Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 19
17
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
börnin eigi yfirhöfuð besta vin og hversu góð
tengslin eru við þann vin. Með sama hætti
er skoðað hvort börnin eigi að líffræðilegan
föður og líffræðilega móður og hversu góð
tengslin við þau eru. Þá er litið sérstaklega
til stöðu stjúpfjölskyldna og tengsla barna
í slíkum fjölskyldum við stjúpmóður eða
stjúpföður. Gerður er skýr greinarmunur á
því hvort viðkomandi einstaklingar tengist
eineltismálum sem þolendur, gerendur eða
hvorutveggja í senn, en erlendar rannsóknir
benda til þess að síðastnefndi hópurinn kunni
að vera sérstaklega viðkvæmur (Kumpulainen
o.fl., 1998; Nansel o.fl., 2001; Schwartz,
Proctor og Chien, 2001; Wolke, Woods,
Bloomfield og Karstadt, 2001).
Aðferð
Þessi rannsókn er byggð á gögnum sem safnað
var í íslenskum hluta HBSC-rannsóknarinnar
á heilsu og lífskjörum skólabarna. Staðlaðir
spurningalistar voru lagðir fyrir alla nemendur
í sjötta, áttunda og tíunda bekk sem mættir
voru í skólann á fyrirlagnardaginn, í febrúar
2006. Af 13.384 nemendum á Íslandi fengust
svör frá 11.813 eða 88,3% heildarþýðisins.
Reynsla nemenda af einelti var mæld með
eftirfarandi spurningum: „Hversu oft hefur þú
verið lagður/lögð í einelti í skólanum undanfarna
mánuði?“ og „Hversu oft hefur þú tekið þátt í
að leggja annan nemanda í einelti í skólanum á
undanförnum mánuðum?“ Svarmöguleikarnir
voru: 1) „Ég hef ekki verið lagður/lögð í einelti
undanfarna mánuði“ eða „Ég hef ekki lagt
annan nemanda í einelti undanfarna mánuði“,
2) „Það hefur aðeins komið fyrir einu sinni
eða tvisvar“, 3) „2 eða 3 sinnum í mánuði“,
4) „Um það bil einu sinni í viku“ og 5)
„Nokkrum sinnum í viku“. Í samræmi við
réttmætisrannsóknir (Solberg og Olweus,
2003) var svarið „2 eða 3 sinnum í mánuði“
valið sem neðri mörk skilgreiningarinnar á
einelti. Svarendum var síðan skipt í fjóra hópa
eftir svörum sínum: a) Hvorki gerendur né
þolendur (sem hvorki höfðu orðið fyrir einelti
né tekið þátt í að leggja samnemanda í einelti),
b) Einungis þolendur (sem höfðu orðið fyrir
einelti en ekki tekið þátt í að leggja aðra
í einelti), c) Einungis gerendur (sem höfðu
lagt aðra í einelti en ekki orðið fyrir því
sjálfir) og d) Bæði gerendur og þolendur (sem
bæði höfðu orðið fyrir og lagt aðra í einelti).
Þeir 248 nemendur (2,1%) sem ekki svöruðu
spurningum um einelti voru ekki hafðir með í
tölfræðilegri greiningu, þannig að unnið var úr
upplýsingum frá 11. 565 einstaklingum.
Samskipti við foreldra og vini voru metin
með spurningu (King, Wold, Smith og Harel,
1996; Currie Samdal, Boyce og Smith, 2001)
þar sem nemandinn var beðinn um að merkja
við hversu auðvelt væri að tala við móður,
Einelti og samskipti við fjölskyldu og vini meðal 6., 8. og 10. bekkinga
1. tafla. Algengi eineltis meðal 6., 8. og 10. bekkinga á Íslandi, prósentur (fjöldi)
Ekkert einelti Þolendur Gerendur Bæði
% (n) % (n) % (n) % (n)
Heild (N=11.565) 91,2 (10.545) 4,2 (491) 3,6 (422) 0,9 (107)
Strákar (n=5.698) 89,6 (5.103) 4,6 (263) 4,4 (252) 1,4 (80)
6. bekk 89,0 (1.659) 5,9 (110) 3,0 (55) 2,1 (39)
8. bekk 89,1 (1.688) 5,1 (97) 4,6 (87) 1,2 (22)
10. bekk 90,7 (1.720) 2,8 (54) 5,6 (106) 0,9 (17)
Stelpur (n=5.574) 94,3 (5.256) 3,7 (204) 1,7 (95) 0,3 (19)
6. bekk 93,0 (1.659) 5,0 (91) 1,5 (27) 0,5 (10)
8. bekk 94,6 (1.746) 4,2 (77) 1,0 (19) 0,2 (4)
10. bekk 95,4 (1.804) 1,9 (35) 2,5 (47) 0,3 (5)