Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 33

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 33
31 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 svörunum og telur villurnar án þess að trufla nemandann. Hraðflettispilin eru stokkuð eftir hverja umferð svo að röð spurninganna sé ekki alltaf sú sama. Nemandinn æfir sig daglega þar til fyrirfram ákveðnu færnimarki er náð, t.d. 30 réttum svörum á mínútu, en það er breytilegt eftir viðfangsefnum. Rétt og röng svör í hverri umferð eru talin hvor fyrir sig og merkt strax inn á staðlaða hröðunarkortið (Graf og Lindsley, 2002). Aðgreining Þegar lestur er kenndur með beinum fyrir- mælum eru atriði sem algengt er að nemendur rugli saman, t.d. b, d og p, frumkennd hvert í sínu lagi (Engelmann og Carnine, 1991). Önnur leið er að kynna slík atriði samtímis (Markle, 1990) og æfa nemendur strax í að greina á milli þeirra með því að velja eitt, t.d. b, sem telst þá rétta atriðið eða dæmið. Hin atriðin, sem hér væru d og p, væru röng í þessu samhengi eða dæmaleysur (non examples) (Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2007; sjá einnig Johnson og Street, 2004). Hér var fylgt aðferð Markle, að greina að dæmi og dæmaleysur bæði við frumkennslu og í færniæfingum. Reynsla höfundar er að hafi nemandinn ekki þegar lært að greina milli dæma og dæmaleysa í frumkennslunni verður villutíðnin há, jafnvel svo að öll atriðin sem koma fyrir teljast röng. Villur leiðréttar Ef frumkennt er með beinum fyrirmælum má segja að næsta örþrep í námsefninu hefjist þegar nemandinn svarar, segir eða framkvæmir rétt og hiklaust það sem verið er að kenna þá stundina. Kennsla þeirra atriða sem nemendur svara ekki rétt er endurtekin þar til svo verður. Fylgi hnitmiðuð færniþjálfun í kjölfar frumkennslunnar verður villutíðnin að öllu jöfnu strax lág, jafnvel 1–4 villur á einni mínútu. Gangi það ekki eftir er farið yfir efnið með beinum fyrirmælum milli æfingasprettanna í hröðunarnáminu (sjá 2. og 4. mynd). Fljúgandi færni Aðferðirnar bein fyrirmæli (DI) og hnitmiðuð færniþjálfun (PT) eru vel þekktar og hafa þróast í hartnær hálfa öld, sér í lagi og saman (Binder og Watkins, 1990). Bein fyrirmæli eru þaulrannsökuð kennsluaðferð og þykir sýnt að hún beri af öðrum skoðuðum aðferðum sem notaðar eru til að kenna ný þekkingaratriði (Slocum, 2004). Ítarlegar heimildir og raunvís gögn eru einnig til um gagnsemi hnitmiðaðrar færniþjálfunar (sjá t.d. öll hefti Journal of Precision Teaching and Celeration). Reynslan sýnir að þegar henni er beitt með beinum fyrirmælum (DI – PT) fer nemendum mikið og hratt fram, úthald þeirra eykst og ný kunnátta geymist vel (Binder og Watkins, 1990; Desjardings og Slocum, 1993; Fabrizio og Moors, 2003; Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2007). Nemendur þurfa mismikið að æfa sig, og hversu lengi unnið er með tiltekið lykilatriði ræðst af því hvenær hröðunarkortið sýnir að nemandinn hafi náð settum færnimiðum. Flestir kannast væntanlega við töluleg færnimið sem mæld eru með tíðni, eins og í lestri 300 atkvæði á mínútu og vélritun 200 slög á mínútu, en síður í öðrum greinum, og þekkir höfundur enga opinbera staðla um slíkt. Þegar tölulegum viðmiðum, sem byggð eru á uppsafnaðri reynsluþekkingu úr hröðunarnámi, er náð sýnir nemandinn fljúgandi færni í tilteknum námsefnisþrepum og skynjunar- og verkleiðum. Þó geta viðmiðin verið breytileg milli tungumála. Nemandi sem náð hefur slíkri færni að hegðunin er orðin hiklaus, eins og sjálfvirk, man betur en áður það sem hann lærði og getur kallað það fram án umhugsunar, þrátt fyrir hlé sem kann að hafa orðið á náminu. Einnig getur hann þá haldið lengur út í senn við námið. Auk geymdarinnar (e. retention) og úthaldsins (e. endurance) sem þarna vinnst gerir „sjálfvirknin“ nemandanum kleift að beita áunninni leikni sinni, jafnvel við framandi viðfangsefni (e. application) eins og nýjan lestexta, án þess að fipast (e. stability) af utanaðkomandi truflunum. Hjá stúlkunni sem hér verður sagt frá kom þetta fram í því að hún varð fær um að lesa aðra og þyngri texta en hún hafði séð áður, jafnvel í skólanum þar sem margir hlustuðu. Tiltekin kunnátta sem sýnir Nemanda með dyslexíu kennt að lesa með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.