Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 22

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 22
20 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 birti fyrir áratug rannsókn á umfangi og eðli eineltis á Íslandi (Ragnar F. Ólafsson, Ragnar P. Ólafsson og Júlíus K. Björnsson, 1999), með þátttöku rétt tæplega 1800 grunnskólanemenda í 5., 7. og 9. bekk. Helstu niðurstöður voru þær að 13,4% nemenda í 5. bekk sögðust stundum eða oftar hafa verið lagðir í einelti. Hlutfall þolenda lækkaði með aldri þannig að í 7. bekk sögðust 6,9% nemenda hafa verið lagðir í einelti en 3,3% nemenda í 9. bekk. Hlutfall gerenda hækkaði hinsvegar. Þannig sögðust 4,6% nemenda í 5. bekk hafa stundum eða oftar lagt aðra í einelti en 5,6% nemenda í 9. bekk. Mismunandi skilgreiningar torvelda samanburð á þessum tveimur rannsóknum, en breytingin með aldri og mismunur milli kynja er sambærilegur. Á Íslandi hefur um árabil verið unnið gegn einelti með skipulegum hætti á vegum hins svonefnda Olweusar- verkefnis (Gegn einelti, 2009). Í könnun vegna Olweusarverkefnisins frá 2005 kom í ljós að 4% stelpna og 5% stráka í 8.–10. bekk höfðu orðið fyrir einelti, sem var 25% minnkun frá sambærilegri könnun frá árinu 2002 (www. olweus.is/kannanir.cfm). Þá kom einnig fram að eldri nemendur verða fyrir minna einelti en þeir yngri. Þessar niðurstöður eru fullkomlega í samræmi við rannsókn okkar, sem skerpir enn frekar á þeim með samanburði við stöðu mála í öðrum löndum. Þótt stöðluðum, alþjóðlegum spurningalistum fylgi margvísleg vandamál sem tengjast tungumáli og menningarbundnum normum er alþjóðlegur samanburður lykillinn að því að takast á við vandamál á borð við einelti með skipulögðum hætti. Það er því afar mikilvægt að hugtakalegt réttmæti sé til staðar í slíkum rannsóknum þannig að samanburðurinn sé gerður á traustum grunni. Slíkur samanburður á þýðingum hugtaka er fráleitt blátt áfram. Í alþjóðlegri samanburðarrannsókn á þýðingu og réttmæti hugtaksins „bullying“ kom fram að íslenska þýðingin „einelti“ er ágætlega nákvæm (Smith o.fl., 2002). Greining á bæði reynslu og hugtakaréttmæti hefur sýnt að það er bæði gagnlegt og réttlætanlegt að skilgreina „2 eða 3 sinnum í mánuði“ sem lægri mörk til að meta algengi eineltis (Solberg og Olweus, 2003). Sama rannsókn sýndi að þolendur eineltis sem þannig voru skilgreindir sýndu sterk tengsl við mælingar á neikvæðu sjálfsmati (e. negative self-evaluation), félagslegri sundrun (e. social disintegration) og tilhneigingu til þunglyndis (e. depressive tendencies). Einnig kom fram að gerendur eineltis höfðu marktækt hærri skor á kvörðum sem mældu almenna ýgi (e. general aggression) og andfélagslega hegðun (e. antisocial behavior). Í rannsókn okkar er nokkur munur á þeim börnum sem eiga ekki foreldra eða hitta þá ekki þegar kemur að einelti. Mun fleiri börn sem eru bæði gerendur og þolendur eineltis tilheyra þessum hóp en ekki er munur á hlut- falli slíkrar fjarveru foreldra meðal þeirra sem eru einungis þolendur eða einungis gerendur eineltis. Þetta bendir til þess að nemendur sem eru bæði gerendur og þolendur eineltis séu sérstakur hópur sem gefa þurfi nánari gaum, einkum með tilliti til þess álags sem fjarvera foreldris getur valdið. Þó að bæði þolendur og gerendur eineltis séu iðulega tengdir neikvæðri útkomu í rannsóknum er því haldið fram í fjölda erlendra rannsókna að þeim börnum sem eru bæði þolendur og gerendur sé hættast við sálfræðilegum, félagslegum og námslegum vandamálum (Kumpulainen o.fl., 1998; Nansel o.fl., 2001; Schwartz o.fl., 2001; Wolke o.fl., 2001). Sé samskiptum við feður á annað borð til að dreifa virðast þau vera lakari meðal barna sem eru annaðhvort einungis þolendur eða einungis gerendur eineltis. Það kemur hinsvegar nokkuð á óvart að þótt þeir sem bæði eru þolendur og gerendur séu líklegri en aðrir til að hafa engin samskipti við feður virðast slík samskipti vera sérstaklega góð ef þau eiga sér stað á annað borð. Mögulega er þessi hópur, sem á í flóknum og erfiðum samskiptum við skólafélaga sína, líklegri til að slíta með öllu léleg tengsl við fjarverandi föður. Einnig er hugsanlegt að feður séu líklegir til að hvetja börn sín til að svara einelti í sömu mynt og því séu börn í góðum tengslum við feður sína líklegri til að vera bæði þolendur og gerendur. Um 18% Ársæll M. Arnarsson og Þóroddur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.