Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 141

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 141
139 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 sinna börnunum, gerði það sem því bar án þess að gefa neitt af sér. Þar byggðist umönnunin hvorki á tilfinningatengslum né ýtti undir þau. Westmark (2002) bendir á að umönnun án umhyggju sé hvorki gefandi fyrir kennarann né barnið og því ekki fagleg. Westmark bendir enn fremur á að umhyggjuhugsun spretti ekki fram af sjálfu sér, hana þurfi að ígrunda og rækta eigi hún að nýtast kennaranum sem uppeldis- og kennslutæki. Ein af undirstöðum umhyggjuríkra samskipta er að þekkja sjálfan sig og viðhorf sín (Westmark, 2002). Í ljósi þessa ættu skipulagðir umræðufundir þar sem kennurum og öðru starfsfólki gefst tækifæri til að velta fyrir sér hugtökum eins og umhyggju að vera þáttur í starfi leikskóla. Leikskólakennararnir telja að börn þroskist og læri í gegnum leik og umhyggjusöm sam- skipti við fullorðna og jafnaldra. Umhyggja, uppeldi og nám, allt fléttast þetta saman í daglegu starfi leikskólans og verður ekki sundurslitið. Ekki er hægt að tala um annaðhvort eða í leikskólanum. Barnið lærir um leið og um það er annast auk þess sem börnin læra hvert af öðru. Þetta er í samræmi við það sem kemur t. d. fram hjá Broström (2003) og Karlsson- Lohmander og Pramling-Samuelsson (2003). Að mati þátttakenda er gildi umhyggjunnar ótvírætt fyrir félags- og tilfinningaþroskann, og grunninn að starfinu í leikskólanum. Þær líta svo á að umhyggja sé forsenda þess að barn geti lært og þroskast og því undirstaða vitræns þroska. Barn sem nýtur góðrar umhyggju og nær að mynda tengsl við einn eða fleiri leikskólakennara er vel í stakk búið til að læra af upplifunum sínum og viðfangsefnum í dagsins önn. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið og sýna að börn sem njóta góðrar umhyggju á fyrstu árum sínum eiga auðveldara með að læra og mynda tengsl en þau börn sem skortir umhyggju þessi ár (Sroufe, 1995; Shore, 1997; Goldschmied og Jackson, 2004). Leikskólakennararnir tengja það umhyggju að vera til staðar fyrir barnið, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Að vera til staðar merkir það að vera andlega nærri en ekki fjarri. Að mati leikskólakennaranna snýst það um að hafa tilfinningar til einstaklingsins sem manni er falin umsjá með og láta sig hann varða. Það er t.d. gert með því að hlusta eftir tilfinningum og líðan barns. Í hlustun eftir tilfinningum felst að veita athygli bæði yrtum og óyrtum skilaboðum sem barnið sendir frá sér. Þetta er hlustun sem byggist á andlegri nærveru leikskólakennarans og fær stuðning af ígrundun og vangaveltum hans: Hvað er þetta barn að hugsa? Hvernig líður þessu barni? Leikskólakennarinn reynir að setja sig í spor barnsins og aðstoða það við að taka ný skref. Svipuð áhersla kemur fram í rannsókn Johannsson (2001) sem telur nærveru leikskólakennarans skipta miklu máli og á þar við að veita óskipta athygli, þ.e. að vera vakandi og ígrunda og hlusta á það sem fram fer. Nokkrir þátttakenda í rannsókn minni nefna einmitt að það skipti máli að vera vak- andi og með hugann við það sem fram fer og grípa tækifærið í dagsins önn. Til að geta verið til staðar fyrir hvert barn og veitt því þá umhyggju sem það þarfnast hverju sinni er mikilvægt, að mati leikskólakennaranna, að þekkja bakgrunn barnsins. Það auðveldar leikskólakennaranum að sjá hlutina í samhengi og gerir honum kleift að styðja barnið í að vinna betur úr reynslu sinni og nýta þekkingarheim barnsins til að leiða það inn á nýjar slóðir. Umhyggja snýst um samskipti. Hún lýsir sér í hrósi og hvatningu með léttri stroku um bak, klappi á öxlina eða hvetjandi augnsambandi; hún er skilaboð til barns um að það skipti máli, að eftir því sé tekið, að leikskólakennaranum sé ekki sama um það. Umhyggja felst í því að veita hverju barni þá athygli sem það þarfnast og gefa því tíma. Þetta samræmist því sem Broström (2003) heldur fram, að umhyggja felist m.a. í því að veita hverju barni athygli og mæta þörfum hvers og eins. Þegar leikskólakennari sýnir barni athygli er hann að skapa tengsl milli sín og barnsins. Leikskólakennari, sem vill ná árangri, byggir upp traust tengsl á grunni umhyggju, hlustar eftir þörfum og væntingum hvers og eins og lærir að skilja sjónarmið barnanna; hlusta, sjá og skilja. Því er mikilvægt að leikskólakennarar „Blítt bros og hlýtt faðmlag“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.