Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 77

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 77
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 75 fyrstu árunum í tónlistarskóla. Þessi tilfinning um velgengni og hæfileika á sviði tónlistar virðist mikilvægur þáttur í lífi viðkomandi einstaklings. Hann finnur að hann er góður á þessu sviði og það eflir áhuga hans á að halda áfram á þeirri braut. Lagður er grunnur að hugmynd einstaklingsins um sjálfan sig sem tónlistarmann (sbr. Hargreaves o.fl., 2002). Viðmælendur telja allir að sú reynsla að æfa og flytja tónlist í hópi með öðrum og fá tækifæri til að koma fram, mynda tengsl við áhorfendur og standa sig sem hluti af heild, hafi verið mikilvægur mótunarþáttur er kom að því að velja sér starfsvettvang og hafi mótað afstöðu þeirra til tónlistaruppeldis. Um tvítugt, þegar ákvörðun um háskóla- menntun er tekin, hafði aðeins tæplega helm- ingur ákveðið að verða kennarar. Einn við- mælandi var ákveðinn í að fara á kjör- svið tónmenntar er hann hóf nám við Kenn- araháskólann en sagði um starf sitt í upphafi: „Ég veit ekki hvort ég væri tón- menntakennari í dag hefði ég ekki farið í framhaldsnám. Mér fannst þetta rosalega erfitt þegar ég kom út.“ Að hans mati var sú menntun sem hann fékk í faginu í Kennaraháskólanum ekki nóg til að hann treysti sér til að halda áfram sem tónmenntakennari. Flestir í viðmælendahópnum litu í upphafi á tónlistina sem tómstundagaman, utan einn, sem ætlaði að verða einleikari en fann, að eigin sögn, fyrir algjöra tilviljun, deild við skóla erlendis sem bauð honum leið til að nýta tónlistarmenntun sína í framhaldsnámi sem byggðist á virkri tónsköpun með alls kyns hópum. Starfshugmyndir Úthald kom oft til umræðu sem einn af ráðandi þáttum um farsæld kennara í starfi. En hvaðan kemur úthaldið? Þar skiptir menntun og fyrri reynsla máli. Meðal þess sem viðmælendur nefndu var; „fjölbreytt og góð menntun“, „mikil tónlistarmenntun“ og „góður á píanó“. Bæði Ásta og Björn töldu að færni þeirra í píanóleik, að geta spilað það sem þyrfti án þess að þurfa að æfa sig, réði miklu um úthald þeirra í grunnskólanum. Þau töldu að sumir hefðu einfaldlega gefist upp af þeirri ástæðu að þeir gætu ekki spilað undir söng og annað sem ætlast er til af tónmenntakennara. Aðrir nefndu ýmis áhugamál sem þeir hefðu sinnt á ævinni sem undirstöðuatriði í kennslufærni sinni og úthaldi. Þetta kom fram hjá viðmælendum í ýmsu samhengi, ekki aðeins þegar spurt var hvað farsæll tónmenntakennari þyrfti að hafa til að bera. Hanna talaði um hversu mjög það hefði hjálpað sér að hafa verið í dansi og kór. Hún taldi fjölbreytta reynslu af alls kyns tónlistar- og dansiðkun eiga stóran þátt í velgengni sinni í kennslu. Í okkar tæknivædda heimi er tónlist orðin svo aðgengileg öllum að tónmenntakennarar eiga oft fullt í fangi með að fylgja nemendum sínum eftir. Þá er víðtæk þekking góð undirstaða fyrir grunnskólakennarann, sem sér um breiðan hóp nemenda í aldri og áhugasviðum. Góð og fjölbreytt menntun felur þá í sér breiða þekkingu á ýmsum sviðum tónlistarinnar í stað fremur þröngrar kunnáttu á til dæmis eitt hljóðfæri (sbr. Bouij, 1998). Viðmælendur virðast sammála um að tónmennt í grunnskóla sé eitt fárra faga sem höfðar beint til tilfinninga og veitir útrás fyrir sköpunargleðina. Þeir telja það liggja í eðli tónlistarinnar, en einnig því hvernig þeir vinna með nemendum. Birna, sem hefur umsjón með miklu og öflugu kórstarfi, sagði: „Við erum að ætlast til að þau brosi, gefi af sér, ekki bara að þau skrifi rétt og beint, við erum að nálgast þau á allt annan hátt og förum mikið inn á tilfinningasviðið... .“ Að hennar mati er tónlistin hreyfiafl fyrir tilfinningar. Í gegnum hana gefist nemendum kostur á bæði skapandi útrás og tilfinningalegri upplifun sem geri þeim kleift að setja sig í spor annarra. Þessi útrásarleið og tækifæri til tilfinningalegrar samkenndar séu að auki uppeldislegir þættir sem gefi kost á því að rækta nemandann sem góða manneskju í fjölbreytilegu samfélagi. Viðmælendur töldu að öll fjölbreytni eða nýjungaleit í starfi væri starfandi tónmennta- kennurum afar mikilvæg. Að vera ekki hræddur við að prófa sig áfram, leita sér Hlutverkavitund og starfsumhverfi farsælla tónmenntakennara
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.