Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 42
40
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
Mesta hröðunin er hér fyrsta daginn í fyrstu
þremur umferðunum, þótt tíðnin sé þá enn í
lægra lagi. Tíðnin verður hins vegar hæst í
síðustu umferð þriðja og síðasta æfingadags,
þótt þar sé brattinn ekki mestur.
Dæmið á 4. mynd sýnir raunfærni Ásu í
æfingu með óhljóðréttum orðum sem skrifuð
eru með fl og fn en borin fram sem b, svo
sem skafl og stefni, og lögð var fyrir í lok
þriðja og síðasta kennslutímabils. Af 50 slíkum
orðum las Ása ekkert orð rétt. Villur töldust
33, og sleppti hún öðrum orðum á blaðinu. Þá
var henni kennt með beinum fyrirmælum og
hröðunaræfingar síðan lagðar fyrir í kjölfarið.
Fyrsta mæling sýnir 33 villur (x) í fyrstu
PT-umferð fyrir DI-kennsluna. Enginn punktur
sést hins vegar í þeirri umferð þar sem ekkert
svar reyndist rétt. Eftir kennslu með beinum
fyrirmælum voru færniæfingarnar lagðar fyrir
aftur og náði Ása tíu umferðum í tímanum.
Strax í fyrstu umferð eftir frumkennslu las
hún 24 óhljóðrétt orð rétt. Villur voru aðeins
þrjár, en til einföldunar eru þær ekki sýndar
á myndinni nema í fyrstu umferð. Ása bætti
sig jafnt og þétt í hverri umferð í æfingunni,
og í þeirri tíundu og síðustu las hún 48 orð
rétt. Villurnar voru á bilinu tvær til fjórar í
umferð, og í þeirri síðustu var aðeins ein villa.
Afkastaaukningin í þjálfunaræfingunum eftir
DI-frumkennslu í þessari einu kennslustund
var tvöföld (100%, 48:24).
Myndin sýnir vel tafarlaus og afgerandi
áhrif DI-kennslunnar milli fyrstu og annarrar
umferðar í færniþjálfuninni. Hún sýnir einnig
mikilvægi þess að æfa námsatriði eftir fleiri en
einni skynjunar- og verkleið því að þótt Ása
hefði áður verið búin að æfa sömu óhljóðréttu
orðin með skynjunar- og verkleiðinni heyra og
skrifa orð, og gengið ágætlega, skilaði árangur
þeirra æfinga sér ekki í fyrstu umferð með sjá
og segja orð, eins og myndin sýnir, þar sem
engin rétt svör mældust, en villurnar töldust
vera 33 á einni mínútu.
Umræða
Aukin lesfærni Ásu í lestrarprófunum (1.
mynd) sýnir uppsafnaðar framfarir hennar
eftir markvissar hljóðrænar tækniæfingar.
Niðurstöðurnar eru í góðu samræmi við
árangur annarra sem beita beinum fyrirmælum
(DI) og hnitmiðaðri færniþjálfun (PT) við
lestrarkennslu (Johnson og Layng, 1992;
Maloney, o.fl., 2001). Saman virðast aðferð-
irnar magna áhrifin sem hvor þeirra hefur
um sig (Blackwell, Stookey og McLaughlin,
1996). DI-PT kennslutæknin felur í sér
samtengjandi hljóðaaðferð, og sýna gögnin að
hægt er að kenna stálpuðum nemanda að lesa á
tiltölulega skömmum tíma þrátt fyrir greiningu
Guðríður Adda Ragnarsdóttir
4. mynd. Óhljóðrétt orð. Víxlun og tvöfaldur vöxtur.
Myndin sýnir bút af hröðunarkorti – æfingakorti.
Svartir punktar tákna rétt svör, kross táknar rangt
svar.
0,5
5
50
500
10 m
5 m
2 m
1 m
30 s
20 s
15 s
6 s
10 s
0,1
1
10
100
1000
Tí
ðn
i:
Fj
öl
di
ré
ttr
a
og
ra
ng
ra
s
va
ra
á
m
ín
út
u
Name of Behaver: Movement Cycle:
Umferðir
26. Sept. 06
Umfe r