Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 17

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 17
15 Einelti og samskipti við fjölskyldu og vini meðal 6., 8. og 10. bekkinga Ársæll M. Arnarsson og Þóroddur Bjarnason Háskólanum á Akureyri Hagnýtt gildi: Í skólakerfi hefur verið lögð mikil áhersla á að uppræta einelti. Með rannsóknum eins og þeirri sem hér er lýst gefst gott tækifæri til að meta stöðuna, árangurinn af inngripum og bera saman við önnur lönd. Þá gefst líka kostur á því að skoða þætti eins og fjölskyldugerð, kyn og aldur. Markmið þessarar rannsóknar var að nota gögn úr HBSC-rannsókninni (Health Behaviours in School-Aged Children) til að greina nákvæmlega algengi eineltis meðal drengja og stúlkna í 6., 8. og 10. bekk á Íslandi. Þá voru tengsl eineltis og samskipta barnanna við fjölskyldu og vini skoðuð. Þessi rannsókn er byggð á gögnum sem safnað var í íslenskum hluta HBSC-rannsóknarinnar á heilsu og lífskjörum skólabarna. Staðlaðir spurningalistar voru lagðir fyrir alla nemendur í sjötta, áttunda og tíunda bekk í febrúar 2006. Svör fengust frá 11.813 eða 88,3% heildarþýðisins. 1.020 nemendur (8,8%) sögðust vera þolendur eineltis, gerendur eða hvorutveggja; 10,4% drengja en 5,7% stúlkna. Strákar eru líka mun oftar gerendur en stúlkur; 4,4% á móti 1,7%. Þolendum fækkar hlutfallslega frá 6. upp í 10. bekk, en gerendum fjölgar. Margir nemendur sem eru bæði gerendur og þolendur eiga engin samskipti við móður eða föður. Þolendur eineltis eru ólíklegri en aðrir til að eiga besta vin en gerendur eineltis eru líklegastir til þess. Samskipti við feður eru lakari meðal nemenda sem eru annaðhvort einungis þolendur eða einungis gerendur eineltis en þeir sem bæði eru þolendur og gerendur virðast eiga auðveldustu samskiptin við feður. Samskipti við stjúpfeður eru almennt lakari en samskipti við feður og hlutfallslega lökust hjá þolendum eineltis. Nemendur sem ekki upplifa einelti eru líklegri en aðrir til að vera í góðu sambandi við móður sína. Samskipti við stjúpmæður eru yfirleitt lakari en samskipti við líffræðilegar mæður. Sama mynstur sést þó í samskiptum við stjúpmæður, þannig að þeir sem ekki upplifa einelti eru í betri samskiptum við stjúpmæður sínar. Bæði þeir sem eru einungis þolendur og þeir sem eru hvorutveggja, þolendur og gerendur, eiga lakari tengsl en aðrir við besta vin. Niðurstöðum rannsókna okkar svipar mjög til annarra rannsókna á Íslandi. Einelti er ekki algengt hér miðað við önnur lönd. Strákar eru frekar bæði þolendur og gerendur í einelti en stúlkur. Þolendum fækkar hlutfallslega með aldri en gerendum fjölgar. Þeir sem ekki tengjast einelti eru mun líklegri til að eiga í góðum samskiptum við foreldra og vini en hinir. Þeir sem eru einungis gerendur eineltis eru almennt félagslega sterkir og eiga í góðum samskiptum við bæði fjölskyldu og vini. Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009, 15–26 Einelti er alvarlegt vandamál í skólum víða um heim og á síðari árum hefur skilningur aukist á afleiðingum slíks ofbeldis til skemmri og lengri tíma fyrir þolendur þess (Currie o.fl., 2008). Í einelti felast endurteknar árásir í orðum eða gjörðum sem er ætlað að valda fórnarlambinu vanlíðan og fela í sér valdaójafnvægi milli þolenda og gerenda (Pepler og Craig, 1995, 2000). Við þetta má bæta að eineltið er tilefnislaust og getur jafnt falið í sér líkamlega snertingu, grettur, ógnandi svipbrigði og viljandi útilokun frá hóp (Smith, Cowie, Olafsson og Liefooghe, 2002). Flest börn verða fyrir stríðni og áreitni einhvern
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.