Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 99

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 99
97 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 nám í tölvunarfræði og rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands. Í þátttökuathugun mátti sjá staðfestingu á þessu, þ.e. hversu gott vald hann hafði á fræðunum. Í kennslustund í 9. bekk, sem fylgst var með, fjallaði hann um varmaflutning og hélt vel athygli nemenda með áhugaverðri og gagnvirkri umræðu auk þess sem hann gerði um leið litla sýnitilraun sem fangaði athygli nemenda. Af viðtali og vettvangsathugun hjá Aðalsteini má álykta að nemendur hans hafi eingöngu verið móttakendur en jafnframt skal tekið fram að þeir virtust töluvert „virkir móttakendur“, þ.e. námsvirkni virtist talsverð við þær aðstæður sem skoðaðar voru, sem hlýtur að skipta meginmáli fyrir námsárangur. Nemendur Ólínu virtust allt í senn móttak- endur, rannsakendur og að nokkru leyti skaparar. Hún tók greinilega mið af því að nemendur lærðu misjafnlega, sumir væru sterkir í verklegu námi en aðrir í bóklegu. Nemendur hennar notuðu nettengdar fartölvur og leituðu frjálst á Netinu og fundu þar efni sem hæfði. Skjávarpinn er þarfur fyrir náttúrufræðikennslu að hennar mati, „bæði þegar maður er að sýna ýmsar myndir og annað sem maður finnur á netinu, það sem maður finnur ekki í bókum“. Hún notaði Netið til að leita svara ef hún hafði ekki svör á reiðum höndum og benti nemendum einnig á að gera það. Nemendur notuðu skjávarpa til að varpa upp völdum myndum og teikningum af Netinu, við gerð veggspjalda meðal annars. Ólína lýsti sér sem náttúrufræðikennara þannig: „Eiginlega eins og sá sem sér til þess að hlutirnir gangi en ekki endilega sá sem skipar fyrir hvað á að gera.“ Erfitt reyndist að ráða í hlutverk nemenda Jakobs með tilliti til UST, enda ekki skýrt hvernig og hvenær slík tækni var beinlínis nýtt í þágu námsins. Ef til vill voru nemendur hans fyrst og fremst rannsakendur, en jafnframt að nokkru marki skaparar og móttakendur. Jakob hafði haldgóða inntaksþekkingu á öllum sviðum náttúruvísinda, enda með trausta menntun að baki á því sviði. Hann sagðist leggja mikið upp úr því að nemendur skildu hvað þeir væru að gera og sagði að samræður og spjall skiptu sérlega miklu máli í þeim tilgangi. Hann lagði sig fram um að spjalla við nemendur sína jafnt innan og utan formlegs skólatíma ef því var að skipta, bæði beint og einnig gegnum spjallþráð (MSN) og tölvupóst. Stundum snerist umræðan um siðferðilega þætti og jafnvel trúnaðarmál sem tengdust námsefninu. Hann ræddi um mikilvægi gagnrýninnar hugsunar og tengdi það við lífsleikni. Af orðum hans mátti skilja að hann forðaðist að gera nemendur að móttakendum þekkingar: „Ég treð ekki bara ofan í þau, ég líka tek eða leyfi þeim sjálfum að melta hlutina og aðstoða þau og leiðbeini þeim bara til hliðar.“ Hann taldi vera mun á kynjunum í þessum efnum, þ.e. stelpur kysu frekar að efninu væri miðlað beint til sín en strákar. Kennsluhættir Símonar miðuðu að því að nemendur væru allt í senn, móttakendur upplýsinga og gagna með hjálp UST, rannsakendur hugmynda og upplýsinga og skaparar efnis sem sett er í nýstárlegan búning. Þeir voru jafnframt endurskoðendur, því að þeir unnu úr gögnum og endurskoðuðu með ýmsum aðferðum. Hann notaði Netið mikið sem uppsprettu upplýsinga, nemendur fóru sjálfir á Netið og rannsökuðu, þeir unnu úr upplýsingum og settu fram í kynningum og þeir söfnuðu gögnum. Dæmigerð vinnubrögð hjá honum fólust í að stilla upp spurningum og vandamálum til að leysa: „…en oftast þarf maður þá að stilla upp einhverju sem þarf að leysa, einhverju vandamáli sko, og ég hef gjarnan notað Legóið í aflfræðina mjög mikið sko, ef ég hef kennt hana. Þá hafa þau gert ökutæki, farið í spyrnukeppnir og svoleiðis og þá er gerð krafa um mælingar á hraða og vegalengd og gert hraða-tímarit. Og það festist mun betur, þ.e. hugtök og einingar, að vinna svona með það.“ Fyrirætlanir Símonar voru athyglisverðar: Já, mig dreymir um að láta þau gera svona fróðleiksvef um raunvísindin þar sem þau með sínum hætti tjá sig um hugtök og meiningar...og síðan getum við sem sagt sótt í þann brunn þannig að það safnist svona saman og vinnum svolítið flott úr öllum pakkanum…Og í raungreinum hjá mér læt ég þau yfirleitt skila skýrslum á Náttúrufræðinám með stuðningi upplýsinga- og samskiptatækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.