Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 37

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 37
35 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 eftir skilgreindum skynjunar- og verkleiðum. Stigarnir og þrepin voru hin sömu og lýst er í greininni „Hvernig rættist spáin? Dreng með einhverfu kennt að greina málhljóð og lesa með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun“ (Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2007; sjá einkum töflur bls.76 – 78). Próftextar voru úr heftinu Leikur að lesa. Lestrarkennsla og lestrargreining (Helga Sigurjónsdóttir, 2002b). Sá bútur sem hér kallast 1. texti hefst efst á bls. 27, 2. texti hefst efst á bls. 25, 3. texti hefst rétt við miðju á bls. 27 og 4. texti hefst við miðju á bls. 25. Textarnir stigþyngdust og voru einnig misþungir. Af þeim var 2. texti léttastur og sá 4. þyngstur, þótt einnig megi segja að 1. og 2. texti hafi verið nokkuð léttari en 3. og 4. texti. Stöðukönnun Ása var prófuð í lestri (2. texti) og ritun eftir upplestri og látin gera ýmsar æfingar sem lúta að hljóðgreiningu og rími. Í stuttu máli sagt þekkti hún aðeins í örfáum tilvikum gagnvirkt samband málhljóða og bókstafa og giskaði á hvað stóð. Hún bar ekki samhljóðana f, h, k, p, t, þ fram fráblásna, og í framburði og ritun greindi hún ekki milli hljóðlíkra stafa (k/g, p/b, t/d, f/v, þ/ð). Þá greindi Ása ekki milli einfaldra og tvöfaldra samhljóða, sem í lestrinum birtist með þeim hætti að samhljóði hljómaði alltaf sem væri hann tvöfaldur, þar sem undanfarandi sérhljóði var borinn fram stuttur. Í lestri og ritun bætti hún við stöfum, felldi þá úr, eða raðaði upp á nýtt þannig að ný orð eða merkingarlaus voru lesin og rituð. Ása las óhljóðrétt orð, til dæmis rófa, tafl og höfn eins og þau eru skrifuð. Hún gat ekki rímað né búið til nýtt samsett orð væri henni gefinn fyrri hlutinn, eins og blóm- (blómapottur). Stundum las hún rót orðsins rétt en breytti endingunni eða setti samheiti í stað orðsins í textanum. Ása hjó nokkuð í framburði og bar ekki fram íslenskt r. Auk talgalla virtist vandi hennar dæmigerður fyrir þá sem eru treglæsir og hafa fengið greiningu um alvarlega leshömlun (Engelmann, Hanner og Johnson, 1989; Rósa Eggertsdóttir og Þóra Björk Jónsdóttir, 2006). Umbun og hvatning Í tímunum var Ásu hrósað glaðlega með hvetjandi orðalagi. Í kennslu með beinum fyrirmælum felst munnlegt hrós í hverri umferð svo að framvindan verður sýna – leiða/hrósa – prófa/hrósa, og var þeirri reglu fylgt. Síðan var Ása hvött áfram í öllum hraðaæfingum, fyrst nær stöðugt og síðan óreglulega þannig að lengra leið á milli hvatningarorðanna. Þau voru þó aldrei gefin sjaldnar en við lok hvers æfingarspretts sem varði í 30 eða 60 sekúndur með örfáum undantekningum. Til að staðfesta rétt svar smellti kennarinn einnig með þar til gerðri smellu (e. clicker, tag) (Pryor, 1999) við hvert atriði í munnlegum þjálfunaræfingum sem ekki fólust í lestri á samfelldum texta. Þessu til viðbótar skráði Ása skilmerkilega árangur sinn á hröðunarkort strax eftir hverja æfingu, og þurfti kennarinn aldrei að minna hana á það. Hún fylgdist grannt með tölulegum og myndrænum upplýsingum um eigin framfarir sem birtust sem stefnumiðaðar og brattar hröðunarlínur á kortinu. Í byrjun hvers tíma skoðaði hún kortið og ræddi stöðuna og hvað þyrfti að æfa áfram til að „tosa upp“ þau atriði sem hún hafði ekki þegar náð settu færnimiði í. Að öðru leyti voru áhrif atferlisstjórnunar ekki sérstaklega greind eða skoðuð. Framkvæmd Í kennslunni var fylgt aðferð beinna fyrirmæla með líkaninu sýna – leiða/hrósa – prófa/ hrósa (Engelmann og Carnine, 1991), að því undanskyldu að rásmerki með fingursmellum var ekki gefið sem greinireiti (e. discriminitive stimulus; Sd) um að nú skyldi nemandinn svara6. En með því að segja „tilbúin“ á undan leiða og prófa boðaði kennarinn að nú skyldi svarað strax. Þétt svörun Ásu (í leiða og prófa) fékkst með því að halda föstum og hröðum 6 Rásmerki í beinum fyrirmælum er gefið þegar nemendur eiga að svara allir í kór. Það kemur á undan svarinu. Í aðdraganda þess segir kennarinn „tilbúin(n)“, og síðan gefur hann merkið, t.d. með því að smella fingrum eða slá á lær sér. Merkið er auðkenni eða greinireiti (e. discriminative stimulus = Sd ) um nákvæma tímasetningu á því hvenær nemandinn á að svara eða gera það sem verið er að kenna honum með líkaninu sýna – leiða – prófa. Merkið má gefa með hverju sem er sem sést, heyrist eða finnst. Nemanda með dyslexíu kennt að lesa með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.