Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 102

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 102
100 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 ráð fyrir að nemendur þeirra notuðu UST við verkefnagerð, skýrslugerð og kynningar. En í langflestum tilvikum var um að ræða stuðning eða viðbót (sbr. CFP-líkan Twinings, 2002) við inntak og markmið faggreinarinnar, sjaldnast djarfa breytingu á inntaki eða aðferðum. Þó má segja að vinna Símonar með tækni-legó sé undantekning frá þessu. Hugmyndir hans um tölvustýrt líkan af sólkerfinu og nemendur í hlutverki höfunda vefefnis um náttúruvísindi eru einnig athyglisverðar í þessu ljósi. Verklag, vinnubrögð og færni (procedural knowledge) Þegar rannsóknin fór fram var Aðalnámskrá grunnskóla 1999 í fullu gildi með nákvæmum og sundurgreindum áfanga- og þrepamarkmiðum og einnig árvisst lokapróf í náttúrufræði fyrir 10. bekk. Kennarar töldu sig því búa við ákveðna togstreitu vegna kröfu um yfirferð námsefnis annars vegar og vilja hins vegar til að staldra við og gera verklegar æfingar og athuganir með nemendum: „...því miður þá gera samræmdu prófin það að það er ekki hægt að láta þau gera tilraunirnar, sérstaklega af því við fórum í verkfall...Við verðum að komast yfir textann, það er númer eitt.“ (Úr viðtali við Sögu). Hvað sem öðru líður kvað gildandi aðalnámskrá grunnskóla á þessum tíma (1999a) reyndar skýrt á um að hver nemandi ætti að: „geta framkvæmt fjölbreytilegar athuganir og notað til þess mælitæki og viðeigandi búnað...geta af auknu sjálfstæði aflað sér upplýsinga um tiltekið efni eftir fjölbreyttum leiðum [meðal annars] gegnum tölvusamskipti...geta skráð atburði og athuganir á ákveðinn og skýran hátt með aðstoð tölvu...geta kannað áreiðanleika heimilda og upplýsinga með því að nota veraldarvefinn...geta sett niðurstöður athugana sinna fram á skýran og skilmerkilegan hátt með aðstoð tölvu og annarra rafrænna miðla...“ (Menntamálaráðuneytið, 1999a, bls. 44-46). Samkvæmt áfangamarkmiðum fyrir 10. bekk var jafnframt gert ráð fyrir að nemendur gætu „unnið sjálfstætt að úrvinnslu gagna og m.a. nýtt sér möguleika ýmissa forrita, -töflureikna, -herma“ (Menntamálaráðuneytið, 1999a, bls. 66, uppsetningu breytt lítillega). Þörfin fyrir þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum og færni í þeim athöfnum sem hér var lýst virðist tvímælalaust fyrir hendi ef marka má niðurstöður okkar. Viðmælendur nefndu dæmi úr kennslu sinni þar sem nemendur virtust ekki „tengdir“ þegar um sjálfstæða vinnu væri að ræða. Frásögn Sögu var t.d. sérlega athyglisverð, af nemendum sem lásu 2 °C af hitamæli í stað 20 °C en tengdu ekki við þann hita sem þeir skynjuðu í umhverfi sínu. Einnig virtist það bæði Jakobi og Aðalsteini áhyggjuefni hve ósjálfstæðir nemendur reyndust vera þegar þeir ættu að framkvæma eitthvað sjálfir, t.d. tilraunir eða verklegar æfingar: „...þau gleyma sér í að vera að gera eitthvað, mér finnst stundum að þau viti ekki nákvæmlega hvað þau eru að gera“ (úr viðtali við Jakob). Bennett (2003) bendir á tvö mikilvæg atriði í þessu samhengi úr rannsóknum á náttúrufræðimenntun. Annars vegar það að sjálfstæð verkefnavinna nemenda skili meiri árangri ef viðfangsefnin eru sett í samhengi við veruleika sem börn og unglingar þekkja og hafa áhuga á (context-based approaches). Hins vegar vísar hún í rannsóknir á hugmyndum nemenda um vísindaleg viðfangsefni og náttúrufyrirbrigði, sem sýna að skýringar þeirra stangast ósjaldan á við viðteknar hugmyndir og skýringar vísindanna. Bennett dregur saman ábendingar rannsakenda um nám og kennslu í þessu sambandi. Þar reynast tvö atriði skipta meginmáli. Í fyrsta lagi telja þeir það lykilatriði að kennarar afli sér vitneskju um forhugmyndir og þekkingu nemenda (Bennett notar hér hugtakið elicitation), t.d. með markvissri umræðu líkt og tíðkaðist á eftirtektarverðan hátt í kennslu Jakobs. Síðan væri vænlegt að leggja fyrir nemendur verkefni eða úrlausnarefni af einhverju tagi, sem „storkuðu“ forhugmyndunum með einhverjum hætti. Þar gæti UST einmitt komið við sögu með ýmsum hætti. Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.