Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 42

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 42
40 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Mesta hröðunin er hér fyrsta daginn í fyrstu þremur umferðunum, þótt tíðnin sé þá enn í lægra lagi. Tíðnin verður hins vegar hæst í síðustu umferð þriðja og síðasta æfingadags, þótt þar sé brattinn ekki mestur. Dæmið á 4. mynd sýnir raunfærni Ásu í æfingu með óhljóðréttum orðum sem skrifuð eru með fl og fn en borin fram sem b, svo sem skafl og stefni, og lögð var fyrir í lok þriðja og síðasta kennslutímabils. Af 50 slíkum orðum las Ása ekkert orð rétt. Villur töldust 33, og sleppti hún öðrum orðum á blaðinu. Þá var henni kennt með beinum fyrirmælum og hröðunaræfingar síðan lagðar fyrir í kjölfarið. Fyrsta mæling sýnir 33 villur (x) í fyrstu PT-umferð fyrir DI-kennsluna. Enginn punktur sést hins vegar í þeirri umferð þar sem ekkert svar reyndist rétt. Eftir kennslu með beinum fyrirmælum voru færniæfingarnar lagðar fyrir aftur og náði Ása tíu umferðum í tímanum. Strax í fyrstu umferð eftir frumkennslu las hún 24 óhljóðrétt orð rétt. Villur voru aðeins þrjár, en til einföldunar eru þær ekki sýndar á myndinni nema í fyrstu umferð. Ása bætti sig jafnt og þétt í hverri umferð í æfingunni, og í þeirri tíundu og síðustu las hún 48 orð rétt. Villurnar voru á bilinu tvær til fjórar í umferð, og í þeirri síðustu var aðeins ein villa. Afkastaaukningin í þjálfunaræfingunum eftir DI-frumkennslu í þessari einu kennslustund var tvöföld (100%, 48:24). Myndin sýnir vel tafarlaus og afgerandi áhrif DI-kennslunnar milli fyrstu og annarrar umferðar í færniþjálfuninni. Hún sýnir einnig mikilvægi þess að æfa námsatriði eftir fleiri en einni skynjunar- og verkleið því að þótt Ása hefði áður verið búin að æfa sömu óhljóðréttu orðin með skynjunar- og verkleiðinni heyra og skrifa orð, og gengið ágætlega, skilaði árangur þeirra æfinga sér ekki í fyrstu umferð með sjá og segja orð, eins og myndin sýnir, þar sem engin rétt svör mældust, en villurnar töldust vera 33 á einni mínútu. Umræða Aukin lesfærni Ásu í lestrarprófunum (1. mynd) sýnir uppsafnaðar framfarir hennar eftir markvissar hljóðrænar tækniæfingar. Niðurstöðurnar eru í góðu samræmi við árangur annarra sem beita beinum fyrirmælum (DI) og hnitmiðaðri færniþjálfun (PT) við lestrarkennslu (Johnson og Layng, 1992; Maloney, o.fl., 2001). Saman virðast aðferð- irnar magna áhrifin sem hvor þeirra hefur um sig (Blackwell, Stookey og McLaughlin, 1996). DI-PT kennslutæknin felur í sér samtengjandi hljóðaaðferð, og sýna gögnin að hægt er að kenna stálpuðum nemanda að lesa á tiltölulega skömmum tíma þrátt fyrir greiningu Guðríður Adda Ragnarsdóttir 4. mynd. Óhljóðrétt orð. Víxlun og tvöfaldur vöxtur. Myndin sýnir bút af hröðunarkorti – æfingakorti. Svartir punktar tákna rétt svör, kross táknar rangt svar. 0,5 5 50 500 10 m 5 m 2 m 1 m 30 s 20 s 15 s 6 s 10 s 0,1 1 10 100 1000 Tí ðn i: Fj öl di ré ttr a og ra ng ra s va ra á m ín út u Name of Behaver: Movement Cycle: Umferðir 26. Sept. 06 Umfe r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.