Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 61
59
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
Gróska og stöðnun í stærðfræðimenntun 1880–1970
stærðfræðikennslu og þar var vitnað í fundinn
í Royaumont 1959.
Nýja stærðfræðin í barnafræðslunni
Þegar fram liðu stundir urðu til kynslóðir
kennara og foreldra sem aldrei höfðu séð
stærðfræði setta fram á annan hátt en þeir Ólaf-
ur Daníelsson og Elías Bjarnason gerðu og
margir gátu líklega ekki gert sér í hugarlund
aðrar aðferðir eða aðra nálgun. Um miðjan
sjöunda áratuginn hófust á því róttækar
breytingar. Þá voru liðnir tveir áratugir frá
því að inntökupróf í menntaskólana voru felld
niður og bein áhrif menntaskólanna á námsefni
barnafræðslunnar höfðu löngu dvínað en
Ríkisútgáfa námsbóka hafði haldið námsefni
barnaskólanna í sessi og ekki haft frumkvæði
að breytingum.
Hinar alþjóðlegu hugmyndir um breyt-
ingar á stærðfræðikennslu þróuðust frá
því að vera einskorðaðar við undirbúning
undir háskólanám til þess að laga þær að
unglinga- og barnafræðslu. Nýja stærðfræðin
kom inn í barnafræðsluna á Íslandi árið
1966, samhliða tilraunum til breytinga á
landsprófsundirbúningnum. Endurnýjun nám-
sefnisins var upphaflega að frumkvæði fræðslu-
stjórans í Reykjavík en Guðmundur Arnlaugs-
son menntaskólakennari benti á kennslubækur
eftir danska höfundinn Agnete Bundgaard
til þýðingar (Kristinn Gíslason, 1978).
Bækurnar voru samdar á vegum norrænnar
nefndar, NKMM, Nordiska kommittén for
modernisering af matematikundervisningen,
sem skipuð var í framhaldi af fundinum í
Royaumont. Skólarannsóknadeild Mennta-
málaráðuneytisins var síðar falin umsjón með
þróun námsefnis í öllum námsgreinum, þar á
meðal stærðfræði. Hlutverk Ríkisútgáfunnar
varð þá aðeins að sjá um útgáfuna en
frumkvæðið var úr hennar höndum.
Nýja stærðfræðin var í fyrstu vel þegin
nýjung en þegar átti að kenna tíu ára börnum
um mengjaaðgerðir, frumtölur, umraðanir,
reikninga í sætiskerfum með öðrum grunntölum
en 10 og hlutföll sem línuleg föll og rúmfræði
í mengjafræðilegu umhverfi varð mörgum um
og ó. (Sjá t.d. Magnús Sveinsson, 1972). Upp
reis mikil umræða og margir kvörtuðu, en þeir
barnakennarar voru til, og þá sérstaklega þeir
sem höfðu stúdentspróf úr stærðfræðideild,
sem varð þessi stærðfræði fyrir börn nokkur
opinberun. Þeir tóku að semja nýtt námsefni
sem varð eins konar samruni hins gamla og
hins nýja og það entist fram yfir aldamót.
Jarðvegurinn var Skólarannsóknadeildin
sem varð brátt umsvifamikil og fékk mikið
fjármagn til að endurskoða og semja nýtt
námsefni (Kristín Bjarnadóttir, 2006). Var að
því leyti ólíkt komið með henni og Ríkisútgáfu
námsbóka á eftirstríðsárunum, en miklu
munaði einnig um hina faglegu forystu sem
Skólarannsóknadeild veitti en hafði lítil verið
hjá Ríkisútgáfunni.
Umræða
Kennslubækur þeirra Ólafs Daníelssonar og
Elíasar Bjarnasonar voru kenndar áratugum
saman en báðar komu þær fyrst fram á þriðja
áratug tuttugustu aldar. Færa má rök fyrir því
að óheppilegt hafi verið að kenna þær svo lengi.
Dæmi dr. Ólafs voru t.d. snjöll mörg hver en
þau voru barn síns tíma. Telja má bækur Jóns Á.
Gissurarsonar o.fl. af sama toga en dæmin eru
síður eftirminnileg og útskýringar veigalitlar.
Reikningsbækur Kristins og Gunngeirs komu
ekki út fyrr en 1962 og 1963.
Megingallinn við að taka upp bók Elíasar
Bjarnasonar var að ein bók skapar engar
umræður. Vel er hægt að kenna börnum
hefðbundinn reikning þar sem þau hafa meiri
svigrúm til eigin nálgunar, hugkvæmni og
frumkvæðis en gert er í Reikningsbók Elíasar.
Megináherslan var á öryggi og nákvæmni
en skilningur var aukaatriði, ef til vill talinn
sjálfsögð hliðarafurð, komin undir kennara.
Nefna má til dæmis að þeir dr. Ólafur og
Elías kenndu báðir sömu aðferðina við að finna
minnsta samnefnara brota. Aðferðin er óskýrð
og kemur að engu gagni þegar almennar reglur
um minnsta samnefnara algebrubrota eru settar
fram. Dr. Ólafur virðist ekki hafa viljað kynna
frumtölur til sögunnar fyrr en hann hafði
sannað að fjöldi frumþátta í tölu gæti ekki