Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 40

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 40
38 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 væri klapp- eða teygjuorð7. Til dæmis, dalur, teygjuorð; dallur, klapporð; vegur, teygjuorð; veggur, klapporð. Hún mátti svo snúa spilinu við jafnóðum og skoða myndina áður en hún lagði það frá sér. Hröðunarkortið sýnir að í fyrstu umferð voru færri rétt svör en villur, 13 rétt á móti 16 röngum, eða 29 svör alls8. Þar sem upplýsingarnar lágu fyrir um leið og æfingunni lauk ákvað kennarinn (höfundur) að bregðast við samkvæmt því. Í stað þess að halda áfram óbreyttri framvindu með færniæfingum var gripið inn í og munur á klapp- og teygjuorðum kenndur þétt og rækilega með beinum fyrirmælum og aðgreiningu. Íhlutunin er hins vegar ekki sýnd á myndinni vegna þess að nemandinn vann þá ekki óheft (e. free operant). Að venju fór hún fram með stakstæðum, kennarastýrðum örþrepum (sýna – leiða – prófa) sem ekki eru mæld með tíðni. Þegar Ása svaraði rétt í öllum kennslu- umferðunum (prófa) voru sömu hraðflettispilin lögð fyrir hana aftur og færniæfingunum haldið áfram. Strax í fyrstu PT-umferð eftir frumkennsluna snerist fjöldi réttra og rangra svara við og reyndust 19 svör rétt og 14 röng. Þegar námsferlið víxlast á þennan hátt gefur það vísbendingar um að halda skuli áfram með færniþjálfunina. Í næstu umferð töldust rétt svör á mínútu vera orðin 20 og röng svör fallin niður í sex. Í þriðju og síðustu umferð eftir frumkennslu náði Ása 40 réttum svörum og fimm röngum, eða 45 svörum alls. Þessi æfing öll ásamt DI-kennslu tók um 30 mínútur. Á þeim tíma jukust heildarafköstin úr 29 svörum alls í 45 svör, þar sem hún bætti sig um 27 rétt svör, en röngum svörum fækkaði um 11. Lesendum er sérstaklega bent á að milli 2. og 3. umferðar eftir frumkennslu tvöfaldar Ása fjölda réttra svara, eða úr 20 í 40 á einni mínútu. Myndin sýnir tafarlaus áhrif DI-frumkennslunnar á tíðni réttra svara, sem hér urðu milli fyrstu og 7 Til að auðvelda samtal um viðfangsefnið voru orð með tvöföldum innstæðum samhljóða kölluð klapporð, en orð með einföldum innstæðum samhljóða voru kölluð teygjuorð. 8Þeim sem hugsa í ABA* vendisniði má benda á að í því samhengi gæti fyrsta PT-umferðin verið grunnskeið (A), DI-kennslan íhlutun (B), og þrjár PT-umferðir eftir íhlutun mælingar á endurteknu grunnskeiði (A*). Vendisnið hentar hins vegar ekki vegna þess að eðli málsins er annað, og þ.a.l. einnig spurningin, aðferðin og svörin. Þó mætti færa rök fyrir því að PT-æfingarnar eftir íhlutunina séu ekki A*, heldur ný íhlutun (C). Guðríður Adda Ragnarsdóttir 2. mynd. Einfaldur og tvöfaldur samhljóði. Víxlun og þrefaldur vöxtur. Myndin sýnir bút úr hröðunar- korti – æfingarkorti. Svartir punktar tákna rétt svör, kross táknar rangt svar. 0,5 5 50 500 10 m 5 m 2 m 1 m 30 s 20 s 15 s 6 s 10 s 0,1 1 10 100 1000 Tí ðn i: Fj öl di ré ttr a og ra ng ra s va ra á m ín út u Name of Behaver: Movement Cycle: Umferðir 3. okt. 05
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.