Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 147
Félagsfræði menntunar liggur á mörkum
fræðigreina. Hún er sannarlega eitt af
meginsviðum félagsfræðinnar eins og t.d.
félagsfræði fjölskyldunnar, heilsufélagsfræði,
atvinnulífsfélagsfræði, félagsfræði fjölmiðla
o.s.frv. Jafnframt er félagsfræði menntunar
ein meginstoð menntunarfræða, einkum
uppeldisfræði og kennarafræða. Á svipaðan
hátt og t.d. læknisfræði er byggð á safni
stoðgreina, svo sem efnafræði, líffærafræði,
örverufræði og sálarfræði eru kennarafræði
reist á stoðgreinum eins og menntaheimspeki,
uppeldissálarfræði, skólasögu, siðfræði og
félagsfræði menntunar.
Félagsfræðin mótaðist sem sjálfstæð
fræðigrein á tímamótum nútímavæðingar á 19.
öld, þegar ýmsir hefðbundnir samfélagshættir
á Vesturlöndum voru á hverfanda hveli.
Breytingar í atvinnuháttum og fjölskyldulífi
leiddu m.a. til breytinga á uppeldi og menntun
og gerðu þessar hefðbundnu athafnir smám
saman að nýju samfélagslegu verkefni.
Félagsfræði menntunar er samofin upphafi
félagsfræðinnar sem háskólagreinar og
reyndar liggja styrkustu rætur hennar aftur
til rannsókna Emils Durkheim um aldamótin
1900 á hlutverki menntakerfisins í viðhaldi og
þróun samfélagsins. Félagsfræði menntunar
er byggð á kenningasmíð og aðferðafræði
félagsvísinda, en viðfangsefni eru sótt á svið
uppeldis og menntunar. Það er félagsfræðilegt
viðfangsefni að rannsaka og ræða hvernig
samfélag félagsmótar nýja þegna, viðheldur
formgerð sinni og endurnýjar menningu sína og
félagsgerð. Uppeldi og menntun eru félagslegar
athafnir sem þarfnast stöðugt félagsfræðilegrar
rýni1.
Félagsfræðin á sér ekki langa sögu sem
háskólagrein hér á landi. Kennsla í félagsfræði
sem aðalgrein hófst á námsbraut í almennum
þjóðfélagsfræðum við Háskóla Íslands haustið
1970. Félagsfræði menntunar hefur loðað við
íslenska háskóla í a.m.k. 30 ár, einkum í
menntunarfræðum og kennaramenntun2.
Íslenskir fræðimenn, skólamenn og háskóla-
nemar í menntunarfræðum hafa notað hugtök
Myndarlegt framlag til faglegrar umræðu
Umsögn um Félagsfræði menntunar eftir Gest Guðmundsson
(Útgefandi Skrudda, Reykjavík, 2009).
Sigurjón Mýrdal, mennta- og menningarmálaráðuneytinu
145Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009, 145–147
1 Jóhann Hauksson telur að Guðmundur Finnbogason, sem lagði grunn að íslenskri alþýðumenntun og stofnun
skólakerfis í upphafi 20. aldar hafi verið vel heima í félagsfræðilegri umræðu og jafnvel hallur undir kenningar Chicago-
skólans á sinni tíð (Sjá bls. 31-44 í Íslensk félagsfræði, Háskólaútg. 2004). Guðmundur þýddi m.a. rit J. Rumney: Um
mannfélagsfræði, sem líklega er fyrsta félagsfræðirit gefið út á íslensku (Bókaútg. Menningarsjóðs 1941).
2 Fyrsta dæmið um formlega félagsfræðikennslu í íslenskum háskóla er sennilega í námskeiðum Lofts Guttormssonar
við Kennaraháskóla Íslands veturinn 1967-8 og 1968-9, en þá var stuðst við við bók Peters L. Berger: Inngangur að
félagsfræði, sem Loftur þýddi ásamt Herði Bergmann og Mál og menning gaf út 1968 (Sjá Þórólf Þórlindsson, bls. 73 í
Íslensk félagsfræði, Háskólaútgáfan, 2004). Félagsfræðikennsla í KHÍ beindist öðrum þræði að viðfangsefnum menntunar
og skólastarfs og má því heita að þar hafi verið fengist við félagsfræði menntunar.
Ritdómur