi svo eitthvað sé talið. Fjórir þeirra komu að gerð tónmenntakafla í Aðalnámskrá grunnskóla sem gefin var úr 1999 og að minnsta kosti einn hefur unnið að endurskoðun námskrár í tónmennt fyrir framhaldsskóla. Um helmingur þeirra hefur verið mjög virkur í stjórnunar- og skipulagsstörfum fyrir tónmenntakennara og tveir hafa gefið út námsefni í tónmennt. Af þessu má vera ljóst að viðmælendur mínir hafa Hlutverkavitund og starfsumhverfi farsælla tónmenntakennara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.