Skírnir - 01.01.1966, Page 7
EINAR ÓL. SVEINSSON:
HIÐ íSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG
HÁLFRAR ANNARRAR ALDAR GAMALT.
Erindi flutt á afmœli félagsins, 30. marz 1966,
viS opnun sýningar þess á bókum og handritum.
Hið íslenzka bókmenntafélag er hálfrar annarrar aldar gam-
alt á þessu ári, — eða ef vandlegar er í farið: í dag, því að
30. marz 1816 var haldinn fundur í Kaupmannahöfn, og var
þar samþykkt að stofna félagið; var þá stjórn kosin og henni
falið að semja frumvarp til laga. Forseti var kjörinn Rasmus
Rask, en aðrir stjórnarmenn: féhirðir Grímur Jónsson og
skrifari Finnur Magnússon. Fyrsti reglulegur fundur Hafnar-
deildar var 13. apríl, en fyrsti fundur í fslandsdeild 1. ágúst
1816. Var þá kjörinn forseti Árni Helgason, þá dómkirkju-
prestur í Reykjavík, féhirðir Sigurður Thorgrimsen og skrif-
ari Halldór Thorgrimsen.
Frá tilgangi félagsins var sagt í hinum fyrstu endanlegu
lögum (1818) á þessa leið: „Það er tilgangur félags þessa að
viðhalda liinni íslenzku tungu og bókaskrift og þar með
menntun og heiðri þjóðarinnar, bæði með bókum og öðrum
atburðum, svo fremi þess efni leyfa, eftir þessu undirlagi.“
Einu og öðru orði þessarar greinar var vikið við í síðari gerð-
um laganna, en engu því er efni breytir.
Hér er færzt mikið í fang, og þessu markmiði hefur félag-
ið verið trútt og framkvæmt þessi verkefni eftir því sem í
þess valdi stóð og hugað jafnan að því, sem mest var þörf
hverja stund. Þannig má rekja margvíslegar breytingar í
starfi þess, þó að markmiðið sé jafnan hið sama. Þetta efni,
starf Bókmenntafélagsins í straumi tímans og í þróunarferli
þjóðfélagsins, verður nú efni þeirra orða, sem hér fara á eftir.
Þegar Bókmenntafélagið var stofnað, voru aðeins 44 ár lið-
in, síðan Hrappseyjarprentsmiðju var komið á fót, hinni