Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 80
78
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
líta fyrst og fremst á sig sem fagkennara. Það
kemur skýrt fram í svörum allra, en einnig
birtist það í því að þó að þeir hafi réttindi
og menntun til, þá er aðeins einn þeirra sem
sinnir annarri kennslu í skólanum. Þau líta á
sig sem kennara í þessari tilteknu grein og eru
tilbúin að leggja töluvert á sig innan skólans
til að vegur hennar og orðstír dafni og vaxi.
Þannig eru þau mjög áfram um samvinnu
við aðra kennara og eflingu síns skóla, en
fyrst og fremst í gegnum, eða í tengslum við
kennslugrein sína, tónmennt.
Starfsúthald og ánægja viðmælenda af
starfi sínu felst að þeirra mati í því að þeim
skuli vera frjálst að byggja kennsluna á eigin
styrkleikum og geta þannig styrkt sjálfsmynd
sína í starfi en þurfi ekki að glíma við hluti
sem þeir hafa takmarkaða kunnáttu í. Það helst
kannski í hendur við það hversu afdráttarlaust
viðmælendur skilgreina sig sem fagkennara.
Þeir nýti menntun sína og hæfni best í sinni
grein og þannig næri þeir og efli jákvæða
upplifun í starfi. Er það mjög í samræmi við
kenningar Roberts (2004) um mikilvægi þess
að kennarar byggi sjálfsvitund í starfi á eigin
hugmyndum.
Þegar hugmyndir viðmælenda minna eru
staðsettar innan líkans Bouij (1998, 2004)
kemur í ljós að þeir falla ekki með einföldum
hætti undir þau hlutverk sem hann hefur
skilgreint. Þeir eiga það sameiginlegt að geta
átt heima á nokkrum stöðum á líkaninu. Til
að sýna þetta hef ég sem dæmi sett ummæli
tveggja viðmælenda inn á líkanið.
Tilvitnanirnar falla, eins og sjá má, bæði á
lárétta og lóðrétta ásinn en einnig á milli ásanna.
Ekki eru allir viðmælendur svo fjölhæfir en þeir
eiga það sameiginlegt að hægt er að setja þá alla
á að minnsta kosti þrjá staði á líkaninu. Fjórir
viðmælendur hafa sértæka tónlistarmenntun
(skv. skilgreiningu Bouij, 1998, 2004) en hinir
fimm kennararnir víðtæka. Stundum er erfitt
að greina þetta í sundur þar sem sumir þeirra
kennara sem eru með mjög sértæka menntun
á hljóðfæri hafa einnig menntað sig töluvert á
annað hljóðfæri eða tækjakost og má þá segja
Kristín Valsdóttir
Dæmi um ummæli vi mælanda
Ví tæk tónlistar ekking
Hlutverkavitund sem
tónlistarma ur
Sértæk tónlistar ekking
Hlutverkavitund
sem kennari
Alhli a
tónlistama ur
Fag-/inntaksmi a ur
kennari
Tónlistarflytjandi
Nemendami a ur
kennari
4. mynd. Hlutverkavitund Ástu
Dæmi um ummæli viðmælenda
Ahliða
tónlistarmað
mend miðaður
kennari
Fag/in t ksmiðaður
nari
Hlutverkavitu
sem kenn i
Hlutverkavitund s
tónlistarmað r
Tónlistarflytj di
Sértæk tónl tarþekking
Víðtæk tónlistarþekking
Þú ert eiginlega músíkmeistari, þegar
þú ert í grunnskólanum; svona kantór
þess skóla.
Ég hélt áfram semballeik hjá einhverri skærustu
stjörnu Bandaríkjanna í rann-sóknum á franskri
barokktónlist.
Lauk minni kennaramenntun frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík og tók meistaragráðu í almennu tónlistar-uppeldi.
Við fundum, með þennan elskulega árgang sem var hjá
okkur í fyrra, að hann kom annar og betri að hausti eftir
fjölþjóðaverkefnið.