Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 56
54
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
og Steingrím Arason, sem síðar kom út í breyttri
útgáfu Steingríms árið 1928, Reikningsbók
(1911–1914) eftir Sigurbjörn Á. Gíslason, vin
dr. Ólafs Daníelssonar stærðfræðings, og loks
má nefna Ólaf Daníelsson sjálfan sem sendi
frá sér fyrstu útgáfu Reikningsbókar sinnar
árið 1906.
Af þessum bókum hefur greinarhöfundur
nokkurt dálæti á bókaröð Sigurbjörns sem
gjarnan vildi verða stærðfræðingur en átti ekki
kost á slíku námi (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson,
1964). Hann varð guðfræðingur, kenndi mest-
alla sína tíð en tók prestvígslu á efri árum.
Reikningsbók hans var í sex litlum heftum og
því mun ítarlegri en aðrar bækur en einnig
dýrari fyrir þá sök. Í henni virðist meiri
sveigjanleiki og meir höfðað til sjálfstæðrar
hugsunar en í þeim bókum sem síðar urðu
ráðandi í barnafræðslunni.
Ólafur Daníelsson bar höfuð yfir alla
Íslendinga á sviði stærðfræði á fyrsta þriðjungi
tuttugustu aldar. Áhrifa hans gætti lengi þar
sem sumar kennslubækur hans voru í notkun
fram undir 1980. Ólafur kom heim frá námi í
Kaupmannahöfn árið 1904, sótti þá um kennslu
við Lærða skólann eftir lát Björns Jenssonar
en fékk ekki. Fyrsta útgáfa Reikningsbókar
hans birtist árið 1906. Hann varð kennari
við Kennaraskólann við stofnun hans árið
1908 og lauk doktorsprófi 1909. Önnur útgáfa
Reikningsbókar hans (1914) var sniðin að
þörfum kennaranema.
Nokkrar tilraunir voru gerðar til að stofna
stærðfræðideild við Hinn almenna menntaskóla
í Reykjavík eins og Reykjavíkurskóli hét frá
1904. Eftir baráttu þeirra Þorkels Þorkelssonar,
Ólafs Daníelssonar og fleiri manna varð loks
af stofnun deildarinnar árið 1919 og var Ólafur
þá ráðinn að skólanum sem aðalkennari í
stærðfræði. Gerðist hann þá afkastamikill
höfundur kennslubóka í stærðfræði, og voru
sumar þeirra hinar fyrstu sinnar tegundar
á íslensku. Þriðja útgáfa Reikningsbókar
Ólafs (1920) var löguð að þörfum nýnema í
Menntaskólanum sem þá voru um 14 ára. Átti
bókin eftir að hafa áhrif í fimm áratugi. Sama
ár kom út kennslubók hans Um flatarmyndir:
kenslubók í rúmfræði, síðan Hornafræði árið
1923 og Kenslubók í algebru árið 1927. Var að
útgáfu kennslubóka Ólafs mikill fengur og var
hún ekkert minna en afrek að dómi Guðmundar
Arnlaugssonar, bæði af hálfu höfundar og
útgefenda (Guðmundur Arnlaugsson og
Sigurður Helgason, 1996).
Árið 1927 kom út fyrra hefti Reikningsbókar
eftir Elías Bjarnason, sem ætluð var 10–13 ára
börnum, en hið síðara árið 1929. Var hún mjög
aðlöguð Reikningsbók Ólafs Daníelssonar með
samþykki Ólafs.
„ ... jeg [hefi] reynt að komast hjá
tilfinnanlegu ósamræmi við reikningsbók
dr. Ólafs Daníelssonar, sem nú mun mest
notuð, þegar barnaskólanámi er lokið ...
Jeg þakka dr. Ólafi Daníelssyni ... ýmsar
góðar bendingar, sem hafa orðið bókinni
til bóta.“ (Elías Bjarnason, 1927, bls. 4).
Margar málsgreinar voru teknar beint upp,
en annað einfaldað (Sigurbjörg K. Schiöth,
2008). Reikningsbækur eftir Elías Bjarnason
(1927 – 1929), Steingrím Arason (1928) og
Sigurbjörn Á. Gíslason (1911), fyrstu fjögur
heftin, voru löggiltar sem kennslubækur fyrir
barnaskóla árið 1929.
Jónas frá Hriflu og Menntaskólinn í
Reykjavík
Þrátt fyrir aldalangt samband Íslands við
Danmörku voru fræðslukerfi landanna ólík.
Danir höfðu haft skólalöggjöf frá 1814. Á
Íslandi var fræðslulöggjöf ekki sett fyrr en 1907
og mælti hún þá einungis fyrir um fasta skóla
í þéttbýlinu. Í Danmörku hafði sex eða sjö ára
latínuskólunum verið breytt í þriggja ára skóla
árið 1903 þegar þeir urðu að menntaskólum en
neðri bekkir þeirra að miðskólum. Á Íslandi
voru menntaskólar enn sex ára skólar fram yfir
lok síðari heimstyrjaldarinnar og inntökupróf
í þá voru án tengsla við barnafræðsluna.
Ungmenni áttu þó fárra annarra kosta völ á
almennri menntun að loknu barnaskólanámi.
Í stjórnartíð Jónasar Jónssonar frá Hriflu
voru sett lög um fjölmarga héraðsskóla
(nr. 37/1929) og gagnfræðaskóla (nr.
48/1930) á fáum árum. Jónas gekkst fyrir
stofnun Ungmennaskóla Reykjavíkur, síðar
Kristín Bjarnadóttir