Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 22
20
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
birti fyrir áratug rannsókn á umfangi og eðli
eineltis á Íslandi (Ragnar F. Ólafsson, Ragnar
P. Ólafsson og Júlíus K. Björnsson, 1999), með
þátttöku rétt tæplega 1800 grunnskólanemenda
í 5., 7. og 9. bekk. Helstu niðurstöður voru
þær að 13,4% nemenda í 5. bekk sögðust
stundum eða oftar hafa verið lagðir í einelti.
Hlutfall þolenda lækkaði með aldri þannig að
í 7. bekk sögðust 6,9% nemenda hafa verið
lagðir í einelti en 3,3% nemenda í 9. bekk.
Hlutfall gerenda hækkaði hinsvegar. Þannig
sögðust 4,6% nemenda í 5. bekk hafa stundum
eða oftar lagt aðra í einelti en 5,6% nemenda
í 9. bekk. Mismunandi skilgreiningar torvelda
samanburð á þessum tveimur rannsóknum,
en breytingin með aldri og mismunur milli
kynja er sambærilegur. Á Íslandi hefur um
árabil verið unnið gegn einelti með skipulegum
hætti á vegum hins svonefnda Olweusar-
verkefnis (Gegn einelti, 2009). Í könnun vegna
Olweusarverkefnisins frá 2005 kom í ljós að
4% stelpna og 5% stráka í 8.–10. bekk höfðu
orðið fyrir einelti, sem var 25% minnkun frá
sambærilegri könnun frá árinu 2002 (www.
olweus.is/kannanir.cfm). Þá kom einnig fram
að eldri nemendur verða fyrir minna einelti en
þeir yngri. Þessar niðurstöður eru fullkomlega
í samræmi við rannsókn okkar, sem skerpir enn
frekar á þeim með samanburði við stöðu mála
í öðrum löndum. Þótt stöðluðum, alþjóðlegum
spurningalistum fylgi margvísleg vandamál
sem tengjast tungumáli og menningarbundnum
normum er alþjóðlegur samanburður lykillinn
að því að takast á við vandamál á borð við
einelti með skipulögðum hætti. Það er því afar
mikilvægt að hugtakalegt réttmæti sé til staðar í
slíkum rannsóknum þannig að samanburðurinn
sé gerður á traustum grunni. Slíkur samanburður
á þýðingum hugtaka er fráleitt blátt áfram. Í
alþjóðlegri samanburðarrannsókn á þýðingu
og réttmæti hugtaksins „bullying“ kom fram
að íslenska þýðingin „einelti“ er ágætlega
nákvæm (Smith o.fl., 2002).
Greining á bæði reynslu og hugtakaréttmæti
hefur sýnt að það er bæði gagnlegt og
réttlætanlegt að skilgreina „2 eða 3 sinnum í
mánuði“ sem lægri mörk til að meta algengi
eineltis (Solberg og Olweus, 2003). Sama
rannsókn sýndi að þolendur eineltis sem
þannig voru skilgreindir sýndu sterk tengsl við
mælingar á neikvæðu sjálfsmati (e. negative
self-evaluation), félagslegri sundrun (e. social
disintegration) og tilhneigingu til þunglyndis
(e. depressive tendencies). Einnig kom fram
að gerendur eineltis höfðu marktækt hærri
skor á kvörðum sem mældu almenna ýgi (e.
general aggression) og andfélagslega hegðun
(e. antisocial behavior).
Í rannsókn okkar er nokkur munur á þeim
börnum sem eiga ekki foreldra eða hitta þá
ekki þegar kemur að einelti. Mun fleiri börn
sem eru bæði gerendur og þolendur eineltis
tilheyra þessum hóp en ekki er munur á hlut-
falli slíkrar fjarveru foreldra meðal þeirra sem
eru einungis þolendur eða einungis gerendur
eineltis. Þetta bendir til þess að nemendur sem
eru bæði gerendur og þolendur eineltis séu
sérstakur hópur sem gefa þurfi nánari gaum,
einkum með tilliti til þess álags sem fjarvera
foreldris getur valdið. Þó að bæði þolendur og
gerendur eineltis séu iðulega tengdir neikvæðri
útkomu í rannsóknum er því haldið fram í
fjölda erlendra rannsókna að þeim börnum
sem eru bæði þolendur og gerendur sé hættast
við sálfræðilegum, félagslegum og námslegum
vandamálum (Kumpulainen o.fl., 1998; Nansel
o.fl., 2001; Schwartz o.fl., 2001; Wolke o.fl.,
2001).
Sé samskiptum við feður á annað borð til að
dreifa virðast þau vera lakari meðal barna sem
eru annaðhvort einungis þolendur eða einungis
gerendur eineltis. Það kemur hinsvegar nokkuð
á óvart að þótt þeir sem bæði eru þolendur og
gerendur séu líklegri en aðrir til að hafa engin
samskipti við feður virðast slík samskipti vera
sérstaklega góð ef þau eiga sér stað á annað
borð. Mögulega er þessi hópur, sem á í flóknum
og erfiðum samskiptum við skólafélaga sína,
líklegri til að slíta með öllu léleg tengsl við
fjarverandi föður. Einnig er hugsanlegt að
feður séu líklegir til að hvetja börn sín til að
svara einelti í sömu mynt og því séu börn í
góðum tengslum við feður sína líklegri til að
vera bæði þolendur og gerendur. Um 18%
Ársæll M. Arnarsson og Þóroddur Bjarnason