Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 140

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 140
138 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 vellíðunar síðar meir. Gildi hennar [umhyggju] er því ótvírætt.“ Flestar töldu að umhyggja fyrir tilfinninga- og félagsþroska væri mikilvæg. Að umönnun barnsins og umhyggja fyrir því á fyrstu árum þess væri frumforsenda þess að barnið næði að þroskast og læra. Vaka sagði: Umönnunin er alveg gríðarlega mikilvæg í leikskólanum af því að frumforsenda þess að börnunum líði vel hjá okkur er að þau séu tilfinningalega örugg og við veitum þeim öryggi með því að annast þau vel. Undirstaða þess að börnin blómstri og þeim líði vel hjá okkur er að þau fái þessa tilfinningalegu örvun í gegnum umönnunina. Umræða Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar eru þær að umhyggja fyrir hverju barni er samofin öllu starfi leikskólans. Allar stundir í leikskólanum eru jafnmikilvægar og felast í að mæta hverju barni þar sem það er statt, jafnt líkamlega sem vitsmunalega; nefnt var sem dæmi að bleiuskiptastundirnar væru jafnmikilvægar og hópastarfið. Almennt eru stoðir leikskólaskólastarfsins taldar vera – auk leiksins – traust, hlýja og umönnun og umhyggja fyrir barninu. Leikskólakennararnir telja að bros, faðmlag og hlýlegt viðmót sé þáttur í umhyggju sem ekki megi vanmeta. Þetta skipti máli fyrir vellíðan barnsins og ráði miklu um það hvort barnið geti nýtt möguleika sína til fullnustu. Leikskólakennararnir telja að umhyggja felist í því að mynda tengsl og skapa traust og öryggi, að hlusta eftir þörfum og væntingum hvers einasta barns. Umhyggja skiptir máli fyrir félags- og tilfinningaþroska barna svo að þau fái notið möguleika sinna og tækifæra. Þetta er í samræmi við það sem kemur fram hjá flestum þeim fræðimönnum sem hafa skrifað um mikilvægi umhyggju fyrir þroska barnsins. Vert er að benda á að þó að yfirleitt leggi leikskólakennararnir nokkuð upp úr hugtakinu umhyggja gera þær ekki alltaf skýran greinarmun á hugtökunum umhyggja og umönnun. Skilningur þátttakenda á umhyggju samræmist um margt skilgreiningum Sroufe (1995) og Noddings (2003, 2005), það er að umhyggja snúist um samskipti, tengsl og nærveru, og að grunnurinn að tilfinningaþroska einstaklingsins sé lagður á fyrstu æviárum hans. Í því felst að mati þátttakenda að ekki má vanmeta mikilvægi blíðra brosa og hlýrra faðmlaga, því að slíkt skipti máli fyrir vellíðan barnsins og þá um leið færni þess í að nýta sér möguleika sína. Ef einstaklingi líður ekki vel nær hann ekki að nema úr umhverfi sínu það sem það hefur að bjóða. Þetta styður við fyrri rannsóknir sem sýna að hlýja, öryggi, traust og umhyggja sé það sem skipti máli svo að einstaklingurinn nái að þroskast og dafna (Sroufe, 1995; Shore, 1997). Þessi atriði ásamt virðingu fyrir tilfinningum hvers barns, sem þátttakendur lögðu áherslu á að þyrfti að vera til staðar, eru það sem Sigríður Halldórsdóttir (1989) telur einkenna faglega umhyggju. Líkt og Broström (2003) og fleiri telja leikskólakennararnir að umhyggja felist m.a. í viðhorfi leikskólakennarans, sýn hans á börnin og hvernig hann nálgast börnin. Þær telja að sýna beri hverjum og einum virðingu, það sé lykilatriði sem leikskólakennarar þurfi að temja sér. Mikilvægt sé að barnið finni að virðing sé borin fyrir því. Þetta er í samræmi við niðurstöður Sigrúnar Aðalbjarnardóttur (2007). Það sama kemur einnig fram hjá Noddings (2002), en hún telur að allir, jafnt fullorðnir sem börn, þarfnist umhyggju. Noddings (2003) telur að viðhorfið og tengslin við þann sem annast er um hafi áhrif á umhyggjuna. Í viðtölum við þátttakendur kom fram þessi sama afstaða: það er hugsunin og viðhorfið að baki umhyggju sem skiptir máli, það er að leikskólakennari sem ber faglega umhyggju fyrir börnum í sinni umsjá beri jafnframt tilfinningar til þeirra, annist börnin af hlýju og virðingu, jafnvel væntumþykju. Sigrún Aðalbjarnardóttir (2007) bendir á að umhyggja þurfi ekki endilega að fela í sér væntumþykju þótt þetta tvennt fari gjarnan saman. Leikskólakennararnir könnuðust við að hafa haft starfsfólk sem vann vélrænt að því að Sigríður Síta Pétursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.