Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 56

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 56
54 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 og Steingrím Arason, sem síðar kom út í breyttri útgáfu Steingríms árið 1928, Reikningsbók (1911–1914) eftir Sigurbjörn Á. Gíslason, vin dr. Ólafs Daníelssonar stærðfræðings, og loks má nefna Ólaf Daníelsson sjálfan sem sendi frá sér fyrstu útgáfu Reikningsbókar sinnar árið 1906. Af þessum bókum hefur greinarhöfundur nokkurt dálæti á bókaröð Sigurbjörns sem gjarnan vildi verða stærðfræðingur en átti ekki kost á slíku námi (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, 1964). Hann varð guðfræðingur, kenndi mest- alla sína tíð en tók prestvígslu á efri árum. Reikningsbók hans var í sex litlum heftum og því mun ítarlegri en aðrar bækur en einnig dýrari fyrir þá sök. Í henni virðist meiri sveigjanleiki og meir höfðað til sjálfstæðrar hugsunar en í þeim bókum sem síðar urðu ráðandi í barnafræðslunni. Ólafur Daníelsson bar höfuð yfir alla Íslendinga á sviði stærðfræði á fyrsta þriðjungi tuttugustu aldar. Áhrifa hans gætti lengi þar sem sumar kennslubækur hans voru í notkun fram undir 1980. Ólafur kom heim frá námi í Kaupmannahöfn árið 1904, sótti þá um kennslu við Lærða skólann eftir lát Björns Jenssonar en fékk ekki. Fyrsta útgáfa Reikningsbókar hans birtist árið 1906. Hann varð kennari við Kennaraskólann við stofnun hans árið 1908 og lauk doktorsprófi 1909. Önnur útgáfa Reikningsbókar hans (1914) var sniðin að þörfum kennaranema. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að stofna stærðfræðideild við Hinn almenna menntaskóla í Reykjavík eins og Reykjavíkurskóli hét frá 1904. Eftir baráttu þeirra Þorkels Þorkelssonar, Ólafs Daníelssonar og fleiri manna varð loks af stofnun deildarinnar árið 1919 og var Ólafur þá ráðinn að skólanum sem aðalkennari í stærðfræði. Gerðist hann þá afkastamikill höfundur kennslubóka í stærðfræði, og voru sumar þeirra hinar fyrstu sinnar tegundar á íslensku. Þriðja útgáfa Reikningsbókar Ólafs (1920) var löguð að þörfum nýnema í Menntaskólanum sem þá voru um 14 ára. Átti bókin eftir að hafa áhrif í fimm áratugi. Sama ár kom út kennslubók hans Um flatarmyndir: kenslubók í rúmfræði, síðan Hornafræði árið 1923 og Kenslubók í algebru árið 1927. Var að útgáfu kennslubóka Ólafs mikill fengur og var hún ekkert minna en afrek að dómi Guðmundar Arnlaugssonar, bæði af hálfu höfundar og útgefenda (Guðmundur Arnlaugsson og Sigurður Helgason, 1996). Árið 1927 kom út fyrra hefti Reikningsbókar eftir Elías Bjarnason, sem ætluð var 10–13 ára börnum, en hið síðara árið 1929. Var hún mjög aðlöguð Reikningsbók Ólafs Daníelssonar með samþykki Ólafs. „ ... jeg [hefi] reynt að komast hjá tilfinnanlegu ósamræmi við reikningsbók dr. Ólafs Daníelssonar, sem nú mun mest notuð, þegar barnaskólanámi er lokið ... Jeg þakka dr. Ólafi Daníelssyni ... ýmsar góðar bendingar, sem hafa orðið bókinni til bóta.“ (Elías Bjarnason, 1927, bls. 4). Margar málsgreinar voru teknar beint upp, en annað einfaldað (Sigurbjörg K. Schiöth, 2008). Reikningsbækur eftir Elías Bjarnason (1927 – 1929), Steingrím Arason (1928) og Sigurbjörn Á. Gíslason (1911), fyrstu fjögur heftin, voru löggiltar sem kennslubækur fyrir barnaskóla árið 1929. Jónas frá Hriflu og Menntaskólinn í Reykjavík Þrátt fyrir aldalangt samband Íslands við Danmörku voru fræðslukerfi landanna ólík. Danir höfðu haft skólalöggjöf frá 1814. Á Íslandi var fræðslulöggjöf ekki sett fyrr en 1907 og mælti hún þá einungis fyrir um fasta skóla í þéttbýlinu. Í Danmörku hafði sex eða sjö ára latínuskólunum verið breytt í þriggja ára skóla árið 1903 þegar þeir urðu að menntaskólum en neðri bekkir þeirra að miðskólum. Á Íslandi voru menntaskólar enn sex ára skólar fram yfir lok síðari heimstyrjaldarinnar og inntökupróf í þá voru án tengsla við barnafræðsluna. Ungmenni áttu þó fárra annarra kosta völ á almennri menntun að loknu barnaskólanámi. Í stjórnartíð Jónasar Jónssonar frá Hriflu voru sett lög um fjölmarga héraðsskóla (nr. 37/1929) og gagnfræðaskóla (nr. 48/1930) á fáum árum. Jónas gekkst fyrir stofnun Ungmennaskóla Reykjavíkur, síðar Kristín Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.