Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 40
38
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
væri klapp- eða teygjuorð7. Til dæmis, dalur,
teygjuorð; dallur, klapporð; vegur, teygjuorð;
veggur, klapporð. Hún mátti svo snúa spilinu
við jafnóðum og skoða myndina áður en
hún lagði það frá sér. Hröðunarkortið sýnir
að í fyrstu umferð voru færri rétt svör en
villur, 13 rétt á móti 16 röngum, eða 29
svör alls8. Þar sem upplýsingarnar lágu fyrir
um leið og æfingunni lauk ákvað kennarinn
(höfundur) að bregðast við samkvæmt því. Í
stað þess að halda áfram óbreyttri framvindu
með færniæfingum var gripið inn í og munur á
klapp- og teygjuorðum kenndur þétt og rækilega
með beinum fyrirmælum og aðgreiningu.
Íhlutunin er hins vegar ekki sýnd á myndinni
vegna þess að nemandinn vann þá ekki óheft
(e. free operant). Að venju fór hún fram með
stakstæðum, kennarastýrðum örþrepum (sýna
– leiða – prófa) sem ekki eru mæld með tíðni.
Þegar Ása svaraði rétt í öllum kennslu-
umferðunum (prófa) voru sömu hraðflettispilin
lögð fyrir hana aftur og færniæfingunum
haldið áfram. Strax í fyrstu PT-umferð eftir
frumkennsluna snerist fjöldi réttra og rangra
svara við og reyndust 19 svör rétt og 14 röng.
Þegar námsferlið víxlast á þennan hátt gefur
það vísbendingar um að halda skuli áfram með
færniþjálfunina. Í næstu umferð töldust rétt
svör á mínútu vera orðin 20 og röng svör fallin
niður í sex. Í þriðju og síðustu umferð eftir
frumkennslu náði Ása 40 réttum svörum og
fimm röngum, eða 45 svörum alls. Þessi æfing
öll ásamt DI-kennslu tók um 30 mínútur. Á þeim
tíma jukust heildarafköstin úr 29 svörum alls í
45 svör, þar sem hún bætti sig um 27 rétt svör,
en röngum svörum fækkaði um 11. Lesendum
er sérstaklega bent á að milli 2. og 3. umferðar
eftir frumkennslu tvöfaldar Ása fjölda réttra
svara, eða úr 20 í 40 á einni mínútu. Myndin
sýnir tafarlaus áhrif DI-frumkennslunnar á
tíðni réttra svara, sem hér urðu milli fyrstu og
7 Til að auðvelda samtal um viðfangsefnið voru orð með tvöföldum innstæðum samhljóða kölluð klapporð, en orð með
einföldum innstæðum samhljóða voru kölluð teygjuorð.
8Þeim sem hugsa í ABA* vendisniði má benda á að í því samhengi gæti fyrsta PT-umferðin verið grunnskeið (A),
DI-kennslan íhlutun (B), og þrjár PT-umferðir eftir íhlutun mælingar á endurteknu grunnskeiði (A*). Vendisnið hentar
hins vegar ekki vegna þess að eðli málsins er annað, og þ.a.l. einnig spurningin, aðferðin og svörin. Þó mætti færa rök
fyrir því að PT-æfingarnar eftir íhlutunina séu ekki A*, heldur ný íhlutun (C).
Guðríður Adda Ragnarsdóttir
2. mynd. Einfaldur og tvöfaldur samhljóði. Víxlun
og þrefaldur vöxtur. Myndin sýnir bút úr hröðunar-
korti – æfingarkorti. Svartir punktar tákna rétt svör,
kross táknar rangt svar.
0,5
5
50
500
10 m
5 m
2 m
1 m
30 s
20 s
15 s
6 s
10 s
0,1
1
10
100
1000
Tí
ðn
i:
Fj
öl
di
ré
ttr
a
og
ra
ng
ra
s
va
ra
á
m
ín
út
u
Name of Behaver: Movement Cycle:
Umferðir
3. okt. 05