Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 126
124
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
2007, bls. 19-27). Mælt er með að kennarar noti
ensku í kennslu að verulegu leyti í 7. og 8. bekk
og að kennslan fari alfarið fram á ensku í 9. og
10. bekk. Aðalnámskráin fjallar sérstaklega um
námsmat og ítrekar nauðsyn þess að mat skuli
vera upplýsandi og hvetjandi fyrir nemendur
og í samræmi við kennslu. Formlegt námsmat
(skrifleg próf) er ekki talið henta fyrir unga
nemendur (1.−5. bekk). Námskráin mælir með
fjölbreyttum matsaðferðum og símati, og að
nemendur læri að meta sig sjálfir.
Niðurstöður rannsóknar á enskukennslu
Niðurstöður um það bil tíu rannsókna sem
hafa skoðað kennslu og námsmatsaðferðir í
enskukennslu á síðasta áratug gefa til kynna
ósamræmi milli markmiða aðalnámskrár og
kennsluhátta í skólum. Þeirri miklu áherslu
sem námskráin leggur á tjáskiptahæfni
nemenda virðist ekki vera nægilega vel
fylgt eftir í kennslu. Í yngri bekkjum (1.−4.)
er mest áhersla lögð á fjölbreytta kennslu
sem höfðar til ungra nemenda en í eldri
bekkjum (5.−10.) eru hefðbundnar kennslu- og
námsmatsaðferðir ríkjandi. Kennarar leggja
mesta áherslu á lestur og hlustun á ensku
og bókmiðaða kennslu, vinnubókavinnu og
málfræðiæfingar. Minni tími fer í að þjálfa
enskt talmál og tjáskipti. Í mörgum tilfellum
er enskan minna notuð í kennslustundum en
gert er ráð fyrir í aðalnámskránni, bæði af
kennurum og nemendum. Námsmat byggist
að mestu á skriflegum prófum í 5.−10. bekk
og lítið hefur miðað í að auka fjölbreytni í
námsmati. Yfir heildina virðist vanta töluvert
upp á að sú heildstæða, nemendamiðaða
kennsla sem leggur áherslu á tjáskiptahæfni
nemenda á ensku sé höfð í fyrirrúmi í íslenskum
grunnskólum.
References
Alderson, J. C. (2000). Assessing reading.
Cambridge: Cambridge University Press.
Arnbjörnsdóttir, B. (2007). English in Iceland:
Second language, foreign language,
or neither? In Birna Arnbjörnsdóttir &
Hafdís Ingvarsdóttir (Eds.), Teaching and
learning English in Iceland. In honour of
Auður Torfadóttir (pp. 51–78). Reykjavík:
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir í
erlendum tungumálum/Háskólaútgáfan.
Auður Hauksdóttir. (2007). Straumar og
stefnur í tungumálakennslu. In Auður
Hauksdóttir & Birna Arnbjörnsdóttir
(Eds.), Mál málanna – Um nám og
kennslu erlendra tungumála (pp.
155–199). Reykjavík: Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttir í erlendum tungumálum/
Háskólaútgáfan.
Auður Torfadóttir. (1999). Þörf fyrir samræmt
mat á munnlegri færni í ensku. In
Helgi Skúli Kjartansson, Hrafnhildur
Ragnarsdóttir, Kristín Indriðadóttir
& Ólafur J. Proppé (Eds.), Steinar
í vörðu (pp. 171–184). Reykjavík:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla
Íslands.
Auður Torfadóttir. (2003). Enskukennsla
í 5. bekk grunnskóla. Reykjavík:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla
Íslands.
Auður Torfadóttir. (2005). Er námsmat í
tungumálum í takt við tímann? Netla
– Veftímarit um uppeldi og menntun.
Retrieved April 1, 2008 from http://netla.
khi.is/greinar/2005/011/prent/index.htm
Auður Torfadóttir, Brynhildur Ragnarsdóttir
& Samúel Lefever. (2006). Enskukunnátta
barna í 4. og 5. bekk grunnskólans:
Hvað kunna þau? Reykjavík:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla
Íslands.
Bachman, L. F. & Palmer, A. S. (1996).
Language testing in practice. Oxford:
Oxford University Press.
Samúel Lefever